Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2756

07.03.2005

BÆJARRÁÐ

2756. fundur.

Ár 2005, mánudaginn 7. mars kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Jónasson, Elliði Vignisson, Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri og Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Kynning á stöðu mála vegna byggingu nýs leikskóla á Sólalóðinni.

Á fund bæjarráðs komu Frosti Gíslason og Gunnlaugur Grettisson fulltrúar úr byggingarnefnd og kynntu stöðu mála vegna byggingar nýs leikskóla.

2. mál.

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkir að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við umhverfisráðherra þar sem lýst verði áhuga Vestmannaeyjabæjar að taka að sér að undirbúa og halda ráðstefnu um málefni Surtseyjar í samráði við umhverfisráðuneytið, Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum, Surtseyjarfélagið og fleiri hagsmunaaðila.

Lagt er til að á slíkri ráðstefnu sem haldin yrði í Vestmannaeyjum síðar á árinu yrði greint frá þeim vísindarannsóknum sem fram hafa farið á og við Surtsey undanfarna rúma fjóra áratugi og þær rannsóknir vísindamanna sem framundan eru.

Jafnframt verði tekið til umræðu á ráðstefnunni hvort og þá hvenær rétt sé að heimila takmarkaðar heimsóknir ferðamanna út í Surtsey og hvort mögulegt sé að samræma vísindarannsóknir og takmarkaðar heimsóknir.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

3. mál.

Fyrir lá 4. mál. frá 2755. fundi bæjarráðs, þann 21. febrúar sl.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við forráðamenn blaðanna Vaktarinnar og Frétta á grundvelli fimmta töluliðs í tillögu bæjarstjóra.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá Neyðarhjálp úr norðri, dags. 21. febrúar sl., þar sem Vestmannaeyjabæ er þakkað fyrir framlag sitt vegna landsöfnunar sem fram fór dagana 11. til 16. janúar sl.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu, dags. 22. febrúar sl., þar sem ráðuneytið fer þess á leit að Vestmannaeyjabær veiti umsögn um erindi Hildar Steingrímsdóttur um lyfsöluleyfi fyir nýrri lyfjabúð að Strandvegi 48 í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu næsta fundar bæjarstjórnar.

Andrés Sigmundsson óskar bókað:

“Ég er afar ánægður með að fyrirtækið Lyf og heilsa hf. vilji starfrækja nýja lyfjabúð að Strandvegi 48 hér í bæ. Ég hefði kosið að bæjarráð mælti eindregið með því við heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið að Lyf og heilsa hf. fengi að starfrækja lyfjabúð í Vestmannaeyjum. Ég tel það mjög mikilvægt að bæjarstjórn mæli með erindinu svo íbúar í Eyjum eigi jafnan möguleika á hagstæðustu verðum á lyfjum.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá Apóteki Vestmannaeyja, dags. 5. mars sl., vegna lyfssölumála í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð vísar bréfinu til bæjarstjórnar.

7. mál.

Fyrir lá fundarboð, dags. 1. mars sl., vegna aðalfundar Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. sem haldinn verður 16. mars nk.

Bæjarráð samþykkir að Bergur Elías Ágústsson og Lúðvík Bergvinsson fari með umboð og atkvæði fyrir Vestmannaeyjabæ á aðalfundi Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.

8. mál.

Fyrir lá fundarboð, dags. 1. mars sl., vegna aðalfundar Hitaveitu Suðurnesja hf. sem haldinn verður 17. mars nk.

Bæjarráð samþykkir að Bergur Elías Ágústsson og Elsa Valgeirsdóttir fari með umboð og atkvæði fyrir Vestmannaeyjabæ á aðalfundi Hitaveitu Suðurnesja hf.

9. mál.

Fyrir lá ársreikningur Kertaverksmiðjunnar fyrir árið 2004.

10. mál.

Fyrir lá erindi frá menningar- og tómstundaráði, dags. 23. febrúar sl., vegna smávægilegra tilfærslna á fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2005.

Bæjarráð samþykkir erindið.

11. mál.

Fyrir lá bréf frá Gísla Eyjólfssyni ofl., dags. 22. febrúar sl., vegna fyrirhugaðs uppgröfts við Suðurveg.

12. mál.

Fyrir lá til samþykktar reglugerð fyrir menningar- og tómstundaráð Vestmannaeyjabæjar, en málinu 15. b) var frestað á 2750. fundi bæjarráðs, þann 28. desember sl.

Bæjarráð vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

13. mál.

Fyrir lá bréf frá Lögmönnum Vestmannaeyjum, dags. 21. febrúar sl., vegna sorpeyðingargjalda.

Bæjarráð samþykkir að taka nýja vigt í notkun frá og með 1. júní nk. samhliða nýrri gjaldskrá, fram að þeim tíma mun sérstakur eftirlitsmaður sinna mælingum á mótttökustöð.

14. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. mars sl., vegna kynnisferðar fyrir sveitarstjórnarmenn til Brussel 17. til 20. apríl nk.

15. mál.

Fyrir lágu bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum þar sem farið er fram á umsagnir Vestmannaeyjabæjar vegna eftirfarandi staða:

  1. Umsókn um krá og kaffihús að Bárustíg 2. (Drífandi)
  2. Umsókn um veitingarstofu, krá, og útiveitingar að Heiðarvegi 5. (Pizza 67)
  3. Umsókn um veitingahúsa-, skemmtistaða- og veisluþjónustuleyfi að Strembugötu 13. (Höllin)
  4. Endurnýjun um veitingastofu- og greiðasöluleyfi fyrir Flugkaffi, Vestmannaeyjaflugvelli.
  5. Endurnýjun veitinga- og greiðasöluleyfis fyrir bensínsöluna Klett.

Bæjarráð samþykkir að vísa umsókn vegna Heiðarvegs 5 til skipulags- og byggingarfulltrúa bæjarins, að öðru leyti samþykkir bæjarráð aðrar fyrirliggjandi umsóknir að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.

16. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. febrúar sl., vegna staðgreiðsluuppgjörs fyrir árið 2004.

17. mál.

Fyrir lá boðun til 19. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldið verður þann 18. mars nk.

18. mál.

Fyrir lá fundargerð 722. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18. febrúar sl.

19. mál.

Fyrir lá fundargerð 72. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 15. febrúar sl.

20. mál.

Fyrir lá tilkynning frá Íslandsbanka vegna arðgreiðslu.

21. mál.

Fyrir lágu til kynningar:

  1. Fundargerð fjölskylduráðs, frá 2. mars sl.
  2. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs, frá 21. febrúar sl.
  3. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs, frá 3. mars sl.

22. mál.

Samningamál.

23. mál.

Bæjarráð samþykkir að næstu reglulegu fundir bæjarstjórnar verði haldnir 14. apríl, 12. maí og 9. júní nk.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.15.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Bergur Ágústsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)