Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2742
BÆJARRÁÐ
2742. fundur.
Ár 2004, mánudaginn 19. október kl. 12.00 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Viktor S. Pálsson.
Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Í framhaldi af bókun meirihluta bæjarstjórnar á síðasta bæjarstjórnarfundi um atkvæðagreiðslu á meðal bæjarbúa um hvort að Vestmannaeyjabær skuli einn og sér eða í samstarfi með öðrum fjármagna nauðsynlegar rannsóknir á botnlögum milli lands og Eyja í tengslum við hugsanleg jarðgöng, samþykkir bæjarráð að setja á fót starfshóp er hafi það hlutverk að undirbúa þá spurningu sem lögð verður fyrir alla kosningabæra íbúa í Vestmannaeyjum og að leggja fram tillögur um framkvæmd og tilhögun atkvæðagreiðslunnar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og tilnefnir þá Andrés Sigmundsson, Arnar Sigurmundsson og Viktor S. Pálsson.
2. mál.
Í framhaldi af bókun minnihluta bæjarstjórnar á síðasta bæjarstjórnarfundi samþykkir bæjarráð að boða til óformlegs vinnufundar um samgöngumál, til fundarins skal boða bæjarstjórnarfulltrúa og bæjarstjóra.
3. mál.
Fyrir lá verksamningur milli Vestmannaeyjabæjar og Eyjatölva vegna tölvukaupa.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning, en hann rúmast innan samþykktar fjárhagsáætlunar.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 12.45.
Andrés Sigmundsson
Stefán Jónasson
Arnar Sigurmundsson
Viktor S. Pálsson