Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2735

09.08.2004

BÆJARRÁÐ

2735. fundur.

Ár 2004, mánudaginn 9. ágúst kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Lúðvík Bergvinsson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Andrés Sigmundsson kosinn formaður bæjarráðs.

2. mál.

Fyrir lá samþykkt bæjarráðs og bæjarstjórnar um álagningu gjalda ársins 2004.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2005 og leggja fram tekjuáætlun sem gerð verður nánari grein fyrir í bæjarráði á síðari stigum.

3. mál.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir starfsemi undirbúningshóps vegna þátttöku Vestmannaeyjabæjar í menningarnótt Reykjavíkurborgar 21. ágúst nk., kostnaðaráætlun vegna þátttöku bæjarins er áætlaður 1,5 til 2 milljónir króna.

Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir kostnaðinum við endurskoðun fjárhagsáætlunar.

4. mál.

Að beiðni bæjarráðsmannsins Arnars Sigurmundssonar, tók bæjarráð til umfjöllunar annars vegar meðferð og afgreiðslu bréfs Trausta Þorsteinssonar, dags. 4. maí, varðandi Birkihlíð 8 og hins vegar almenna meðferð og móttöku bréfa sem til bæjarráðs/bæjarstjórnar eða Vestmannaeyjabæjar/bæjaryfirvalda berast og varða fjárhagslega hagsmuni bæjarins.

Bæjarráð mun ræða málið frekar á næsta fundi sínum.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum, dags. 28. júlí sl., þar sem farið er fram á umsögn bæjarins vegna viðbótar við veitingarleyfi fyrir veitingarstaðinn Cafe Maria (efri hæðin).

Bæjarráð mælir með fyrir sitt leyfi að gefið verði út bráðabirgðaleyfi í einn mánuð eða þar til endanleg afgreiðsla liggur fyrir hjá umhverfis- og skipulagsráði Vestmannaeyjabæjar.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá Eimskip, dags. 30. júlí sl., vegna skipulagsbreytinga á allri flutningastarfsemi félagsins.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá Brunabótafélagi Íslands, dags. 27. júlí sl., vegna ágóðahlutagreiðslu 2004, en í hlut Vestmannaeyjabæjar komu 12.039.000 krónur.

8. mál.

Fyrir lá 6. mál fundargerðar skólamálaráðs frá 13. júlí sl. sem frestað var á fundi bæjarráðs, nr. 2733, þann 19. júlí sl.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu allt að 1.3 milljónir til kaupa á nýjum ljósritunarvélum í Hamarsskóla og Ráðhúsinu, gert verður ráð fyrir fjárhæðinni við endurskoðun fjárhagsáætlunar.

9. mál.

Fyrir lá erindi vegna fyrirhugaðrar byggingar dælustöðvar fyrir fráveitu við Friðarhöfn, dags. 7. ágúst sl.

Bæjarráð samþykkir erindið og fellst á að fresta framkvæmdum við gatnagerð að fjárhæð 2,4 milljónir og hækka fjárframlög til fráveitu um sömu upphæð.

10. mál.

Samningamál.

11. mál.

Fyrir lá fundargerð menningarmálanefnd frá 26. júlí sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.07.

Andrés Sigmundsson

Lúðvík Bergvinsson

Arnar Sigurmundsson

Bergur Elías Ágústsson


Jafnlaunavottun Learncove