Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2750

28.12.2004

BÆJARRÁÐ

2750. fundur.

Ár 2004, þriðjudaginn 28. desember kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Jónasson, Elsa Valgeirsdóttir, Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri og Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lágu tillögur vegna breytingar á fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2005, sem koma til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar 30. desember nk.

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir 2005 ásamt áorðnum breytingum til síðari umræðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja 30. desember nk.”

2. mál.

Fyrir lá svohljóðandi tillaga:

“Bæjarráð samþykkir með hliðsjón af þeim niðurskurðartillögum sem lagðar eru til í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2005 að lækka laun bæjarstjórnar-, ráðs- og nefndarmanna sem starfa fyrir Vestmannaeyjabæ um 5 % og nemur lækkunin 220 krónum á hverja grunneiningu og skal hún því verða 4180 krónur. Þessi breyting hefur ekki áhrif á tengingu grunneiningu við launavísitölu.”

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

3. mál.

Á fundinn kom Frosti Gíslason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og fór yfir drög að gatnagerðaráætlun og framkvæmdir við fráveitu vegna nk. árs.

Gert er fyrir þessum framkvæmdum í fjárhagsáætlun ársins 2005.

4. mál.

3ja ára áætlun samstæðu Vestmannaeyjabæjar, 2006-2008.

Bæjarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja 30. desember nk..

5. mál.

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 13. desember sl., þar sem farið er fram á umsögn bæjarins vegna umsóknar Þrastar Bjarnhéðinssonar um rekstrarleyfi fyrir kaffihús og krá að Bárustíg 2, 1. hæð.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.

6. mál.

Fyrir lágu tvö bréf frá félagsmálaráðuneytinu:

a) Bréf dags. 7. desember sl., þar sem fram komu upplýsingar frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2005.

b) Bréf dags. 17. desember sl., vegna uppreiknings á framlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga úr ríkissjóði fyrir árið 2004.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá Félagi kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum, dags. 16. desember sl., vegna sölu smávarnings á Bókasafni Vestmannaeyja.

Bæjarráð þakkar góða ábendingu, en tekur jafnframt fram að umrædd sala nær eingöngu til varnings sem tengist sambærilegum söfnum víða um land og að velta á þessu ári nam tæpum 80 þús. kr m/vsk.

8. mál.

Fyrir lá bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, dags. 15. desember sl., vegna hljóðmengunar af starfsemi Hallarinnar – Karató.

9. mál.

Fyrir lá 1. mál. fundargerðar menningar- og tómstundaráðs frá 25. október sl., vegna beiðni um aukafjárveitingu til Bókasafns Vestmannaeyja.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

10. mál.

Fyrir lá bréf frá Íslandsbanka, dags. 13. desember sl., vegna hlutafjáraukningar.

Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti.

11. mál.

Fyrir lá bréf frá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja vegna samgöngumála.

Bæjarráð ítrekar þá skoðun sína að fjölgun ferða í vetraráætlun Herjólfs sem nýlega tók gildi sé áfangi í bættum samgöngum milli lands og Eyja. Það er skýr stefna bæjaryfirvalda að útboð Vegagerðarinnar á rekstri skipsins sem fram fer á fyrri hluta næsta árs verði m.a. gert ráð fyrir sem svarar tveimur ferðum á dag allt árið. Bæjaryfirvöld munu leggja ríka áherslu á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við undirbúning útboðsins eins og gert er ráð fyrir í samningi Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar frá 3. des. sl. Í umræðum um samgöngur við Vestmannaeyjar sem fram fóru á Alþingi fyrr í þessum mánuði kom fram ríkur vilji til þess að fjölga ferðum skipsins. Með það að leiðarljósi munu bæjaryfirvöld áfram þrýsta á frekari fjölgun ferða ms. Herjólfs á árinu 2005.

12. mál.

Fyrir lágu viðskiptamannalistar vegna áranna 2000 til 2003.

13. mál.

Fyrir lá 11. mál. fundargerðar bæjarráðs frá 8. mars sl., vegna samnings við Fjölís vegna fjölföldunar verndaðra verka.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita samning við Fjölís.

14. mál.

Fyrir lá bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dags. 20. des. sl. þar sem ítrekuð er ósk um upplýsingar er varða fjármál Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarstjóri mun svara erindinu samhliða afgreiðslu fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2005, 30. desember nk.

15. mál.

Fyrir lágu eftirfarandi mál fundargerðar menningar- og tómstundaráðs frá 14. desember sl.

a) 2. mál. Beiðni frá Íþróttafélagi Vestmannaeyja um styrk vegna áramótadansleiks fyrir 16 – 18 ára unglinga.

Bæjarráð samþykkir að styrkja áramótadansleik unglinga um 100 þús.kr.

b) 7. mál. Drög að reglugerð fyrir menningar- og tómstundaráð.

Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að skoða drögin og skila athugasemdum til bæjarráðs.

c) 10. mál. Fyrir lá kynningarbæklingur frá Lýðheilsustöð vegna verkefnis um bætt matarræði og aukna hreyfingu barna og ungmenna.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skólamálaráðs.

16. mál.

Samningamál.

17. mál.

Fyrir lá fundargerð Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja frá 18. desember sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

18. mál.

Fyrir lá fundargerð 70. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 14. desember sl.

19. mál.

Fyrir lágu til kynningar eftirfarandi fundargerðir.

a) Fundargerð fjölskylduráðs frá 22. desember sl.

b) Fundargerð skólamálaráðs frá 20. desember sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.45

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Bergur Ágústsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)


Jafnlaunavottun Learncove