Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2763

20.06.2005

BÆJARRÁÐ

 

2763. fundur.

 

Ár 2005, mánudaginn 20. júní kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

 

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Jónasson, Elliði Vignisson, Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi og Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

 

Fyrir var tekið:

 

  1. mál.

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkir að skora á viðskiptaráðherra að staðsetja fyrirhugaða Neytendastofu í Vestmannaeyjum, slík ráðstöfun yrði  í samræmi við stefnu stjórnvalda um flutning stofnana og opinberra starfa út á land.

 

  1. mál.

Að beiðni Andrésar Sigmundssonar voru eftirfarandi málefni rædd:

  1. Samkomulag er samþykkt hefur verið milli Vestmannaeyjabæjar og eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Hafa einhver gögn eða upplýsingar verið send til nefndarinnar? Ef svo er óska ég eftir að þau verði lögð fyrir bæjarráð. Hefur áætlun verið samin svo uppfylla megi þau ákvæði er getið er um í samkomulaginu?

 

Svohljóðandi svar lá fyrir:

Samkvæmt samkomulagi við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur Vestmannaeyjabær skuldbundið sig til þess að senda upplýsingar um stöðu rekstrar 3 sinnum á ári. Skal þá miðað við uppgjör 4 mánaða í senn. Þær upplýsingar eru sendar inn á stöðluðu formi samkvæmt óskum nefndarinnar. Þess skal einnig getið að þetta eru sömu upplýsingar og bæjarfulltrúum eru kynntar einu sinni í mánuði. Varðandi áætlun um framkvæmd, vísast til 3ja ára áætlunar Vestmannaeyjabæjar þar sem markmið eru sett fram um lækkun rekstrarkostnaðar.

 

Andrés Sigmundsson óskar bókað:

Ég vek athygli á 5. gr. samningsins, en þar segir m.a. um sérstök skilyrði, “Í endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 og þriggja ára áætlun 2006-2008 skal mörkuð raunhæf stefna um stöðvun hallarekstrar sveitarsjóðs og niðurgreiðslu skulda.” Það er því ljóst að hér skortir algjörlega stefnumörkun til að stöðva hallarekstur bæjarins.

 

  1. Málefni Westmar. Ég óska eftir að lagðar verði fram upplýsingar um, hvað bæjarsjóður hefur lagt mikið fé til félagsins á undanförnum árum? Hverjar eru fyrirhugaðar áætlanir með félagið Westmar?

 

Svohljóðandi svar lá fyrir:

Heildarkostnaður Vestmannaeyjabæjar vegna Westmar ehf. er í dag 41.024.108 krónur. Varðandi framtíð Westmars ehf., er hún ekki ljós sem stendur. Þess skal getið að nokkrir aðilar hafa sýnt verksmiðunni áhuga og hafa meðal annars komið tvö tilboð í tæki og búnað sem henni tilheyra. Þeim tilboðum var hafnað. Varðandi fyrirhugaðar áætlanir er það ljóst að bæjarfélagið mun ekki hefja þar rekstur, en er að sjálfssögðu tilbúinn að styðja og vinna með aðilum sem hafa áhuga á slíkum rekstri.

 

  1. mál.

Fyrir lágu drög að samningi við Gámaþjónustu Vestmannaeyja um rekstur Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja.

 

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra að undirrita hann. Jafnframt vísar bæjarráð kostnaðarákvæðum til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2005.

 

  1. mál.

Fyrir lá samningur við Einar og Guðjón sf. vegna sorphirðu í Vestmannaeyjabæ.

 

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu, dags. 7. júní sl., vegna auglýsingar um úthlutun byggðakvóta.

 

Bæjarráð samþykkir að  fela bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir Vestmannaeyjabæ.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 3. júní sl., vegna afgreiðslu tillagna eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um skiptingu aukaframlaga. Hlutur Vestmannaeyjabæjar er kr. 35.218.711 og er það í samræmi við ákvæði fyrirliggjandi samnings.

 

  1. mál.

Gerð var grein fyrir nýgerðum kjarasamningum LN við BSRB og ASÍ.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf., dags. 1. júní sl., vegna arðgreiðslna til bæjarins að fjárhæð kr. 6.354.397.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá Samtökum iðnaðarins, dags. 2. júní sl., vegna fundar um stöðu og framtíðarskipaiðnað við Faxaflóa.

 

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá NHR, vegna könnunar um lýðræði fyrir alla.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá Þjóðskjalasafni Íslands, dags. 30. maí sl., vegna rafrænnar skjala- og gagnavinnslu opinberra embætta, stofnana og fyrirtækja ríkisins.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá Sjúkraliðadeild Vestmannaeyja, dags. 31. maí sl., þar sem óskað er eftir aðkomu bæjarins vegna húsnæðismála félagsins.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá Félagi áhugafólks og aðstandenda Alzheimers sjúklinga og annarra minnissjúkra, dags. 1. júní sl.

 

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. mál.

Fyrir lá umsókn um leyfi til áfengisveitinga frá Gísla Val Einarssyni vegna Hótels Þórshamars.

 

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.

 

  1. mál.

Fyrir lágu til umsagnar eftirfarandi umsóknir:

  1. Endurnýjun rekstrarleyfis fyrir gistiheimilin Eyjabústaði.
  2. Endurnýjun rekstarleyfis fyrir krána Mánabar, Vestmannabraut 28
  3. Endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Ísjakann, veitingastofu/greiðasölu,

    Brimhólabraut 1.

 

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsóknir að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.

 

  1. mál.

Fyrir lá fundargerð Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja frá 3. júní sl.

 

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

 

 

 

 

  1. mál.

Fyrir lá fundargerð Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar frá 13. júní sl.

 

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

 

  1. mál.

Eftirfarandi fundargerðir lágu fyrir til kynningar:

  1. Fundargerð aðalfundar Visku fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja.
  2. Fundargerð fjölskylduráðs frá 1. júní sl.
  3. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. júní sl.
  4. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs frá 9. júní sl.
  5. Fundargerð 385. stjórnarfundar SASS frá 13. júní sl.
  6. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. júní sl.

 

  1. mál.

Samningamál.

 

  1. mál.

Bæjarráð samþykkir að næstu reglulegir fundir bæjarstjórnar verði haldnir 25. ágúst og 15. september nk.

 

 

 

Fleira ekki bókað.  Fundi slitið kl.  19.13.

 

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)