Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2771

03.10.2005

BÆJARRÁÐ

2771. fundur.

Ár 2005, mánudaginn 3. október kl. 15.00 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Guðrún Erlingsdóttir, Elliði Vignisson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lágu fjárlagaerindi Vestmannaeyjabæjar vegna fjárlaga 2006 og gerðu formaður bæjarráðs og bæjarstjóri grein fyrir fundi þeirra með fjárlaganefnd Alþingis um erindið, en fundurinn fram fór þann 27. september sl.

2. mál

Á fundinn kom Hafsteinn Gunnarsson endurskoðandi Vestmannaeyjabæjar til að fara yfir sex mánaða uppgjör Vestmannaeyjabæjar og stofnana fjárhagsárið 2005.

3. mál.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2006.

4. mál.

Gerð var grein fyrir velheppnaðri ráðstefnu um Surtsey sem haldin var að frumkvæði bæjaryfirvalda hér í Vestmannaeyjum þann 23. september sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt forstöðumönnum Náttúrustofu Suðurlands, Náttúrugripa og fiskasafnsins og markaðs- og menningarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar að taka saman greinargerð um hvernig starfssemi væntanlegrar Surtseyjarstofu gæti farið saman við starfssemi Náttúrustofu Suðurlands og Náttúrugripa og fiskasafns Vestmannaeyjabæjar. Greinargerðinni skal skila fyrir 17. október nk.

5. mál.

Fyrir lá álit félagsmálaráðuneytisins, dags. 22. september sl.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags .15. september sl., vegna framkvæmda sjúkraflutninga á landsvísu.

Bæjarráð tekur fram að núverandi fyrirkomulag á sjúkraflutningum í Vestmannaeyjum sem er í umsjón lögreglunnar í Vestmannaeyjum hefur löngum sannað gildi sitt og því ekki ástæða að gera breytingar þar á.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá Jóhanni Pétri Andersen, dags. 5. september sl., vegna deiliskipulags miðbæjarins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp formlegar viðræður við byggingarleyfishafa á Baldurshagareitnum um framhald málsins. Bæjarstjóri mun gera nánari grein fyrir framkvæmd málsins á næsta fundi ráðsins og þá verður tekin afstaða til erindis bréfritara.

8. mál.

Bæjarráð samþykkir að starf markaðsfulltrúa verði framvegis undir menningar- og tómstundaráði. Samhliða þessu verður yfirumsjón verkefnisins “Pompei Norðursins” fært undir umsjón ráðsins.

9. mál.

Samningamál.

10. mál.

Fyrir lá fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. september sl.

Varðandi 1. mál.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla upplýsinga um fjármögnun, framkvæmdir og framtíðaráform Herjólfsbæjarfélagsins. Í þessu sambandi er einnig vísað til fundargerðar menningar- og tómstundaráðs frá 30. júní sl. þar sem málið var kynnt.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.07.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Viginsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)