Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2760

09.05.2005

BÆJARRÁÐ

2760. fundur.

Ár 2005, mánudaginn 9. maí kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Jónasson, Elliði Vignisson, Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi og Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lágu ársreikningar Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2004, sbr. fyrsta mál á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til kjörinna skoðunarmanna.

2. mál.

Fyrir lágu samningar um auglýsingaviðskipti Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans.

Arnar Sigurmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samninga.

Andrés Sigmundsson óskaði bókað:

“Vek athygli á að hér eru samningar um auglýsingaviðskipti Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans við tvö útgáfufyrirtæki þ.e. annarsvegar Fréttir vefsíðan Eyjafréttir og síðan Vaktin vefsíðan Eyjar.net. Þessir samningar munu stórauka útgjöld bæjarsjóðs og stofnana. Það sem vekur þó hve mesta athygli er að nýlega var tekið fyrir í bæjarráði erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og Eyjafréttir birtu um það frétt með fyrirsögninni “ Vestmannaeyjabær í gjörgæslu”. Það er vart traustvekjandi þegar að fyrstu aðgerðir bæjarráðs eftir erindi eftirlitsnefndarinnar eru að stórauka útgjöld vegna auglýsinga Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans.”

3. mál.

Ákvörðun um næstu fundi bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir að breyta fundartíma bæjarstjórnar þannig að næstu reglulegu fundir bæjarstjórnar verði 2. júní og 23. júní.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu, dags. 25. apríl sl., vegna greinargerðar Daggar Pálsdóttur, hrl. um lyfsöluleyfi í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að svari til heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytisins vegna málsins og felur bæjarstjóra að senda ráðuneytinu svör og afgreiðslu bæjarráðs.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá húsfélaginu að Sólhlíð 19 Vestmannaeyjum, dags. 25. apríl sl., vegna greiðslu verðbóta á búseturétt.

Með vísan til samninga um búsetturétt íbúa að Sólhlíð 19 getur bæjarráð því miður ekki orðið við erindinu.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja, dags. 15. apríl sl., vegna samstarfs samtakanna og markaðsskrifstofu Vestmannaeyjabæjar.

7. mál.

Fyrir lá boð frá Hitaveitu Suðurnesja hf. vegna kynnisferðar í höfuðstöðvar félagsins þann 3. júní nk.

8. mál.

Fyrir lá bréf frá Alþingi, dags. 18. apríl sl., vegna umsagnar við þingályktunartillögu um samgönguáætlun fyrir árin 2005 til 2008. (Skoða má þingskjalið inn á vefnum www.althingi.is/altext/131/s/1079.html)

Bæjarráð tekur undir ályktanir stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um áherslur vegna þingsályktunartillögunnar.

9. mál.

Fyrir lá umsókn um leyfi til áfengisveitinga vegna Kiwanissalarins við Strandveg 54.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn, að því tilskyldu að aðrir aðilar sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki þau einnig.

10. mál.

Fyrir lá fundargerð stjórnar Náttúrustofu frá 30. apríl sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina. Fram kom á fundinum að ákveðið hefur verið að ráðstefna um Surtsey verði haldin í Vestmannaeyjum 23. september nk. en undirbúningar hennar er í höndum Vestmannaeyjabæjar, umhverfisráðuneytisins og stjórnar Náttúrustofu Suðurlands.

11. mál.

Fyrir lá beiðni frá Einari Matthíassyni, þar sem óskað er eftir 100.000 króna styrk vegna útgáfu bókar um Jóhannes Kjarval, en verk í eigu bæjarins munu birtast í henni.

Bæjarráð samþykkir erindið og mun gera ráð fyrir fjárhæðinni við endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2005.

12. mál.

Samningamál.

13. mál.

Fyrir lágu til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

  1. Fundargerð 384. stjórnarfundar SASS, frá 28. apríl sl.
  2. Fundargerð skólamálaráðs frá 26. apríl sl.

14. mál.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum bæjarins og ríkiskaupa við fulltrúa bjóðenda í sorpeyðingu í Vestmannaeyjum, en fundurinn fór fram fyrr í dag.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.21.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)