Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2772

17.10.2005

BÆJARRÁÐ

2772. fundur.

Ár 2005, mánudaginn 17. október kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Guðrún Erlingsdóttir, Elliði Vignisson, Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá greinargerð um Surtseyjarstofu í Vestmannaeyjum, dags. 17. október sl., sbr. samþykkt bæjarráðs í 3. máli, þann 3. október sl.

Bæjarráð þakkar framkomna greinargerð og vísar henni til verkefnisstjórnar um byggingu menningarhúss og væntanlegra viðræðna við umhverfisráðuneytið um fyrirhugaða Surtseyjarstofu í Vestmannaeyjum.

2. mál.

Fyrir lágu drög að tekjuáætlun um sameiginlegar tekjur Vestmannaeyjabæjar árið 2006.

3. mál.

Fyrir lá uppkast að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2006-2009.

Bæjarráð óskar eftir að ábendingar frá bæjarfulltrúum vegna byggðaáætlunar berist til bæjarstjóra eigi síðar en 21. október nk.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 10. október sl., vegna aðalfundar SASS 25. og 26. nóvember nk.

Bæjarráð vísar tilnefningum um fulltrúa Vestmannaeyjabæjar til næsta fundar bæjarstjórnar.

5. mál

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 11. október sl., vegna umsagnar bæjarins á rekstrarleyfi fyrir veitingarstaðinn Fjóluna, Vestmannabraut 28.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að þeir aðilar sem um slík mál fjalla samþykki það einnig.

6. mál.

Fyrir lá skýrsla Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar til fjármálaráðuneytisins.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 5. október sl., vegna tekjujöfnunarframlaga árið 2005.

8. mál.

Fyrir lá bréf frá Starfsmannafélagi Vestmannaeyjabæjar, dags. 7. október sl., vegna ályktunar aðalfundar félagsins.

9. mál.

Fyrir lá bréf frá Víglundi Þór Þorsteinssyni, lækni, Gígjulundi 7, Garðabæ.

Bæjarráð þakkar bréfritara áhuga á vexti og viðgangi Byggða- og Náttúrugripasafns Vestmannaeyja, en stórt skref var stigið með flutningi Byggðasafnsins í Safnahúsið vorið 1978 og aukinni samvinnu Byggðasafnsins og Náttúrugripa- og fiskasafnsins í framhaldi af stórbættri aðstöðu sem skapaðist í Safnahúsinu.

10. mál.

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að skrifa undir kaupsamninga, afsöl og önnur nauðsynleg sköl vegna sölu á eignum úr félagslega íbúðarkerfinu. Allt sem bæjarstjóri gerir vegna sölu þessara eigna skv. umboðinu skal vera jafngilt samþykki bæjarráðs.

11. mál.

Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir;

  1. Fundargerð 387. stjórnarfundar SASS frá 29. september sl.
  2. Fundargerð 79. fundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 4. október sl.

12. mál.

Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir;

  1. Fundargerð hafnarstjórnar frá 23. september sl.
  2. Fundargerð fjölskylduráðs frá 4. október sl.
  3. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 12. október sl.
  4. Fundargerð skólamálaráðs frá 13. október sl.
  5. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs frá 13. október sl.

13. mál.

Samningamál.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.54.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Viginsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)