Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2758

11.04.2005

BÆJARRÁÐ

2758. fundur.

Ár 2005, mánudaginn 11. apríl kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Jónasson, Elliði Vignisson og Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Bæjarráð lýsir ánægju með þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra sem kynnt var í Vestmannaeyjum í síðustu viku að opna útibú Fiskistofu í Eyjum í ársbyrjun 2006. Jafnframt fagnar bæjarráð þeirri stefnu sem felst í þessari ákvörðun að færa ákveðna starfsemi undirstofnana ráðuneytisins í auknum mæli út á land, ekki síst þangað þar sem sjávarútvegur er undirstaða byggðanna. Bæjarráð hvetur sjávarútvegsráðherra og önnur stjórnvöld til þess að halda áfram á þessari braut, en þetta getur orðið öðrum hvatning til þess að auka fjölbreytni atvinnulífsins á þessum stöðum.

2. mál.

Bæjarráð fagnar þeirri ákvörðun samgönguráðherra að gert verði ráð fyrir 13-14 ferðum á viku milli lands og Eyja í útboði Vegagerðarinnar á rekstri m/s Herjólfs og kemur að fullu til framkvæmda í ársbyrjun 2006. Þessi ákvörðun samgönguráðherra er í samræmi við kröfur og óskir bæjaryfirvalda sem kynntar voru í viðræðum við Vegagerðina í febrúar sl. Bæjarráð leggur áherslu á áframhaldandi gott samstarf við Vegagerðina og rekstraraðila Herjólfs um þá þætti sem varða samskipti bæjaryfirvalda og þessara aðila.

3. mál.

Bergur E. Ágústsson gerði grein fyrir helstu lykiltölum úr rekstri Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrstu 3 mánuði ársins.

4. mál.

Fyrir lá erindi frá Samskipum vegna m/s Herjólfs þar sem þess er farið á leit að Vestmannaeyjabær samþykki að ferðir Herjólfs milli lands og Eyja falli niður daganna, 19. og 27. apríl og 7. og 21. september vegna viðhalds, sbr. ákvæði 2 í viðauka við verksamning, dags. 12. febrúar 2002 og 3 í viðauka við verksamning frá 4. október 2002.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindi en leggur áherslu á að rekstraraðili auglýsi vel og tímalega umsamdar frátafir skipsins sem eru tilkomnar vegna reglulegs viðhalds þess.

5. mál.

Fyrir lá útskrift úr fundargerð félagsmálaráðs frá 30. mars sl. og beiðni um aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 3.440.000 nettó, vegna aukins kostnaðar við ferðaþjónustu aldraðra og fatlaðra á yfirstandandi ári.

Bæjarráð samþykkir erindið og gera ráð fyrir umræddri fjárhæð við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2005.

6. mál.

Fyrir lá 13. mál fundar bæjarráðs nr. 2757 frá 23. mars sl. vegna tilboða í sorpeyðingu og sorphirðu fyrir Vestmannaeyjabæ.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Einars og Guðjóns sf. um sorphirðu í Vestmannaeyjabæ og felur Ríkiskaupum frágang samnings þar um.

Vegna útboðs um sorpeyðingu samþykkir bæjarráð að hafna öllum fyrirliggjandi tilboðum og felur Ríkiskaupum að tilkynna tilbjóðendum þessa niðurstöðu.

7. mál.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður við núverandi rekstraraðila Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja um áframhaldandi samstarf.

8. mál.

Fyrir lá tillaga að breytingu á afgreiðslu 14. máls bæjarráðs nr. 2757 frá 23. mars sl.

“Lagt er til að afgreiðslutími áfengis á Cafe María/Coneró verði óbreyttur frá því sem verður hefur þ.e., til kl. 01.00 alla daga, en þó til kl. 02.00 aðfaranótt laugardags, sunnudags og almenn frídags.”

9. mál.

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 22. mars sl., þar sem farið er fram á umsögn Vestmannaeyjabæjar vegna endurnýjunar rekstrarleyfis vegna veitingastofu/greiðasölu fyrir Toppinn við Heiðarveg.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn, að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla samþykki þau einnig.

10. mál.

Bæjarráð samþykkir að fresta fundi bæjarstjórnar sem fyrirhugað er að halda fimmtudaginn 14. apríl nk. til miðvikudagsins 20. apríl nk. kl 18.00.

11. mál.

Til kynningar lágu eftirfarandi erindi:

  1. Tölvupóstur vegna málþings um heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi sem haldinn verður á Hótel Selfossi föstudaginn 29. apríl nk.
  2. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 29. mars sl., vegna breytinga á reglugerð um Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

12. mál.

Til kynningar lágu eftirfarandi fundargerðir:

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. apríl sl.
  2. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs frá 5. apríl sl.
  3. Fundargerð fjölskylduráðs frá 30. mars sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.15.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)