Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2753

31.01.2005

BÆJARRÁÐ

2753. fundur.

Ár 2005, mánudaginn 31. janúar kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Jónasson, Elliði Vignisson, Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri og Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Kynntar voru niðurstöður starfsmats vegna bókunuar II í kjarasamningum bæjarins við samflot sex starfsmannafélaga sveitarfélaga (þ.á m. STAVEY) frá 9. apríl 2001 og við Drífanda, stéttarfélag frá 2001. Bæjarráð heimilar að ljúka yfirferð matsins gagnvart Vestmannaeyjabæ og greiða skv. fyrirliggjandi útreikningum þar sem það á við. En skv. bráðabirgðaniðurstöðu nemur heildargreiðsla vegna starfsmatsins um 60 milljónir króna, fyrir tímabilið 1. des. 2002 til 31. desember 2004.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.10.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Bergur Ágústsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)