Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2777

19.12.2005

BÆJARRÁÐ

2777. fundur.

Ár 2005, mánudaginn 19. desember kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Guðrún Erlingsdóttir, Elliði Vignisson, Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Áður en gengið var til auglýstrar dagskrár var leitað afbrigða til að taka inn erindi frá Stavey, dags. 15. desember sl. vegna kjarasamninga og var það samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri greindu frá viðræðum þeirra 12. desember sl. við fulltrúa Vegagerðarinnar um málefni m/s Herjólfs, breytingar á áætlun skipsins frá ársbyrjun og erindi sem varðaði afleysingarskip á árinu 2006.

2. mál.

Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri greindu frá viðræðum þeirra 12. desember sl. við framkvæmdastjóra Sambands ísl. sveitarfélaga og Launanefndar sveitarfélaga um málefni sem varðar samstarf sveitarfélaga og aðkomu þeirra að sameiginlegum viðfangsefnum.

3. mál.

Fyrir lá erindi frá Starfsmannafélagi Vestmannaeyjabæjar, dags. 15. desember sl., vegna kjarasamninga bæjarins.

Bæjarráð bendir á að í gildi er kjarasamningur Launanefnar sveitarfélaga f.h. Vestmannaeyjabæjar við samflot nokkurra starfsmannafélaga, þ.á.m. við Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar og getur bæjarráð því ekki orðið við erindinu.

4. mál.

Fyrir lá opið bréf til bæjarstjórnar, ódags., frá leikskólakennurum starfandi hjá Vestmannaeyjabæ og tilheyra 9. deild Félags leikskólakennara.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfriturum.

5. mál.

Fyrir lá minnisblað frá Bergi Elíasi Ágústssyni, vegna 5. máls frá bæjarráðsfundi nr. 2776 frá 5. desember sl.

6. mál.

Fyrir lá greinargerð um um húsnæðissmál og tækjabúnað slökkviliðsins í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð mun fjalla nánar um einstaka þætti greinargerðarinnar á fundi ráðsins eftir áramót.

7.mál.

Fyrir lá erindi frá Lögmönnum Vestmannaeyjum f.h. Jóns Inga Guðjónssonar um lengingu á vínveitingarleyfi.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn sýslumannsins í Vestmannaeyjum vegna erindisins.

8. mál.

Ákvörðun um næstu fundi bæjarstjórnar.

Næstu fundir bæjarstjórnar hafa verið ákveðnir þessa daga, 29. desember, 26. janúar, 16. febrúar og 16. mars nk.

9. mál.

Eftirfarandi fundargerðir lágu fyrir:

a. Fundargerð fjölskylduráðs frá 14. desember sl.

b. Fundargerð stjórnar Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja frá 16. desember sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.04.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)