Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2762

30.05.2005

BÆJARRÁÐ

2762. fundur.

Ár 2005, mánudaginn 30. maí kl. 16.30 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Lúðvík Bergvinsson, Elliði Vignisson, Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi og Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Á fund bæjarráðs kom Bjarni Guðmundsson, tryggingastærðfræðingur lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar ásamt Páli Einarssyni, fjármálastjóra bæjarins og Magnúsi Þorsteinssyni aðalbókara bæjarins og gerðu m.a. grein fyrir mögulegum breytingum á samþykktum lífeyrissjóðsins og stöðu hans.

Bjarni lagði fram tryggingafræðilega athugun vegna ársins 2004 og breytingatillögur á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarráð þakkar fyrir upplýsingarnar og beinir því til stjórnar lífeyrissjóðsins að hún taki til athugunar og ákvörðunnar fyrirliggjandi breytingatillögur.

Lúðvík Bergvinsson vék af fundi og tók Guðrún Erlingsdóttir sæti hans.

2. mál.

Á fund bæjarráðs komu Hörður Óskarsson og Jón Hauksson skoðunarmenn bæjarins og Magnús Þorsteinsson aðalbókari bæjarins til að fara yfir greinargerð þeirra vegna ársreikninga Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2004.

Bæjarráð þakkar skoðunarmönnum fyrir vinnu sína og samþykkir að vísa ársreikningunum til fyrri umræðu bæjarstjórnar 2. júní nk.

3. mál.

Fyrir lá 4 mánaðar stöðuúttekt Vestmannaeyjabæjar og stofnana 2005.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá Sparisjóði Vestmannaeyja, dags. 28. maí sl., þar sem stjórn Sparisjóðsins samþykkir að veita tveggja milljóna króna styrk til þess að hægt verði að ljúka við fyrirhugaða framkvæmd og uppsetningu vegna tveggja nýrra sparkvalla við báða grunnskólana í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð þakkar höfðinglega gjöf.

5. mál.

Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir:

  1. Fundargerð Stjórn Náttúrustofu frá 6. maí sl.
  2. Fundargerð Stjórn Náttúrustofu frá 20. maí sl.
  3. Fundargerð 75. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 10. maí sl.
  4. Fundargerð 76. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 24. maí sl.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá Einari Bjarnasyni þar sem hann óskar eftir að verða leystur undan störfum í kjördeild.

Bæjarráð samþykkir að kjósa nýjan mann í kjördeild á næsta fundi bæjarstjórnar.

7. mál.

Fyrir lágu drög að þjónustusamningum við Tölvun vegna úthýsingar á tölvukerfum bæjarins og lagningu lagnakerfis.

Bæjarráð samþykkir samningana fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra nánari útfærslu við samningsdrögin. Samningarnir rúmast innan fjárhagsáætlunnar.

8. mál.

Samningamál.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.14.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)