Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2728

21.06.2004

BÆJARRÁÐ

2728. fundur.

Ár 2004, mánudaginn 21. júní kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Bergur Elías Ágústsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá bréf frá Lögmönnum Vestmannaeyjum, dags. 14. júní sl., vegna opnunartíma veitinga- og skemmtistaðanna Lundans og Prófastsins.

Bæjarráð frestar erindinu, en jafnframt er bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um málið í samræmi við umræður á fundinum.

2. mál.

Fyrir lá drög að endurnýjuðum samningum vegna bónunar á gólfdúkum í stofnunum bæjarins.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi verksamninga.

3. mál.

Fyrir lá dreifibréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 15. júní sl., vegna sölu þeirra á fasteignum sem nauðsynlegar eru til að sveitarfélög geti rækt lögskyld verkefni sín.

Komi til þess að Vestmannaeyjabær selji hluta af fasteignum sínum gegn 30 ára leigusamningi, mun sveitarfélagið uppfylla skilyrði í samræmi við ofangreint erindi.

4. mál.

Fyrir lá beiðni um aukafjárveitingu frá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyja, dags. 15. júní sl., vegna skipulagsgjalds vegna nýja íþróttahússins

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar gjaldinu að upphæð 1.163.764.- kr til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá nokkrum íbúðareigendum í næsta nágrenni Hallarinnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með bréfriturum.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá Verk- og tæknifræðingafélagi Íslands, dags. 15. júní sl., þar sem farið er fram á stuðning.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

7. mál.

Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, vegna opnunar nýs húsnæðis.

8. mál

Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Umhverfisnefnd Evrópusamtakanna.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

9. mál

Fyrir lágu upplýsingar vegna 6. máls bæjarráðs frá 14 júní.

Í ljósi nýrra upplýsinga mun bæjarráð fjalla nánar um málið á næsta fundi.

10. mál

Fyrir lá ársreikningur Lúðrasveitar Vestmannaeyja.

11. mál.

Fyrir lá fundargerð menningarmálanefndar frá 18. júní sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina og tekur undir fyrsta mál Menningamálanefndar vegna velheppnaðrar hátíðarhalda á 17 júní.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18:19.

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)


Jafnlaunavottun Learncove