Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2770

20.09.2005

BÆJARRÁÐ

2770. fundur.

Ár 2005, þriðjudaginn 20. september kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Guðrún Erlingsdóttir, Elliði Vignisson, Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Bæjarráð fagnar þeirri ákvörðun samgönguráðherra 15. september sl. um að m/s Herjólfur sigli frá ársbyrjun 2006, 2 ferðir daglega - 14 ferðir á viku allt árið milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar eða samtals um 720 ferðir á ári. Með þessari ákvörðun er stigið stórt skref í bættum samgöngum á sjó milli lands og Eyja, en tíðar og öruggar samgöngur eru hluti af lífsháttum fólks og tengir byggðarlagið betur við þjóðvegakerfi landsins.

2. mál.

Fyrir lá erindi frá Viðskiptaskólanum, dags. 15. september sl.

3. mál.

Fyrir lá bréf frá foreldrafélagi Hamarsskóla, dags. 9. september sl., vegna verkefnisstjórnar sem vinnur að gerð nýrrar skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ.

Jafnframt lá fyrir yfirlýsing frá formanni foreldrafélags Barnaskólans í Vestmannaeyjum varðandi samráð við fulltrúa foreldrafélaga í leik- og grunnskólum áður en gengið var frá tilnefningu þessara aðila í verkefnisstjórnina.

Í ljósi fyrirliggjandi gagna getur bæjarráð ekki fallist á erindið en telur eðlilegt að fulltrúi foreldra í verkefnisstjórninni eigi sem best samstarf við foreldrafélög í leik- og grunnskólum bæjarins.

Fyrirhugaðir eru fjórir kynningarfundir á vegum verkefnisstjórnarinnar í Vestmannaeyjum þar sem gerð verður nánari grein fyrir hlutverki og vinnu hennar. Ráðgert er halda fyrsta kynningarfundinn þann 27. október nk.

Andrés Sigmundsson óskar bókað:

“Tel rétt að verða við beiðni foreldrafélags Hamarsskóla.”

4. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. ágúst, vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður 10. og 11. nóvember nk.

5. mál.

Fyrir lá fundarboð vegna aðalfundar SASS, þann 25. og 26. nóvember nk.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá Flugmálastjórn, dags. 29. ágúst sl., vegna Vestmannaeyjaflugvallar.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn en felur bæjarstjóra að koma á framfæri ábendingum sem fram komu á fundinum.

Upplýst var á fundinum að vinna sé í gangi hjá Flugmálastjórn að Vestmannaeyjaflugvöllur geti veitt víðtækari þjónustu m.a. í tengslum við millilandaflug.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá Íslandsbanka, dags. 6. september sl., vegna innheimtu á fasteignagjöldum Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

8. mál.

Fyrir lá erindi frá fjárlaganefnd, dags. 5. september sl, vegna fundar með sveitarfélögum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá erindi til fjárlaganefndar.

9. mál.

Fyrir lá bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 31. ágúst sl., vegna jöfnunar á tekjutapi sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti skv. reglugerð nr. 80/2001.

10. mál.

Fyrir lá yfirlýsing og undirskriftir starfsmanna leik- og grunnskóla bæjarins vegna ákvarðana bæjarstjórnar í skólamálum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

Andrés Sigmundsson óskar bókað: “Ákvörðun bæjarstjórnar frá 2. júní sl. um leik- og grunnskóla bæjarins er nú á góðri leið með að setja allt skólastarf í uppnám. Gífurleg óánægja, ekki eingöngu starfsfólks leik- og grunnskólana heldur flestra bæjarbúa hefur komið fram og nú liggja fyrir undirskriftir 147 starfsmanna leik-og grunnskóla bæjarins þar sem þau mótmæla harðlega þeirri ákvörðun bæjarstjórnar að sameina leik- og grunnskóla bæjarins. Jafnframt segir í yfirlýsingu starfsfólksins “við teljum það lítilsvirðingu við skólastjóra, starfsfólk skólanna, foreldra og ekki síst nemendur. Einnig mótmælum við þeirri aðferðarfræði sem notuð var og veldur óvissu og óöryggi hjá starfsfólki skólanna. Í ljósi þessa beinum við þeim tilmælum til bæjarstjórnar að hún dragi ákvörðun um sameiningu til baka”.

Ég árétta, að það er hlutverk bæjarfullrúa í bæjarstjórn Vestmannaeyja að sjá til þess að friður og sátt ríki um allt skólastarf bæjarfélagsins. Ég hvet því til þess að við bæjarfulltrúar tökum á ný afstöðu svo skapa megi einingu og sátt um skólastarfið. Óbreytt afstaða bæjarstjórnar mun leiða til mikillar ógæfu í skólastarfinu sem bæjarfélagið má síst við nú.

11. mál.

Bæjarráð samþykkir að greiða nefndarmönnum í verkefnisstjórn um gerð skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ 1,5 % af viðmiðunartaxta fyrir hvern setinn fund.

12. mál.

Bæjarráð samþykkir að næstu fundir bæjarstjórnar verði haldnir miðvikudaginn 19. október nk. og 17. nóvember nk.

13. mál.

Fyrir lá fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Suðurlands:

a. Fundargerð frá 2. september sl.

b. Fundargerð frá 16. september sl.

Vegna niðurlags 2. máls beinir bæjarráð því til stjórnarinnar að verkefnið verði samstarfsverkefni Náttúrustofu Suðurlands og Rannsóknar- og fræðasetursins.

Bæjarráð áréttar að Náttúrustofan gangist ekki í fjárhagslegar skuldbindingar vegna samstarfsnefndar HÍ og Vestmannaeyjabæjar, en eðlilegt er að fulltrúar stofunnar sitji fundi samstarfsnefndarinnar HÍ og bæjarins.

Að öðru leyti samþykkir bæjarráð fundargerðirnar.

14. mál.

Eftirfarandi fundargerðir lágu fyrir:

a. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. september sl.

b. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs frá 13. september sl.

c. Fundargerð skólamálaráðs, frá 13. september sl.

d. Fundargerð fjölskylduráðs frá 14. september sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.00.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)