Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2747

23.11.2004

BÆJARRÁÐ

2747. fundur.

Ár 2004, þriðjudaginn 23. nóvember kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Ó. Jónasson, Elliði Vignisson og Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá svohljóðandi tillaga vegna álagningar gjalda árið 2005:

"Álagning útsvars, fasteignagjalda, holræsagjalda og sorpeyðingargjalda árið 2005:

a) Bæjarráð samþykkir að útsvar fyrir árið 2005 verði 13,03% sbr. 6. gr. laga nr. 144/2000.

b) Fasteignaskattur af húsnæði verði eftirfarandi hlutfall af fasteignamati þeirra samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum, og reglugerð um fasteignaskatt nr. 945/2000.

1) Íbúðir og íbúðarhús, útihús og mannvirki á bújörðum, sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,42 %.

2) Allar aðrar fasteignir: 1,55 %.

c) Holræsagjald af fasteignamati húsa og lóða skv. reglugerð.

1) Íbúðir og íbúðahús, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,20%.

2) Allar aðrar fasteignir: 0,30%.

3) Heimild til undanþágu er í samræmi við h) lið hér á eftir.

d) Bæjarráð samþykkir að lagt verði sorpeyðingargjald á hverja íbúð, kr. 6.000.- og að sorphirðu- og sorppokagjald verði kr. 4.000.- á hverja íbúð.

1) Heimild til undanþágu er í samræmi við h) lið hér á eftir.


e) Sorpbrennslu – og sorpeyðingargjöld fyrirtækja verða óbreytt þar til annað verður ákveðið.

f) Gjalddagar fasteignagjalda skulu vera tíu þ.e. 20. jan., 15. feb.,15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. sept., 15. okt.

1) Dráttarvextir reiknast af gjaldföllnum fasteignagjöldum 30 dögum eftir gjalddaga.

g) Bæjarráð samþykkir að veittur verði 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignagjöldum, holræsagjöldum og sorpgjöldum skv. b), c), og d) liðum hér að ofan, séu þau að fullu greidd eigi síðar en 15. febrúar 2005.

h) Bæjarráð samþykkir að fella niður fasteignagjöld og holræsagjöld ellilífeyrisþega, sem njóta tekjutryggingar, af eigin íbúð, sem þeir búa í.

Ennfremur samþykkir bæjarráð með tilliti til 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, að fella niður fasteignaskatt ellilífeyrisþega af eigin íbúð, sem þeir búa í, á eftirfarandi hátt.


1) Fyrir einstakling:
Brúttótekjur 2004 allt að 1763 þús. kr. 100% niðurf.
Brúttótekjur 2004 allt að 2084 þús. kr. 70% niðurf.
Brúttótekjur 2004 allt að 2368 þús. kr. 30% niðurf.


2) Fyrir hjón, sem bæði eru ellilífeyrisþegar:
Brúttótekjur 2004 allt að 2120 þús. kr. 100% niðurf.
Brúttótekjur 2004 allt að 2562 þús. kr. 70% niðurf.
Brúttótekjur 2004 allt að 2905 þús. kr. 30% niðurf.

Við mat á niðurfellingu fasteignaskatts af eigin íbúð 75% öryrkja, sem þeir búa í, skal hafa hliðsjón af fyrrgreindum reglum.

3) Sorphirðu-/sorpeyðingargjald, holræsagjald og lóðarleiga verði fellt niður eða lækkað í samræmi við ofangreindar reglur hvað varðar eigin íbúð ellilífeyrisþega og 75% öryrkja, sem þeir búa í.

Að fasteignaskattur af nýjum húseignum falli niður í allt að tvö ár eftir útgáfu fokheldisvottorðs."

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

2. mál.

Rætt var um gerð fjárhagsáætlunar Vestmannnaeyjabæjar og stofnana fyrir 2005 og stefnt er að fyrri umræða um áætlunina verði miðvikudaginn 15. desember og síðari umræða verði 30. desember nk.

3. mál.

Fyrir lágu drög að samningum við Maritech vegna hugbúnaðar fyrir upplýsingakerfi.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samninga, en áður var búið að gera ráð fyrir þessum útgjöldum við endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2004.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá Fimleikafélaginu Rán, dags. 19. október sl., vegna fyrirhugaðs Íslandsmeistaramóts í almennum fimleikum.

Bæjarráð mun m.a. í væntanlegum viðræðum við Vegagerðina og Samskip síðar í þessari viku fjalla um framkomið erindi félagsins.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá KFUM&K í Vestmannaeyjum, dags. 15. nóvember sl., þar sem félagið þakkar bænum fyrir veittan stuðning.

6. mál.

Fyrir lá ályktun frá Kennarafélagi Framhaldskólans í Vestmannaeyjum frá 28. október sl. og ályktun grunnskólakennara í Vestmannaeyjum frá 11. nóvember sl.

7. mál.

Fyrir lá svar dags. 26. október frá íþrótta- og tómstundafulltrúa bæjarins vegna fyrirspurnar Guðjóns Hjörleifssonar, 3. mál frá fundi bæjarráðs þann 12. júlí sl.

8. mál.

Fyrir lá bréf frá Brimhóli hf., dags. 25. október sl., vegna forkaupsréttar á mb. Maríu Pétursdóttur Ve 14.

Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti.

9. mál.

Fyrir lá bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 16. nóvember sl., þar sem fram koma upplýsingar vegna fjárhagsáætlunargerðar ársins 2005.

Bæjarráð vísar erindinu eftir því sem við á, til gerðar fjárhagsáætlunar 2005.

10. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. október sl., vegna endurgreiðslu virðisaukaskatts af slökkviliðsbifreiðum og tækjabúnaði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort Vestmannaeyjabær eigi rétt á endurgreiðslu vegna kaupa á tækjabúnaði.

11. mál.

Fyrir lá bréf frá Fjármálaeftirlitinu, dags. 22. október sl., um leiðbeinandi tilmæli um rekstur upplýsingakerfa eftirlitsskyldra aðila.

12. mál.

Fyrir lá beiðni frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, dags. 21. október sl., um fjárveitingu á árinu 2005 vegna utanhússframkvæmda á fjölbýlishúsinu Áshamri 75.

Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir kostnaði vegna utanhússframkvæmda á Áshamri 75 í fjárhagsáætlun 2005. Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að undirbúa viðræður við félagsmálaráðuneytið vegna áhvílandi veðskulda Íbúðarlánasjóðs á fasteigninni.

13. mál.

Fyrir lá bréf frá þvottahúsinu Straumi, dags. 28. október sl., vegna þeirrar starfsemi og þjónustu sem fyrirtækið býður upp.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka saman upplýsingar úr bókhaldi um fyrirliggjandi skiptingu útgjalda vegna þessa kostnaðarliðs hjá stofnunum bæjarins.

14. mál.

Fyrir lá bréf frá Jóhanni Ævari Jakobssyni, dags. 26. október sl., vegna þátttöku Vestmannaeyjabæjar í menningarnótt.

15. mál.

Fyrir lá beiðni um áfengisleyfi frá:

a) Alþýðuhúsinu.

b) Oddfellowhúsinu.

Bæjarráð samþykkir erindin að því tilskyldu að aðrir aðilar sem um slík leyfi fjalla samþykki þau einnig.

16. mál.

Fyrir lá bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 5. nóvember sl., vegna endurskoðunar á framlagi vegna sérþarfa fatlaðra nemenda.

17. mál.

Fyrir lá erindi um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2005, dags. 1. nóvember sl.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

18. mál.

Samningamál.

19. mál.

Fyrir lá bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 25. október sl., vegna endurskoðunar á samgönguáætlun.

20. mál.

Fyrir lá fundargerð 379. stjórnarfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga frá 20. október sl.

21. mál.

Fyrir lá fundargerð 69. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 2. nóvember sl.

22. mál.

Fyrir lá bréf frá Umhverfisnefnd Alþingis dags. 15. nóv. sl. þar sem leitað er umsagnar um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingarlögum.

23. mál.

Fyrir lá bréf frá Reikningsskila- og upplýsinganefnd dags. 11. nóv. sl. þar sem gerð er grein fyrir breytingum á reglum um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga.

24. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 9. nóv. sl. þar sem kynnt er niðurstaða grunnskólaþings sveitarfélaga 26. mars sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.00.

Arnar Sigurmundsson

Stefán Jónasson

Elliði Vignisson

Bergur E. Ágústsson


Jafnlaunavottun Learncove