Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2733
BÆJARRÁÐ
2733. fundur.
Ár 2004, mánudaginn 19. júlí kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Guðjón Hjörleifsson og Viktor S. Pálsson.
Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 12. júlí sl., vegna staðfestingar á samþykkt um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarskapa bæjarstjórnar.
2. mál.
Fyrir lágu drög af samningi við Teiknistofu PZ ehf., vegna hönnunar, ráðgjafar o.fl. við utanhússframkvæmdir á fjöleignarhúsinu Áshamri 75.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
3. mál.
Fyrir lá erindi frá Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja, dags. 13. júlí sl., vegna verkefnisins “Brautargengi”.
Bæjarráð samþykkir að styrkja hvern þátttakanda að hámarki 40. þús. kr. og að gera ráð fyrir kostnaði við endurskoðun fjárhagsáætlunar þegar fjöldi þátttakenda liggur fyrir, en miðað er við að fjöldi þátttakanda verði ekki fleiri en fimmtán.
4. mál.
Fyrir lá tölvupóstur frá Skipulagsstofnun til allra sveitarfélaga, dags. 16. júlí sl., vegna úrskurðar um samhliða afgreiðslu aðalskipulags og deiliskipulags.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og skipulagsráðs.
5. mál.
Fyrir lá erindi frá Grétari Jónatanssyni, dags. 19. júlí sl., vegna miðbæjarsvæðisins.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindnu til umhverfis- og skipulagsráðs.
6. mál.
Fyrir lá bréf frá ÍBV-íþróttafélagi, dags. 19. júlí sl., vegna þjóðhátíðar í Eyjum.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að ganga frá leyfi vegna þjóðhátíðarhalds og jafnframt að skrifa dómsmálaráðherra bréf þar sem farið verði fram á að jafnræðis verði gætt vegna löggæslukostnaðar milli hinna ýmsu sveitarfélaga og viðburða sem haldnir eru um allt land.
7. mál.
Fyrir lá fundargerð 715. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. júní sl.
8. mál.
Fyrir lá fundargerð skólamálaráðs frá 13. júlí sl.
Vegna 6. máls er bæjarráð hlynnt erindinu en frestar afgreiðslu þar til kostnaðartölur liggja fyrir, að öðru leyti samþykkir bæjarráð fundargerðina.
9. mál.
Fyrir lá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 15. júlí sl.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.22.
Viktor Stefán Pálsson (sign.)
Andrés Sigmundsson (sign.)
Stefán Jónasson (sign.)
Guðjón Hjörleifsson (sign.)