Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2751

10.01.2005

BÆJARRÁÐ

 

 

2751. fundur.

 

Ár 2005, mánudaginn 10. janúar kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

 

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Guðrún Erlingsdóttir, Elliði Vignisson,  Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri og Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

 

Fyrir var tekið:

 

  1. mál.

Að beiðni Arnars Sigurmundssonar, formanns bæjarráðs, var rætt um stöðu á vinnumarkaði  í Vestmannaeyjum og þróun samganga og fleiri mál sem koma til umræðu á  reglulegum fundi bæjaryfvalda með þingmönnum Suðurkjördæmis. Fundinn átti að halda í tengslum við aðalfund SASS  í nóvember sl. en var frestað af óviðráðanlegum ástæðum fram í janúar á þessu ári. Jafnframt var lagt fram bréf Guðjóns Hjörleifssonar alþm. er varðar sömu mál og fyrirhugaðan fund bæjarstjórnar með þingmönnum Suðurkjördæmis hér í Eyjum.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með þingmönnum Suðurkjördæmis vegna ofangreindra mála fyrir lok næstu viku.

 

  1. mál.

Svohljóðandi tillaga frá Elliða Vignissyni bæjarráðsmanni lá fyrir:

 

“Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa umsókn til flugmálayfirvalda um að Vestmannaeyjaflugvöllur verði skilgreindur sem landamærastöð (port of entry).”

 

Greinargerð

Í dag eru fimm flugvellir á Íslandi viðurkenndir sem landamærastöðvar, þ.e.a.s. flugvellirnir á Höfn í Hornafirði, Reykjavík, Akureyri og á Egilsstöðum.  Flest virðist benda til þess að flugvöllurinn í Vestmannaeyjum uppfylli nú þegar þær kröfur sem til slíkra flugvalla eru gerðar.

 

Augljóst er að viðurkenning á flugvelli Vestmannaeyja sem landamærastöð getur skipt miklu fyrir rekstur fluvallarins sem og ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum.  Á hverju ári fara tugir og jafnvel hundruðir einkaþota og ferjuvéla hér hjá án þess að hafa möguleika á á viðdvöl hér og geta því ekki notið þeirrar góðu þjónustu sem Vestmannaeyjaflugvöllur bíður uppá.  Kunnugir telja næsta víst að umtalsverður hluti þessara flugvéla hefði hér lengri eða skemmri viðdvöl ef flugvöllurinn væri landamærastöð og myndi sækja hér fjölbreytta þjónustu.

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna og  felur bæjarstjóra að vinna að framgangi málsins.

 

  1. mál.

Andrés Sigmundsson, áheyrnarfulltrúi lagði fram svohljóðandi tillögu:

“Legg til að bæjarráð taki til afgreiðslu fundargerðir Verkefnisstjórnar um byggingu menningarhúss í Vestmannaeyjum. Ritari nefndarinnar er bæjarstjóri Bergur E. Ágústsson. Ekki er ástæða til að fundargerðir verkefnisstjórnarinnar hljóti svipuð örlög og fundargerðir Þróunarfélagsins sáluga, því er þessi tillaga flutt.”

 

Upplýst var á fundinum að umræddar 2 fundargerðir verða lagðar fyrir bæjarráð þegar verkefnisstjórnin hefur samþykkt þær.

 

Bergur Elías Ágústsson óskar bókað:

“Einhver misskilingur virðist vera hjá fyrrverandi formanni nefndar um byggingu menningarhúss í Vestmannaeyjum varðandi hvaða hlutverk nefndarmenn hafa haft. Undirritaður hefur ekki verið skipaður ritari nefndarinnar og því er það á ábyrgð formanns að fundargerðir skili sér til bæjarráðs á tilskyldum tíma.”

 

Andrés Sigmundsson óskar bókað:

“Hér er ekki um neinn misskilning að ræða sem að sjálfsögðu mun koma í ljós. Tillaga mín er einungis flutt til að kalla fram fundargerðir verkefnisstjórnarinnar. Upplýst hefur verið á fundinum að þær munu koma fram og er það vel.”

 

  1. mál.

Fyrir lágu drög að samkomulagi við forsætisráðuneytið vegna varðveislu og skráningu á teiknimyndasafni Sigmunds Jóhannsonar hér í Vestmannaeyjum.

 

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn. En í samkomulaginu er gert ráð fyrir að forsætisráðuneytið muni leggja Vestmannaeyjabæ til þessa verks eina milljón króna.

 

  1. mál.

Fyrir lá umsögn frá læknaráði Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, dags. 27. desember sl., vegna fyrirhugaðra sparnaðartillagna á stofnuninni.

 

jarráð tekur heilshugar undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfi læknaráðsins og skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja nægjanlegt fjármagn til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, svo að fyllsta öryggis verði gætt og jafnframt ítrekar bæjarráð landfræðilega sérstöðu Vestmannaeyja.

 

  1. mál.

Fyrir lágu drög að auglýsinga- og þjónustusamningi við Útvarp Vestmannaeyjar vegna útsendinga frá bæjarstjórnarfundum.

 

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.

 

  1. mál.

Fyrir lá erindi frá Starfsmannafélagi Hallarinnar, móttekið 7. janúar sl., vegna fyrirhugaðra þvingunaraðgerða Heilbrigðiseftirlits Suðurlands gegn Höllinni.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 23. desember sl., þar sem farið er fram á umsögn bæjarins vegna umsóknar Guðfinns Þórs Pálssonar, um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir ms. Herjólf (veitingar og gisting).

 

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.

 

  1. mál.

Fyrir lágu fundargerðir 380. og 381. stjórnarfunda SASS frá 13. desember sl.

 

  1. mál.

Fyrir lá fundargerð Náttúrustofu Suðurlands frá 27. desember sl.

 

Vegna 3. máls verður gert sjálfstætt uppgjör vegna Náttúrustofu Suðurlands vegna áranna 2003 og 2004.  Að öðru leyti samþykkir bæjarráð fundargerðina

 

  1. mál.

Samningamál.

 

 

 

Fleira ekki bókað.  Fundi slitið kl. 19.15.

 

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Bergur Ágústsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)