Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2759

22.04.2005

BÆJARRÁÐ

2759. fundur.

Ár 2005, föstudaginn 22. apríl kl. 17.00 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Jónasson, Elliði Vignisson og Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Á fund bæjarráðs kom Hafsteinn Gunnarsson endurskoðandi bæjarins. Farið var yfir drög að ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2004. Ársreikningurinn verður til frekari umfjöllunar á næsta reglulega fundi bæjarráðs.

2. mál.

Fyrir lágu drög að samningi, dags. 15. apríl sl., milli Vestmannaeyjabæjar og eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn f.h. Vestmannaeyjabæjar.

3. mál.

Fyrir lá bréf frá Íslenska Gámafélaginu ehf., dags. 12. apríl sl., vegna útboðs um sorpeyðingu fyrir Vestmannaeyjabæ.

Bæjarráð bendir á afgreiðslu bæjarstjórnar frá 20. apríl sl., þar sem bæjarstjórn ákvað að bjóða öllum tilboðsgjöfum til samningskaupa vegna sorpeyðingar fyrir Vestmannaeyjabæ.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá Flugfélagi Vestmannnaeyja og Viking Tours, dags. 11. apríl sl., vegna afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs á erindi þessara aðila.

Bæjarráð bendir bréfriturum á að endurnýja umsóknir sínar til Umhverfis- og skipulagsráðs ásamt nauðsynlegum fylgigögnum.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá Alþingi, dags. 5. apríl sl., þar sem leitað er umsagnar vegna frumvarps til laga um tekjustofna sveitarfélaga, 194. mál, álagning útsvars.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga, dags. 5 apríl sl., vegna tillagna um sameiningu sveitarfélaga.

7. mál.

Fyrir lá fundargerð Samstarfsnefndar um málefni lögreglunnar frá 12. apríl sl

8. mál.

Fyrir lá umsókn Garðars Arasonar um leyfi til áfengisveitinga vegna Flugkaffi, Vestmannaeyjaflugvelli.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn, að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla samþykki þau einnig.

9. mál.

Fyrir lágu til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

a. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 19. apríl sl.

b. Fundargerð 23. fundar samstarfsnefndar LN og LSS.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.00.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)