Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2744

27.10.2004

BÆJARRÁÐ

2744. fundur.

Ár 2004, miðvikudaginn 27. október kl. 15.00 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur E. Ágústsson.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Á fund bæjarráðs komu Páll Einarsson fjármálastjóri og Magnús Þorsteinsson aðalbókari, til að fara yfir átta mánaða milliuppgjör sem lagt var fram á fundinum.

2. mál.

Fyrir lá tillaga að endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2004.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3. mál.

Fyrir lá beiðni frá Kjartani Björnssyni til að endurvinna þættina “Nú andar suðrið” og “Kvöldsigling” á geisladiska.

Bæjarráð samþykkir að veita bréfritara 15 þús.króna styrk.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 16.19.

Andrés Sigmundsson

Stefán Jónasson

Arnar Sigurmundsson

Bergur E. Ágústsson


Jafnlaunavottun Learncove