Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2754

07.02.2005

BÆJARRÁÐ

2754. fundur.

Ár 2005, mánudaginn 7. febrúar kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Jónasson, Elliði Vignisson, Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri og Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Bæjarráð tók til umræðu skýrslu verkefnisstjórnar til dómsmálaráðherra um breytta skipan löggæsluumdæma.

Ályktun bæjarráðs:

“Bæjarráð lýsir andstöðu við þær hugmyndir sem snúa að löggæslu í Vestmannaeyjum og settar eru fram í skýrslu verkefnisstjórnar um nýskipan lögreglumála. Hugmyndir þessar taka ekki mið af þeim forsendum sem verkefnisstjórnin gefur sér um að horfa verði til landfræðilegra þátta og samganga. En landfræðileg sérstaða Vestmannaeyja er ótvíræð. Ljóst er að nái hugmyndirnar fram að ganga hefur það í för með sér mikla þjónustuskerðingu fyrir Vestmannaeyjar. Afar mikilvægt er því að þingmenn Suðurkjördæmis og aðrir sem að málinu koma, standi vörð um hagsmuni Vestmannaeyja og annarra sem samkvæmt tillögunum bera skertan hlut frá borði.”

  1. mál.

Bæjarráð ræddi stöðu mála varðandi tillögur um skerta þjónustu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja.

Ályktun bæjarráðs:

“Bæjarráð ítrekar fyrri ályktun frá 10. janúar sl. og skorar á heilbrigðisráðuneytið að koma í veg fyrir að þjónusta verði skert og jafnframt að fundin verði viðunandi lausn í nánu við stjórnendur Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.”

  1. mál.

Fyrir lá ársreikningur og ársskýrsla Stafkirkjunnar fyrir árið 2004.

  1. mál.

Fyrir lá skýrsla Elisbeth Seip, “Stavkirke på Island, Befaringsrapport sommeren 2004”.

  1. mál.

Fyrir lá 10. mál fundar bæjarráðs nr. 2752 frá 24. janúar sl., greinargerð vegna skjala- og upplýsingavörslu hjá Vestmannaeyjabæ og stofnunum hans.

Á fundinn kom Jóhann Guðmundsson til að fjalla um greinargerðina.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við One Systems hópvinnukerfi skv. fyrirliggjandi tilboði að fjárhæð 1.364.600 og felur bæjarstjóra að skrifa undir samning þess efnis. Gert var ráð fyrir kostnaði við samninginn í fjárhagsáætlun ársins 2005.

  1. mál.

Fyrir lá fundargerð stjórnar Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja frá 31. janúar sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

  1. mál.

Fyrir lágu fjórar fundargerðir verkefnisstjórnar um byggingu menningarhúss í Vestmannaeyjum.

  1. Fundargerð dags. 22. júní 2004.
  2. Fundargerð dags. 14. október 2004.
  3. Fundargerð dags. 29. október 2004.
  4. Fundargerð dags. 3. febrúar 2005.

Bæjarráð samþykkir fundargerðirnar fyrir sitt leyti.

  1. mál.

Fyrir lágu tvær fundargerðir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga,

  1. Fundargerð samstarfsnefndar LN og Sjúkraliðafélags Íslands frá 25. janúar sl.
  2. Fundargerð samstarfsnefndar LN og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna frá 21. janúar sl.
  1. mál.

Fyrir lá fundargerð 71. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 18. janúar sl.

  1. mál.

Til kynningar lá fundargerð félagsmálaráðs frá 2. febrúar sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.15.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Bergur Ágústsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)