Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2727
BÆJARRÁÐ
2727. fundur.
Ár 2004, mánudaginn 14. júní kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Bergur Elías Ágústsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fyrir lá eftirfarandi tillaga frá Andrési Sigmundssyni og Stefáni Jónarssyni.
Bæjarráð Vestmannaeyja mótmælir harðlega þeirri ákvörðun samgönguráðherra að ganga framhjá rétt kjörnum bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum við skipun nefndar um skoðun á framtíðar valkostum í samgöngum við Vestmannaeyjar.
Bæjarráð lýsir mikilli undrun á þessum vinnubrögðum og telur þau ekki við hæfi þegar um samskipti ríkis og sveitarfélaga er að ræða.
Bæjarráð hvetur samgönguráðherra til að endurskoða ákvörðun sína og veita bæjarstjórn Vestmannaeyja möguleika á því að tilnefna einn fulltrúa til viðbótar í nefndina, sem þrátt fyrir allt er tilbúin til samstarfs. Samgöngur við Vestmannaeyjar eru eitt stærsta hagsmunamál Eyjanna og því verða rétt kjörin yfirvöld í Vestmannaeyjum að fá tækifæri til að hafa sinn fulltrúa í slíkri nefnd og á þann hátt að koma sjónarmiðum sínum að. Annað er fráleitt.
Arnar Sigurmundsson óskar bókað
Er sammála þeim hluta tillögunar sem snýr að samstarfi bæjarstjórnar Vestmannaeyja og hinnar nýskipuðu samgöngunefndar samgönguráðherra. Vek jafnframt athygli á þeirri staðreynd að meðal fimm nefndarmanna eru tveir fyrrverandi bæjarstjórar í Vestmannaeyjum. Legg mikla áherslu á að Vestmannaeyjabær eigi greiðan aðgang að nefndarstarfinu og eigi þess kost að tilnefna fulltrúa til að starfa með nefndinni. Fyrri samgöngunefnd samgönguráðherra sem, lauk störfum í mars 2003 skilaði ýtarlegum tillögum um bættar samgöngur við Vestmannaeyjar og safnaði saman mjög víðtækum upplýsingum um stöðu þessa mikilvæga málaflokks fyrir þróun byggðar í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
2. mál.
Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. júní sl., vegna útgáfu norræns hugmyndaheftis um staðardagskrá 21.
Bæjarráð vísar erindinu til Umhverfisnefndar.
3. mál.
Fyrir lá skýrsla frá Hafnarsambandi sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar skýrslunni til Hafnarstjórnar.
4. mál.
Fyrir lá bréf frá Áslaugu Rut Áslaugsdóttur, dags. 10. júní sl., vegna fyrirhugaðrar leigu á a.m.k. 12 íbúðum í Áshamri 75 til ÍBV-Íþróttafélagsins.
Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir góðar ábendingar og vísar þeim til væntanlegra viðræðna við ÍBV íþróttafélag.
5. mál.
Fyrir lá bréf frá ÍBV-Íþróttafélagi þar sem farið er fram á áfengisleyfi vegna skemmtunar föstudaginn 25. júní nk. í Týrsheimilinu.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla samþykki það einnig.
6. mál.
Fyrir lá bréf frá íþróttakennurum grunnskóla bæjarins, dags. 8. júní sl., vegna hávaðamengunnar í nýja sal íþróttamiðstöðvarinnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsingar um stöðu málsins og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
7. mál.
Fyrir lá beiðni frá ÍBV-íþróttafélagi, dags. 10. júní sl., þar sem farið er fram á leyfi til skemmtanahalds vegna Jónsmessu 2004.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en er reiðubúið að samþykkja aðra staðsetningu vegna fyrirhugaðs skemmtanahalds.
8. mál.
Bæjarráð hefur samið kjörskrá vegna forsetningakosninga 26. júní 2004 á grundvelli
kjörskrárstofna Hagstofu Íslands sbr. 22. gr. kosningalaga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita kjörskrána sbr. 2. mgr. 24. gr. sömu laga.
9. mál.
Borist hafa 3 bréf frá Hagstofu Íslands þar sem fram kemur að 3 kjósendur hafi ranglega verið settir á kjörskrárstofn í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð hefur tekið tillit til þessara mistaka og gert viðeigandi leiðréttingar áður
en kjörskrá var samin.
10. mál.
Fyrir lá bréf frá framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs um styrkveitingu vegna fyrirhugaðrar “Jónsmessugöngu” þann 24. júní nk.
Bæjarráð fagnar góðri hugmynd og samþykkir að greiða kostnað vegna leiðsögumanns og laun starfsmanna sundlaugar þann tíma sem aukaopnun vegna göngunnar krefst.
11. mál.
Fyrir lá bréf frá Landssamtökum lífeyrissjóða.
12. mál.
Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs, frá 9. júní sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina
13. mál.
Fyrir lá fundargerð skólamálaráðs, frá 8. júní sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina
14. mál.
Fyrir lá fundargerð menningarmálanefndar frá 11. júní sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.25.
Andrés Sigmundsson (sign.)
Stefán Jónasson (sign.)
Arnar Sigurmundsson (sign.)
Bergur Elías Ágústsson (sign.)