Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2776

05.12.2005

BÆJARRÁÐ

2776. fundur.

Ár 2005, mánudaginn 5. desember kl. 19.00 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Lúðvík Bergvinsson, Elliði Vignisson, Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá svohljóðandi tillaga vegna álagningar gjalda árið 2006:

"Álagning útsvars, fasteignagjalda, holræsagjalda og sorpeyðingargjalda árið 2006:

a) Bæjarráð samþykkir að útsvar fyrir árið 2006 verði 13,03% sbr. 23. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, sbr. 6. gr. laga nr. 144/2000.

b) Fasteignaskattur af húsnæði verði eftirfarandi hlutfall af fasteignamati þeirra samkvæmt II. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum, og reglugerð um fasteignaskatt nr. 945/2000.

  1. Íbúðir og íbúðarhús, útihús og mannvirki á bújörðum, sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,42 %.
  2. Allar aðrar fasteignir: 1,55 %.

c) Holræsagjald af fasteignamati húsa og lóða skv. reglugerð.

  1. Íbúðir og íbúðahús, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,20%.
  2. Allar aðrar fasteignir: 0,30%.
  3. Heimild til undanþágu er í samræmi við h) lið hér á eftir.

d) Bæjarráð samþykkir að lagt verði sorpeyðingargjald á hverja íbúð, kr. 9.000.- og að sorphirðu- og sorppokagjald verði kr. 5.000.- á hverja íbúð.

  1. Heimild til undanþágu er í samræmi við h) lið hér á eftir.

e) Sorpbrennslu – og sorpeyðingargjöld fyrirtækja verða óbreytt þar til annað verður ákveðið.

f) Gjalddagar fasteignagjalda skulu vera tíu þ.e. 20. jan., 15. feb.,15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. sept., 15. okt.

  1. Dráttarvextir reiknast af gjaldföllnum fasteignagjöldum 30 dögum eftir gjalddaga.

g) Bæjarráð samþykkir að veittur verði 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignagjöldum, holræsagjöldum og sorpgjöldum skv. b), c), og d) liðum hér að ofan, séu þau að fullu greidd eigi síðar en 15. febrúar 2006.

h) Bæjarráð samþykkir að fella niður fasteignagjöld og holræsagjöld ellilífeyrisþega, sem njóta tekjutryggingar, af eigin íbúð, sem þeir búa í.

Ennfremur samþykkir bæjarráð með tilliti til 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, að fella niður fasteignaskatt ellilífeyrisþega af eigin íbúð, sem þeir búa í, á eftirfarandi hátt.

  1. Fyrir einstakling:
    1. Brúttótekjur 2005 allt að 1886 þús. kr. 100% niðurf.
    2. Brúttótekjur 2005 allt að 2229 þús. kr. 70% niðurf.
    3. Brúttótekjur 2005 allt að 2533 þús. kr. 30% niðurf.
  2. Fyrir hjón, sem bæði eru ellilífeyrisþegar:
    1. Brúttótekjur 2005 allt að 2267 þús. kr. 100% niðurf.
    2. Brúttótekjur 2005 allt að 2740 þús. kr. 70% niðurf.
    3. Brúttótekjur 2005 allt að 3107 þús. kr. 30% niðurf.

Við mat á niðurfellingu fasteignaskatts af eigin íbúð 75% öryrkja, sem þeir búa í, skal hafa hliðsjón af fyrrgreindum reglum.

  1. Sorphirðu-/sorpeyðingargjald, holræsagjald og lóðarleiga verði fellt niður eða lækkað í samræmi við ofangreindar reglur hvað varðar eigin íbúð ellilífeyrisþega og 75% öryrkja, sem þeir búa í. “

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

2. mál.

Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2006.

Lagt var fram rekstraryfirlit Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2006 og listi yfir framkvæmdir, verkefni og fjárfestingar á árinu 2006.

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar, en fyrri umræða um hana mun fara fram þann 8. desember nk.

3. mál.

Leitað var afbrigða til að taka neðangreint erindi frá eigendum Hallarinnar inn á dagskrá fundarins og var það samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

Fyrir lá erindi frá eigendum Hallarinnar, dags. 5. desember sl., vegna hljóðmanar austan Hallarinnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða nánar við bréfritara og vísa erindinu til umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar.

4. mál.

Fyrir lá erindi frá KFUM&K í Vestmannaeyjum, dags. 24. nóvember sl., þar sem farið er fram á fjárstuðning vegna endurbóta á húsnæði félagsins.

Bæjarráð samþykkir að veita KFUM&K fjárstyrk að fjárhæð 100.000 krónur vegna endurbóta á húsnæði félagsins og samþykkir jafnframt að gera ráð fyrir fjárhæðinni í fjárhagsáætlun ársins 2005.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá Gylfa Birgissyni, dags. 24. nóvember sl., vegna umsjónar og viðhalds tölvukerfa grunn-, tónlistar- og leikskóla bæjarins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða nánar við bréfritara.

6. mál.

Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir:

  1. Fundargerð 389. stjórnarfundar SASS frá 24. nóvember sl.
  2. Fundargerð 36. aðalfundar SASS frá 25. og 26. nóvember sl.
  3. Fundargerð 161. fundar skólamálaráðs frá 29. nóvember sl.
  4. Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Suðurlands frá 29. nóvember sl.

Leitað var afbrigða til að taka fundargerð menningar- og tómstundaráðs frá 5. desember sl. á dagskrá fundarins.

  1. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs frá 5. desember sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.28.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)