Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2761

23.05.2005

BÆJARRÁÐ

2761. fundur.

Ár 2005, mánudaginn 23. maí kl. 16.00 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Jónasson, Elliði Vignisson, Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi og Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá matsskýrsla um skóla- og æskulýðsmál í Vestmannaeyjum.

Á fund bæjarráðs komu eftirfarandi aðilar til að ræða efnisinnhald skýrslunnar og gera munnlega grein fyrir athugasemdum sínum við hana.

Kl. 17.00 Halldóra Magnúsdóttir skólastjóri Hamarsskóla og Hjálmfríður Sveinsdóttir skólastjóri Barnaskólans í Vestmannaeyjum.

Kl. 18.00 Alda Gunnarsdóttir leikskólastjóri Kirkjugerðis og Júlía Ólafsdóttir leikskólastjóri Sóla.

Auk þess sátu fundinn Elsa Valgeirsdóttir, formaður skólamálaráðs og Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarráð samþykkir að halda fund með starfsfólki skólanna nk. fimmtudag kl. 20.00. Á fundinum mun Trausti Þorsteinsson frá skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri einn höfundur skýrslunnar gera grein fyrir henni.

2. mál.

Fyrir lá greinargerð skoðunarmanna vegna ársreiknings Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2004.

Skoðunarmenn munu koma á næsta fund bæjarráðs sem ráðgerður er 30. maí nk.

3. mál.

Vegna ráðninga starfsmanna sem gilda eiga lengur en þrjá mánuði hjá Vestmannaeyjabæ og stofnunum hans skal eftirfarandi ferli gilda, bæjarstjóri eða staðgengill hans skulu sjá um allar ráðningar skv. 68. gr. bæjarmálasamþykktarinnar í samráði við viðkomandi framkvæmdastjóra eða forstöðumenn, nema á annan veg sé mælt í reglugerð eða reglum sem bæjarstjórn hefur sett.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera framkvæmdastjórum og forstöðumönnum nánari grein fyrir samþykkt þessari.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf., dags. 13. maí sl., vegna leigusamninga við félagið.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að eiga frekari viðræður við forráðamenn Fasteignar hf.

5. mál.

Fyrir lá ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. fyrir árið 2004.

6. mál.

Fyrir lá fundarboð vegna aðalfundar Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja sem haldinn verður mánudaginn 30. maí nk.

Bæjarráð felur bæjarstjóra umboð til að fara með atkvæði bæjarins á aðalfundi Visku.

7. mál.

Fyrir lágu eftirtalin erindi:

  1. Beiðni KFUM & K í Vestmannaeyjum um styrk vegna ferðar á æskulýðsmót í Svíþjóð.
  2. Beiðni KFUM & K í Vestmannaeyjum um styrk vegna rekstrarkostnaðar við húsnæði félagsins.
  3. Beiðni vegna útgáfu bókarinnar “Vor unga stétt” sem gefin verður út í tilefni 100 ára afmælis Verzunarskóla Íslands.

Bæjarráð getur ekki orðið við ofangreindum erindum.

8. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. maí sl., vegna úttektar á heimasíðum sveitarfélaga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra framkvæmd málsins.

9. mál.

Fyrir lá erindi frá Sjóvá tryggingarfélagi vegna vátryggingar Vestmannaeyjabæjar.

10. mál.

Fyrir lá tilboð í garðslátt og grashirðu fyrir eldri borgara og öryrkja.

Upplýst var á fundinum að í gildi væri sambærilegur samningur við knattspyrnudeild kvenna ÍBV fyrir yfirstandi ár.

11. mál.

Eftirfarandi bréf lágu fyrir:

  1. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 11. maí sl., vegna áætlunar um úthlutun framlaga úr Jöfunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2005.
  2. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 10. maí sl., vegna endanlegs framlags við nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2005.
  3. Bréf frá Brunabótafélagi Íslands, dags. 6. maí sl., vegna ágóðahlutagreiðslu ársins 2005.

Gert er ráð fyrir ofangreindum framlögum og ágóðahlut í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2005.

12. mál.

Eftirfarandi fundagerðir lágu fyrir:

  1. Fundargerð 74. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 26. apríl sl.
  2. Fundargerð fjölskylduráðs frá 17. maí sl.

Vegna 11. máls í fundargerðinni felur bæjarráð bæjarstjóra að annast framgang málsins með vísan til 68. gr. bæjarmálasamþykktarinnar og 3. máls hér að ofan.

  1. Fundargerð fjölskylduráðs frá 27. apríl sl.
  1. Fundargerð hafnarstjórnar frá 6. maí sl.
  1. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs frá 11. maí sl.

Fyrir lágu erindi um aukafjárveitingar:

i. Í 6. máli er óskað eftir aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 500.000.

Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að fjárhæð 500.000 krónur, en áætluður kostnaður við verkið er einn milljón krónur, það sem á vantar verður mætt með lækkun á bókhaldsliðnum 06-151-2922.

ii. Í 9. máli er óskað eftir aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 1.600.000.

Bæjarráð samþykkir umbeðna aukafjárveitingu að fjárhæð 1.600.000 krónur.

Gert verður ráð fyrir þessum ákvörðunum við endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 12. maí sl.
  1. Fundargerð skólamálaráðs 17. maí sl.
  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. maí sl.

13. mál.

Fyrir lá kostnaðaráætlun vegna atvinnuátaksverkefnis ársins 2005.

Bæjarráð samþykkir tillögu 2, en skv. henni er ráðgert að áætlaður kostnaður bæjarins verði að fjárhæð kr. 8.781.940.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.52.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)