Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2778

27.12.2005

BÆJARRÁÐ

2778. fundur.

Ár 2005, þriðjudaginn 27. desember kl. 12.00 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Guðrún Erlingsdóttir, Elliði Vignisson, Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fjárhagsáætlun 2006.

Bæjarráð samþykkir að leggja fram fjárhagsáætlun fyrir 2006 til síðari umræðu í bæjarstjórn 29. desember nk. með þeim breytingum sem fram koma í fundargerðinni hér að neðan. Jafnframt verði gert ráð fyrir sölu á hlutabréfum í HS að fjárhæð 122 m. kr. á árinu 2006.

Andrés Sigmundsson óskar bókað: “Ég sakna þess að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 örli hvergi á tón uppbyggingar og framfara. Alla birtu og jákvæðni skortir í áætlunina, því miður. Ekki er hægt að greiða atkvæði með slíkri áætlun. Vek athygli á að meirihlutinn gerir nú ráð fyrir að selja hlutabréf í Hitaveitu Suðurnesja á árinu 2006 að upphæð 61 miljón. Á genginu 2. Ekki hefur verið leitað eftir ráðgjöf varðandi þessa sölu. Ég tel það mjög óskynsamlegt að selja bréf í HS nú. Mikilvægt er að eiga bréfin í nokkurn tíma í viðbót. Rétti tíminn til að selja er ekki kominn.

Frekari umræða um fjárhagsáætlun mun fara fram í bæjarstjórn á fimmtudag 29. des. nk.”

“Bæjarráð tekur fram að eingöngu er gert ráða fyrir að selja liðlega 10% af hlutabréfum Vestmannaeyjabæjar í Hitaveitu Suðurnesja hf. á árinu 2006 og að ekki verði að þeirri sölu nema mjög gott tilboð berist í hlutabréfin.”

2. mál.

Bæjarráð samþykkir að leggja fram þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarsjóðs 2007-2009 til fyrri umræðu í bæjarstjórn 29. desember nk..

3. mál.

Rætt var um íbúaþing í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð samþykkir að halda íbúaþing fyrrihluta febrúar á næsta ári og felur bæjarstjóra að annast undirbúning málsins og ganga frá samningum um framkvæmd þess við Alta ehf.

Andrés Sigmundsson óskar bókað: “Vek athygli á að fyrirtæki í Reykjavík Alta ehf mun stjórna þeirri vinnu er fyrirhuguð er vegna íbúaþings. Kostnaður við þingið er áætlaður rúmar 2 miljónir.”

4. mál.

Fyrir lá erindi frá körfuknattleiksdeild ÍBV, dags. 13. desember sl., þar sem leitað er fjárstuðnings vegna áramótadansleiks fyrir 16 ára og eldri.

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið með kr. 100.000 á árinu 2005.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá Skógræktarfélagi Vestmannaeyja dags. 22. des. sl. þar sem farið er fram á styrk.

Vestmannaeyjabær mun áfram sem hingað til koma að verkefnum í samvinnu við Skógræktarfélag Vestmannaeyja en getur að öðru leyti ekki orðið við erindinu.

Andrés Sigmundsson óskar að bóka: “Ég tel eðlilegt að verða við erindinu.”

6. mál.

Fyrir lá bréf frá Hitaveitu Suðurnesja hf. dags. 16. des. sl. þar sem hluthöfum er boðinn forkaupsréttur að hlutabréfum Sveitarfélagsins Álftaness í HS.

Bæjarráð samþykkir að neyta forkaupsréttar í samræmi við eignahluta, en kaupverðið er um 1,8 m. kr., og að gert verði ráð fyrir kaupunum í fjárhagsáætlun 2006.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 14. des. sl. þar sem minnt er á ákvæði í lögum um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga og eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

Fjárhagsáætlun vegna ársins 2006 verður afgreidd við síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar 29. desember 2005 samhliða fyrri umræðu um 3ja ára áætlun 2007-2009. Síðari umræða um 3ja ára áætlun er áætluð 26. janúar 2006.

Ofangreindar dagsetningar eru allar innan þess ramma sem gert er ráð fyrir í sveitarstjórnarlögum.

8. mál.

Fyrir lá ályktun frá stjórn 6. deildar Félags leikskólakennara á Akureyri.

Andrés Sigmundsson óskar bókað: “Í bréfinu er ákvörðun Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn um að sameina alla leikskóla bæjarins undir stjórn eins leikskólastjóra hörmuð. Orðrétt segir í bréfinu sem undirritað er af stjórn 6. deild Félags leikskólastjóra “Þessi ákvörðun veldur miklum vonbrigðum og sýnir metnaðarleysi hjá yfirvöldum og lítilsvirðingu við það starf sem fram fer í leikskólum bæjarins”.

Ég hef margsinnis lagt til að ákvörðun meirihlutans um að sameina alla leikskóla undir einn leikskólastjóra verði dregin til baka. Því tek ég heilshugar undir þessi mótmæli leikskólakennara.”

9. mál.

Bæjarráð þakkar Samskipum/Landflutningum og starfsmönnum þeirra fyrir samstarf og þjónustu við bæjarbúa á liðnum árum en félagið hættir rekstri M/s Herjólfs nú um áramótin.

10. mál.

Eftirfarandi fundargerðir lágu fyrir:

  1. Fundargerð skólamálaráðs frá 20. desember sl.

Vegna 10. og 11. máls samþykkir bæjarráð að framlengja námsstyrki til 1. júní 2006 og gera ráð fyrir 1 m. kr. í þennan lið. Jafnframt leiðir þessi breyting til lækkunar á málaflokknum í heild um 1,5 m. kr.

  1. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs frá 21. desember sl.

Varðandi 7 mál tekur bæjarráð fram að gert er ráð fyrir 1 m. kr. styrk í fjárhagsáætlun bæjarins til ÍBV vegna áramótabrennu og þrettándans . Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um málið að öðru leyti.

Varðandi 8. mál, b) lið, samþykkir bæjarráð að 1.500 þús. kr. af áætluðum tækjastyrk að fjárhæð 3 m. kr. til GV verði gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2007. Að öðru leyti breytist niðusrtöðutala málaflokksins ekki milli umræðna,.

  1. Fundargerð umhverfis og skipulagsráðs frá 21. desember sl.
  2. Fundargerð fjölskylduráðs frá 22. desember sl.

Varðandi 9. mál samþykkir bæjarráð að niðurstöðutala málaflokksins verði 120.569 þús. og breytist um 5.300 til hækkunar milli umræðna.

e. Fyrir lá fundargerð stjórnarfundar SASS frá 16. desember sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 13.55

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)