Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2768

22.08.2005

BÆJARRÁÐ

 

2768. fundur.

 

Ár 2005, mánudaginn 22. ágúst kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

 

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Elliði Vignisson, Guðrún Erlingsdóttir, Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

 

Fyrir var tekið:

 

  1. mál.

Farið var yfir sex mánaða bókhaldskeyrslu Vestmannaeyjabæjar ásamt skýringum og samþykktar aukafjárveitingar fyrir árið 2005.

 

  1. mál.

Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir til kynningar:

  1. Fundargerð fjölskylduráðs frá 10. ágúst sl.
  2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. ágúst sl.
  3. Fundargerð 386. stjórnarfundar SASS haldinn 18. ágúst sl.

 

  1. mál.

Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir:

Fundargerð Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja frá 28. júlí og 12. ágúst sl.

Fundargerðirnar samþykktar.

 

Andrés Sigmundsson óskar bókað:

“Vegna starfslokasamnings við forstöðumann Nýsköpunarstofu og þeirrar óvissu er ríkir um framtíð stofunnar vil ég að eftirfarandi komi fram:  Hér er um mjög vanhugsaða og kostnaðarsama ákvörðun að ræða. Meirihluti Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn treður illsakir við starfsmenn bæjarfélagsins sem leiðir af sér mikinn óróa þeirra með ófyrirséðum afleiðingum. Það er á engan hátt hægt að taka þátt í þessum vinnubrögðum.”

 

Undir þessum lið upplýsti bæjarstjóri að viðræður væru langt á veg komnar við Atvinnuþróunarsjóð Suðurlands um að sjóðurinn komi upp stöðu ráðgjafa með starfsstöð í Vestmannaeyjum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Atvinnuþróunarsjóð Suðurlands um aðkomu bæjarins að starfsemi sjóðsins.

 

Andrés Sigmundsson óskar bókað:

“Þessi samþykkt bæjarráðs staðfestir þá óvissu sem ríkir um framtíð Nýsköpunarstofu og starfsemi atvinnuráðgjafa.”

 

 

Fleira ekki bókað.  Fundi slitið kl. 19.25.

 

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)