Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2734

26.07.2004

BÆJARRÁÐ

2734. fundur.

Ár 2004, mánudaginn 26. júlí kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Elsa Valgeirsdóttir og Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá bréf frá samgönguráðuneytinu, dags. 7. júlí sl., vegna tilnefningar Bergs Elíasar Ágústssonar í starfshóp sem fjalla á um samgöngur til Vestmannaeyja.

2. mál.

Fyrir lá bréf frá Olíufélaginu ehf., dags. 21. júlí sl., vegna verðlagningar eldsneytis á þjónustustöð félagsins í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð vekur athygli á þeirri staðreynd að Vestmannaeyjar hafi löngum verið umfangsmiklir kaupendur af bensíni og olíuvörum. Í ljósi þessa ítrekar bæjarráð samþykkt bæjarstjórnar frá 30. júní sl. um sanngjarnt verð á eldsneyti til íbúa og fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að fylgja málinu ennfrekar eftir.

3. mál.

Fyrir lágu þrjú bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum;

a) bréf dags. 21. júlí sl., þar sem farið er fram á umsögn bæjarins vegna umsóknar fyrir veitingastofu að Bárustíg 1.(Bjössabar)

Bæjarráð mælir með fyrir sitt leyfi að gefið verði út bráðabirgðaleyfi í einn mánuð eða þar til endanleg afgreiðsla liggur fyrir hjá umhverfis- og skipulagsráði Vestmannaeyjabæjar.

b) bréf dags. 22. júlí sl., þar sem farið er fram á umsögn bæjarins vegna umsóknar fyrir veitingastofu að Bárustíg 2.(Drífandinn)

Bæjarráð mælir með fyrir sitt leyfi að gefið verði út bráðabirgðaleyfi í einn mánuð eða þar til endanleg afgreiðsla liggur fyrir hjá umhverfis- og skipulagsráði Vestmannaeyjabæjar.

c) bréf dags. 22. júlí sl., þar sem farið er fram á umsögn bæjarins vegna umsóknar ÍBV-íþróttafélags til að halda þjóðhátíð í Herjólfsdal daganna 30 júlí til 1. ágúst nk

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.

4. mál.

Fyrir lágu umsóknir um leyfi til áfengisveitinga frá Þresti Bjarnhéðinssyni Johnsen vegna Bárustígs 2:

a) Veitingastofan Drífandinn.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.

b) Hótel Eyjar.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá “Hinsegin dögum í Reykjavík”, dags. 8. júlí sl., vegna umsóknar um styrk til hátíðarhalda.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

6. mál.

Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs frá 15. júlí sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.08.

Bergur Elías Ágústsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)


Jafnlaunavottun Learncove