Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2748

06.12.2004

BÆJARRÁÐ

2748. fundur.

Ár 2004, mánudaginn 6. desember kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Ó. Jónasson, Elliði Vignisson, Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri og Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá samkomulag milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar, dags. 3. desember sl., varðandi breytingar á vetraráætlun ms. Herjólfs frá 9. desember nk. og 6 % hækkun á far- og farmgjöldum frá 1. janúar 2005, en síðasta breyting var 1. júlí 2002. Einnig inniheldur samkomulagið aðkomu bæjarins við undirbúning að útboði á rekstri Herjólfs sem kemur til framkvæmda 1. janúar 2006.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið og fagnar þeim áfanga sem felst í fjölgun ferða í vetraráætlun skipsins og leggur jafnframt áherslu á frekari fjölgun ferða þess og bætta þjónustu í nýju útboði.

Andrés Sigmundsson, áheyrnarfulltrúi óskar bókað:

“Nú leggur meirihluti í Vestmannaeyjum til að far- og farmgjöld með Herjólfi hækki um 6%. Upphafið á meirihlutasamstarfinu lofar ekki góðu um framhaldið í Vestmannaeyjum. Nú er unnið markvisst að því að lækka gjöld vegna samgangna á Íslandi hvort sem um ræðir vegtolla eða annað. Á þetta við alls staðar nema gagnvart Vestmannaeyjum. Með því að samþykkja hækkun á far- og farmgjöldum með Herjólfi er verið að auka misrétti er Vestmannaeyingar búa við vegna samgangna. Stórkostleg hækkun á fargjöldum Herjólfs er algjörlega óásættanleg að mínu mati.”

2. mál.

Fyrir lá samkomulag milli Vestmannaeyjabæjar og Samskipa-Landflutninga hf. vegna þjónustugjalda vegna ms. Herjólfs og húsaleigu á Básaskersbryggju.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið.

3. mál.

Á fund bæjarráðs kom Kristín Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi Nýsköpunarstofu, rætt var um flugsamgöngur milli lands og Eyja og líklega þróun þeirra í næstu framtíð.

4. mál.

Fyrir lá erindi frá menningar- og tómstundaráði Vestmannaeyjabæjar þar sem óskað er eftir að 1.8 m.kr. fjárveiting til gerðar deiliskipulags íþróttasvæðis verði færð yfir í fjárhagsáætlun ársins 2005.

Bæjarráð samþykkir erindið og að gera ráð fyrir fjárveitingunni í fjárhagsáætlun ársins 2005.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá menntamálaráðuneytinu, dags. 22. nóvember sl., er varðar skipulag skólahalds í grunnskólum í kjölfar verkfalls grunnskólakennara.

Bæjarráð vísar bréfinu til skólamálaráðs.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja, dags. 22. nóvember sl., vegna umsóknar um styrk til kynningar á íþrótta- og viðburðastjórnunarnámi.

Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir allt að 500 þús. kr. til verkefnisins í fjárhagsáætlunin ársins 2005.

7. mál.

Ákvörðun um bæjarstjórnarfundi.

Bæjarráð samþykkir að næstu reglulegu fundir bæjarstjórnar verði 16. og 30. desember 2004, 27. janúar, 24. febrúar og 17. mars 2005.

8. mál.

Samningamál.

9. mál.

Fyrir lá fundargerð 719. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. nóvember sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.42.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Bergur Ágústsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)


Jafnlaunavottun Learncove