Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2725
BÆJARRÁÐ
2725. fundur.
Ár 2004, þriðjudaginn 1. júní kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fyrir lá kaupsamningur og afsal vegna sölu á fasteigninni Skólavegi 1, Vestmannaeyjum til Brands ehf.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kaupsamning og afsal vegna sölu á eignarhluta bæjarins í Skólavegi 1 á 4,2 m.kr.
2. mál.
Fyrir lá úrskurður úrskurðarnefndar skv. 31. gr. l. nr. 7/1998 vegna álagningar sorpeyðingargjalda frá árinu 2000.
Vegna fyrirliggjandi úrskurðar samþykkir bæjarráð að fela framkvæmdstjórum umhverfis- og framkvæmdasviðs og stjórnsýslu- og fjármálasviðs að leggja fram tillögu að framtíðarskipan við álagningu sorpgjalda.
3. mál.
Fyrir lá bréf frá Lögmönnum Vestmannaeyjum, dags. 24. maí sl., vegna Vesturvegar 25b.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til félagsmálaráðs.
4. mál.
Fyrir lá bréf frá Vinnumálastofnun, dags. 21. maí sl., vegna umsókna um styrki til sérstakra verkefna á vegum Svæðisvinnumiðlunar Suðurlands.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs framganga málsins.
5. mál.
Fyrir lá bréf frá starfshópi um kálæxlaveiki, dags. 24. maí sl., þar sem óskað er eftir
samstarfi við sveitarfélög.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar.
6. mál.
Fyrir lá bréf frá Sjóvá-Almennum, dags. 24. maí sl., vegna sveitarstjórnartrygginga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu, en í gildi er samningur um tryggingar bæjarins við TM hf.
7. mál.
Fyrir lá bréf frá foreldrafélagi Rauðagerðis, dags. 25. maí sl., vegna fyrirhugaðrar byggingar á nýjum leikskóla.
Bæjarráð vísar til þess að bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar hefur boðað til fundar nk. fimmtudag með foreldrum og forráðamönnum leikskólabarna í Vestmannaeyjum þar sem gerð verður grein fyrir þeirri undirbúningsvinnu sem átt hefur sér stað vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs leikskóla.
8. mál.
Fyrir lá bréf frá Tónsmíðafélagi Vestmannaeyja, dags. 26. maí sl., þar sem farið er fram á fjárhagsstyrk vegna “Eyjavision” sönglagakeppni um þjóðhátíðarlag 2004.
Bæjarráð samþykkir að styrkja félagið um 30 þús.kr. að þessu sinni.
9. mál.
Fyrir lá bréf frá Lúðrasveit Vestmannaeyja, dags. 24. maí sl., þar sem farið er fram á fjárhagsstyrk vegna landsmóts SÍL í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð samþykkir að styrkja sveitina um 30 þús.kr.
10. mál.
Fyrir lágu tillögur Frosta Gíslasyni, vegna staðsetningar á nýjum leikskóla, sbr. 1. mál bæjarráðs 27. maí sl.
11. mál.
Fyrir lágu upplýsingar um Blátind, vegna 23. máls bæjarráðs frá 10. maí sl.
12. mál.
Fyrir bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 1. júní sl., þar sem farið er fram á umsögn bæjarins vegna umsóknar um leyfi til veitingasölu á vegum Kaffi-Skans.
Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.41.
Andrés Sigmundsson (sign.)
Stefán Jónasson (sign.)
Arnar Sigurmundsson (sign.)
Bergur Elías Ágústsson (sign.)