Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2764

01.07.2005

Bæjarráð

2764. fundur.

Ár 2005, föstudaginn 1. júlí kl. 13:00 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Guðrún Erlingsdóttir, Elliði Vignisson, Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi og Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Bergur E. Ágústsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Skoðunarferð um helstu framkvæmdasvæði bæjarins.

2. mál.

Fyrir lá 5 mánaða uppgjör Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans.

3. mál.

Fyrir lá bréf frá leikskólastjórum í Vestmannaeyjabæ, dagsett 28 júní sl. vegna ákvörðunar bæjarstjórnar frá 2. og 23. júní sl., er varðar sameiningu yfirstjórnar leik- og grunnskóla Vestmannaeyjabæjar og skipun verkefnisstjórnar.

Bæjarráð tekur afstöðu til erindisins þegar fyrir liggur áætlaður framkvæmdatími að fyrirhugaðri byggingu nýs leikskóla á Sólalóðinni en reikna má með að byggingu leikskólans verðir lokið á fyrrihluta næsta árs.

Andrés Sigmundsson óskar bókað:

Í ljósi þeirra upplýsinga er fram koma í bréfi þriggja skólastjóra leikskólanna er bæjarfélagið rekur vegna fyrirhugaðra breytinga á stjórnun leikskólanna er bæjarstjórn samþykkti 2. júní s.l. vil ég að eftirfarandi komi fram: Ég tel eðlilegt að verða við beiðni skólastjóranna um að tímasetning breytinga verði sú sama og í grunnskólunum og miðist við 1. ágúst 2006.

Jafnframt vil ég vekja athygli á bréfi er borist hefur frá menntamálaráðuneytinu og varðar úttekt og fyrirhugaðar breytingar á skóla- og íþróttamálum, í bréfinu segir m.a. “Leitað var svara við þeirri megin spurningu hvernig styrkja mætti starfsemi skólanna í Vestmannaeyjum, stuðla að bættum árangri í starfi þeirra og auka samhæfingu við íþrótta- og æskulýðsstarf í bæjarfélaginu”. Einnig kemur fram í sama bréfi. “Menntamálaráðuneytið vill með vísan í úttektarskýrslu skólaþróunardeildar Háskólans á Akureyri benda sérstaklega á mikilvægi þess að nýta niðurstöður úttektarinnar til að efla og styrkja skólastarf og íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í bæjarfélaginu. Ráðuneytið telur æskilegt að haft verði samráð við starfsmenn skóla og fulltrúa íþrótta- og æskulýðsmála við ákvarðanir um úrbætur og breytingar sem gerðar verða í kjölfar úttektarinnar, svo og foreldra og nemendur”. Ég tek heilshugar undir sjónarmið er fram koma í bréfi menntamálaráðuneytisins. Ósk skólastjóranna er í fullu samræmi við þau sjónarmið er fram koma í bréfinu.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá menntamálaráðuneytinu, dags. 21. júní sl., vegna matskýrslu um skóla- og æskulýðsmál í Vestmannaeyjum sem unnin var af skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, dags. 8. júní sl., vegna heimsóknar hans til Vestmannaeyja.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 22. júní sl., þar sem leitað er eftir umsögn bæjarins vegna ýmissa atburða í tengslum við þjóðhátíð Vestmannaeyja 2005.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar sem um slík erindi fjalla samþykki það einnig.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja, dags. 14. júní sl., vegna greinar í Fréttum frá 19. maí sl.

8. mál.

Fyrir lá bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 16. júní sl., vegna væntanlegrar sérdeildar Suðurlands.

Bæjarráð ítrekar áhuga sveitarfélagsins á verkefninu, en getur ekki að svo stöddu samþykkt fyrirliggjandi kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga á Suðurlandi. Landfræðileg sérstaða Vestmannaeyja gerir það að verkum að erfiðara og kostnaðarsamara er að sækja þá þjónustu er þar verður veitt.

Bæjarráð beinir því til stjórnar SASS að gerð verði tillaga að nýrri kostnaðarskiptingu sem tekur mið af fyrirliggjandi sjónarmiðum.

9. mál.

Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 19. júní sl, vegna launajafnréttis kynjanna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma upplýsingum um innihald bréfsins til þeirra aðila sem um málið eiga að fjalla hjá Vestmannaeyjabæ.

10. mál.

Fyrir lá fundargerð samstarfsnefndar Landssambands slökkviliðs- og sjúkaraflutningamanna og Launanefndar sveitarfélaga.

11. mál.

Fyrir lá fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs, dags, 29. júní sl.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi fundargerð. Með vísan til bæjarmálasamþykktar telst þetta fullnaðarafgreiðsla á meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi.

12. mál.

Fyrir lá kauptilboð í húseignina Áshamar 36 sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð.

13. mál.

Bæjarráð samþykkir að fella niður óinnheimtanlegar útistandandi kröfur samkvæmt lista að upphæð krónur 3.013.456.-

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 15:24

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)