Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2749

13.12.2004

BÆJARRÁÐ

2749. fundur.

Ár 2004, mánudaginn 13. desember kl. 16.00 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Lúðvík Bergvinsson, Elliði Vignisson, Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri og Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lágu niðurstöðutölu fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2005.

Bæjarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu fundar bæjarstjórnar 16. desember nk.

2. mál.

Fyrir lá yfirlýsing átta bæjar- og sveitarstjóra, dags. 8. desember sl., um tillögur um aðgerðir vegna stöðu sjávarbyggða. En erindið var kynnt formönnum þingflokka sem síðar kynntu málið í viðkomandi þingflokkum. Auk þess var málið kynnt fyrir félags- og sjávarútvegsráðherra.

Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í yfirlýsingu bæjar- og sveitarstjóranna.

3. mál.

Fyrir lá samkomulag við KB-banka vegna skilmálabreytingar á eftirstöðvum á láni sem Vestmannaeyjabær fékk, að fjárhæð 1,2 milljónir bandaríkjadala.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita lánsskjöl við Kaupþing/Luxemburg vegna skuldbreytingarláns að upphæð USD 1.200.000 til 10 ára. Ekki er um nýtt lán að ræða heldur endurfjármögnun á eftirstöðvum láns sem upphaflega nam USD 12.000.000 og hefur verið greitt niður að fullu utan þeirrar fjárhæðar sem nú er skuldbreytt.

Andés Sigmundsson óskar bókað:

“Það var eitt meginverk fyrrverandi meirihluta bæjarstjórnar að greiða upp óhagstæð lán er voru hjá bæjarfélaginu. Með því að greiða að mestu leyti upp hið svokallaða “dollaralán” er stórum áfanga náð í þeirri vinnu. Dollaralánið var tekið í tíð meirihluta Sjálfstæðisflokksins eða 29. maí árið 2000 og hefur verið bæjarfélaginu afar óhagstætt. Forsenda fyrir því að nú er hægt að greiða lánið að mestu er sú ákvörðun bæjarstjórnar að selja hluta af fasteignum bæjarins og gerast eignaraðili að Eignarhaldsfélaginu Fasteign. Ég lýsi ánægju minni með að nú verði hið margfræga lán að mestu úr sögunni. Jafnframt er það ánægjulegt að það komi í hlut Sjálfstæðisflokksins að framkvæma það verk.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu, dags. 6. desember sl., vegna úthlutnar á 3.200 þorskígildislestum til stuðnings byggðarlögum.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá íþróttakennurum Hamars- og Barnaskóla Vestmannaeyja vegna hljóðmengunar í nýja salnum í íþróttamiðstöðinni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að annast úttekt á verkinu og ljúka lokauppgjöri vegna þess.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga, dags. 3. desember sl., vegna umsagnarfrestar um sameiningartillögur.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá Hagstofu Íslands, dags. 2. desember sl., vegna skilafrests sveitarstjórna á flutningstilkynningum til Þjóðskrár.

8. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. desember sl., vegna álagningarprósentu útsvars.

9. mál.

Fyrir lá bréf frá Neytendasamtökunum, dags. 2. desember sl., þar sem farið er fram á styrkveitingu vegna ársins 2005.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

10. mál.

Fyrir lá beiðni Þrastar Bjarnhéðinssonar um leyfi til áfengisveitinga fyrir Bárustíg 2.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu aðrir sem um slík leyfi fjalla samþykki það einnig.

11. mál.

Fyrir lágu 14. og 15. mál fundargerðar fjölskylduráðs frá 9. desember sl. En tillögurnar hafa breytingar á skipulagi stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar vegna yfirumsjónar og reksturs gæslu- og leikvalla bæjarins.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur um stjórnkerfisbreytingar.

12. mál.

Fyrir lágu til kynningar eftirtaldar fundargerðir.

a) Fundargerð fjölskylduráðs frá 9. desember sl.

b) Fundargerð skólamálaráðs frá 6. desember sl.

c) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. desember sl.

Ellliði Vignisson vék af fundi og sæti hans tók Stefán Jónasson.

13. mál.

Á fund bæjarráðs kom Frosti Gíslason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og fór yfir tillögu að gatnagerðaráætlun ársins 2005 að fjárhæð 20 millj. kr.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.27.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Bergur Ágústsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)


Jafnlaunavottun Learncove