Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2732
BÆJARRÁÐ
2732. fundur.
Ár 2004, mánudaginn 12. júlí kl. 13.00 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Guðjón Hjörleifsson og Viktor S. Pálsson.
Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fyrir lá bréf frá menntamálaráðuneytinu, dags. 6. júlí sl., vegna úttektar á starfsemi allra leik-, grunn- og framhaldsskóla í Vestmannaeyjum, svo og starfsemi tónlistarskólans jafnhliða úttekt á íþrótta- og æskulýðsmálum.
“Bæjarráð lýsir ánægju sinni með ákvörðun og jákvæða undirtekt ráðuneytisins vegna fyrirhugaðrar úttektar á skólastarfsemi í Vestmannaeyjum. Bæjarráð telur úttektina til þess fallna að bæta það góða skólastarf sem unnið er í Vestmannaeyjum. Meginþættir úttektarinnar snúa að því að stuðla að bættum árangri í starfi þeirra og auka samhæfingu við íþrótta- og tómstundastarf í Vestmannaeyjum.”
2. mál.
Guðjón Hjörleifsson bæjarráðsmaður lagði fram svohljóðandi tillögu:
“Bæjarráð samþykkir að slétta svæðið í austur hluta Helgafells (þar sem áður var sorpgryfjan) og gera að útivistarsvæði, ásamt því að gera göngustíg frá því svæði upp á topp Helgafells. Jafnframt verði gígbotn Helgafells sléttur og lagfærður .
Aðstaða verði gerð á þessum stöðum í samræmi við það sem gerist annars staðar á útivistarsvæðum (fólkvöngum).
Hér er um 2 fallega staði að ræða og hægt að gera mjög fallega fjölskyldu- og ferðamannavæna útivistarsvæði. Gamla veginn má gera að göngustíg en mikilvægt er jafnframt að gera bílastæði austan hans, ásamt því að svæðið verði grætt upp.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs framgang málsins.”
Bæjarráð samþykkir að leita álits framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs á tillögunni varðandi framkvæmdir og kostnað.
3. mál.
Guðjón Hjörleifsson bæjarráðsmaður lagði fram svohljóðandi tillögu:
“Bæjarráð felur tómstunda- og íþóttafulltrúa að kanna hvaða möguleikar eru á því að halda Landsmóti UMFÍ í Vestmannaeyjum.
Hver yrði kostnaður Vestmannaeyjabæjar, hvaða uppbygging þyrfti að fara fram í viðbót við myndarlega uppbyggingu íþróttamannvirkja svo og hvort þetta sé hagkvæmt fyrir bæjarfélagið til lengri tíma litið.”
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
4. mál.
Fyrir lá uppgjör, dags. 3. júlí sl., vegna framkvæmda og fjármögnunar við fljóðlýsingu Heimakletts.
Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir auknum kostnaði Vestmannaeyjabæjar vegna verkefnisins, að fjárhæð 730 þús.kr. sem gert verður ráð fyrir í endurskoðaðri fjárhagsáætlun.
5. mál.
Fyrir lá bréf frá Alþingi, dags. 8. júlí sl., þar sem leitað er umsagnar bæjarins vegna frumvarps til útvarpslaga og samkeppnislaga.
6. mál.
Fyrir lá bréf frá Skeljungi hf., dags. 2. júlí sl., vegna ályktunar bæjaryfirvalda um eldsneytisverð í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð vekur athygli á þeirri staðreynd að Vestmannaeyjar hafi löngum verið umfangsmiklir kaupendur af bensíni og olíuvörum. Í ljósi þessa ítrekar bæjarráð samþykkt bæjarstjórnar frá 30. júní sl. um sanngjarnt verð á eldsneyti til íbúa og fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að fylgja málinu ennfrekar eftir.
7. mál.
Fyrir lá bréf frá menntamálaráðuneytinu, dags. 1. júlí sl., vegna tilnefningar í skólanefnd Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.
Bæjarstjórn hefur þegar tilefnt fulltrúa bæjarins í nefndina.
8. mál.
Fyrir lágu tvö bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga:
a) Fundargerð 194. fundar Launanefndar sveitarfélaga frá 30. júní sl.
b) Bréf dags. 5. júlí sl., um viðmiðunarreglur vegna nemenda sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags.
9. mál.
Samningamál.
10. mál.
Fyrir lá fundargerð stjórnar Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja frá 9. júlí sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 13.35.
Andrés Sigmundsson (sign.)
Stefán Jónasson (sign.)
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Viktor S. Pálsson (sign.)