Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2729
BÆJARRÁÐ
2729. fundur.
Ár 2004, föstudaginn 25. júní kl. 12.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Bergur Elías Ágústsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fundur með nokkrum íbúðareigendum í næsta nágrenni Hallarinnar skv. 5 máli í fundargerð bæjarráðs frá 21 júní 2004.
2. mál.
Fyrir lá tölvupóstur frá Vegagerðinni vegna afleysingaskips vegna slipptöku Herjólfs á tímabilinu 19. september til 3. október nk. Óskað er eftir umsögn bæjarráðs varðandi Eistneskrar farþegaferju að nafni St. Ola. Flutningsgeta St. Ola er svipuð flutningsgetu Herjólfs og er ganghraði skipsins um 15 hnútar.
Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga samþykkir bæjarráð ofangreindar ráðstafanir Vegagerðarinnar.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. .
Andrés Sigmundsson (sign.)
Stefán Jónasson (sign.)
Arnar Sigurmundsson (sign.)
Bergur Elías Ágústsson (sign.)