Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2769

05.09.2005

BÆJARRÁÐ

2769. fundur.

Ár 2005, mánudaginn 5. september kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Elliði Vignisson formaður, Stefán Jónasson, Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá erindi frá Herjólfi um breytingar á viðhaldsdegi sem ákveðinn hafði verið 7. september nk.

Bæjarráð samþykkir að viðhaldsdagur sem ákveðinn hafði verið 7. september verði færður til 14. september. Bæjarráð beinir þeim tilmælum til Samskipa að fyrirhuguð breyting á áætlun skipsins verði kynnt bæjarbúum eins fljótt og vel og kostur er.

2. mál.

Fyrir lá kauptilboð vegna Foldahrauns 40, 2c.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð og felur bæjarstjóra að undirrita samninga þar um.

3. mál.

Fyrir lá bréf frá Daníel Steingrímssyni, dags. 22. ágúst sl., vegna útgáfu átthagaspils fyrir Vestmannaeyjar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar- og tómstundaráðs til frekari afgreiðslu.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá Hótel Þórshamri, dags. 29. ágúst sl., vegna fasteignagjalda.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

5. mál.

Fyrir lá umsókn um leyfi til áfengisveitinga frá Lundanum-veitingarhúsi vegna

A. Lundans og B. Prófastsins.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að þeir aðilar sem um slík mál fjalla samþykki það einnig.

6. mál.

Fyrir lágu upplýsingar um að fjármálaráðstefna sveitarfélaganna 2005 verði haldinn 10. og 11. nóvember nk.

7. mál.

Samningamál.

8. mál.

Bæjarráð ræddi þóknun til nefndarmanna í verkefnisstjórn um endurskoðun skóla- og æskulýðsmála í Vestmannaeyjum. Bæjarráð mun taka afstöðu til málsins á næsta fundi sínum en þá mun liggja fyrir framkvæmdaráætlun um starfið.

9. mál.

Eftirfarandi fundargerðir lágu fyrir til kynningar:

  1. Fundargerð 78. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 23. ágúst sl.
  2. Fundargerðir 723. – 726. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  3. Fundargerð 25. fundar samstarfsnefndar LN og Sjúkraliðafélags Íslands.

10. mál.

Fyrir lá fundargerð skólamálaráðs frá 30. ágúst sl.

Vegna 4. máls vill bæjarráð árétta mikilvægi þess að stofnanir haldi sig innan marka fjárhagsáætlunar.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.42.

Elliði Vignisson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)