Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2755

21.02.2005

BÆJARRÁÐ

 

fundur.

 

Ár 2005, mánudaginn 21. febrúar kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

 

Mættir voru:  Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Jónasson, Elliði Vignisson, Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri og Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

 

Fyrir var tekið:

 

  1. mál.

Rætt var um fyrirhugaða heimsókn þingmanna Suðurkjördæmis til Vestmannaeyja, fimmtudaginn 24. febrúar nk.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá Skeljungi hf., dags. 25. janúar sl., vegna fyrirspurnar um samkeppnismál.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 4. febrúar sl., vegna ráðstöfunar 400 m.kr. aukaframlags til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að koma á móts við sveitarfélög í fjárhagsvanda.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá Eyjasýn ehf, dags. 14. febrúar sl., vegna auglýsinga Vestmannaeyjabæjar.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa tillögu varðandi verklag við auglýsingar Vestmannaeyjabæjar og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

 

  1. mál.

Fyrir lá tilboð frá Íslandsbanka vegna ráðgjafar í áhættustýringu.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við aðal viðskiptabanka bæjarins um úttekt á lánasamsetningu Vestmannaeyjabæjar.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá Vinnslustöðinni hf., dags. 14. febrúar sl., vegna forkaupsréttar Vestmannaeyjarbæjar á mb. Kristbjörgu VE 82, sknr. 1159.

 

Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti.

 

 

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá Fasteignum ríkissjóðs, dags. 11. febrúar sl., vegna innheimtu lóðarleigu hjá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.

 

Bæjarráð samþykkir framkomið erindi, með vísan til 37. gr. laga um framhaldsskóla.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá samgönguráðuneytinu, dags. 10. febrúar sl., vegna ályktunar bæjarráðs frá 7. febrúar sl., en þar kemur fram að skýrsla NCC um jarðgöng til Eyja hafi verið afhent nefnd sem fjallar um samgöngur við Eyjar.

 

  1. mál.

Fyrir lá erindi frá Bjarna Sighvatssyni, Kirkjubæjarbraut 4, dags. 9. febrúar sl., þar sem hann óskar eftir að kosinn verði fulltrúi í hans stað í almannavarnarnefnd Vestmannaeyjabæjar.

 

Kosið verður í nefndina á næsta fundi bæjarstjórnar.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá Teiknistofu PZ ehf.,  dags. 11. febrúar sl., vegna breytinga og endurbóta á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.

 

  1. mál.

Fyrir lá erindi frá Svavari Sigurðssyni, dags. 17. febrúar sl., þar sem farið er fram á fjárstuðning til baráttu gegn fíkniefnainnflutningi og sölumennsku.

 

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. mál.

Fyrir lá fundargerð 72. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 15. febrúar sl.

 

  1. mál.

Fyrir lá fundargerð 382. stjórnarfundar SASS frá 17. febrúar sl.

 

  1. mál.

Fyrir lágu fundargerðir 720. og 721. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. desember og  24. janúar sl.

 

  1. mál.

Fyrir lágu til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

  1. Menningar- og tómstundaráð frá 15. febrúar sl.
  2. Hafnarstjórn frá 17. febrúar sl.
  3. Skólamálaráð frá 10. febrúar sl.
  4. Umhverfis- og skipulagsráð frá 9. febrúar sl.

 

 

Fleira ekki bókað.  Fundi slitið kl. 18.36.

 

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Bergur Ágústsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)