Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2723
BÆJARRÁÐ
2723. fundur.
Ár 2004, mánudaginn 17. maí kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Elliði Vignisson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Bæjarráð óskar nýbökuðum deildar- og bikarmeisturum ÍBV-kvenna í handknattleik til hamingju með Íslandsmeistaratitil um síðustu helgi.
2. mál.
Á fund bæjarráðs komu Magnús Kristinsson, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson og Ægir Páll Friðbertsson til að ræða um sjávarútveginn í Vestmannaeyjum, stöðu hans í dag og framtíðarhorfur.
Bæjarráð þakkar fundarmönnum fyrir gagnlegan fund, en bæjarráð mun fjalla áfram um málið.
3. mál.
Fyrir lágu drög að úttekt bæjarstjóra vegna samanburðar á fjárhagslegum valkostum vegna byggingu nýs leikskóla í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa kynningarfund fyrst fyrir fagaðila innan bæjarins og síðar fyrir aðal- og varabæjarfulltrúa.
Elliði Vignisson óskar bókað:
“Tel að margt þurfi að athuga frekar hvað varðar þá útreikninga sem hér hafa verið lagðir fram og forsendur þeirra.
Greinilegt er að núverandi meirihluti Lúðvíks Bergvinssonar og Andrésar Sigmundssonar hefur ákveðið að byggja 6-7 deilda leikskóla enda hefur forseti bæjarstjórnar lýst því opinberlega að slík ákvörðun hafi verið tekin.
Umdeilanlegt er að slík framkvæmd sé sú heppilegasta í stöðunni og þá sérstaklega þegar horft er til faglegra og félagslegra sjónarmiða. Vegna ummæla fulltrúa V- listans á seinsta bæjarstjórnarfundi um að faghópur skipaður m.a. leikskólastjórum hafi lagt til að reistur yrði 6-7 deilda leikskóli óska ég eftir því að skýrsla eða niðurstöður þessa vinnuhóps verði lögð fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Tek frekari afstöðu til málsins á næsta bæjarstjórnarfundi.”
Andrés Sigmundsson og Stefán Ó. Jónasson óska bóka:
“Öll vinna vegna fyrirhugaðrar byggingu nýs leikskóla hefur verið mjög vönduð. Fagleg sjónarmið hafa ráðið ferðinni. Eins og fram kemur í ákvörðun bæjarráðs hér að framan verður málið kynnt fyrir fagaðilum og aðal- og varabæjarfulltrúum á næstu dögum. Það er mikið tilhlökkunarefni að nú styttist í ákvörðun um byggingu nýs leikskóla í Vestmannaeyjum. Hugleiðingar Elliða og bollaleggingar hans eru í hæsta máta broslegar. Það er farið að hvarfla að okkur að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki byggingu nýs leikskóla fyrir börnin í Eyjum. En því trúum við vart.”
4. mál.
Svohljóðandi tillaga barst frá Stefánii Jónassyni og Andrési Sigmundssyni, bæjarráðsmönnum:
“Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að undirbúa þátttöku bæjarins í sýningunni Vor í Eyjum, sem haldin verður í byrjun júní nk.”
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Elliði Vignisson óskar bókað:
“Samþykki tillöguna en vek athygli á því að gert er ráð fyrir þessari framkvæmd í fjárhagsáætlun og í allnokkurn tíma hefur legið fyrir þátttaka í þessari sýningu. Jafnframt er ljóst að starfsmenn Vestmannaeyjabæjar eru þegar farnir að vinna að undirbúningi sýningarinnar. Furða mig því á að framkvæmdaratriði sem þetta skuli vera tekið fyrir á fundi bæjarráðs.”
Andrés Sigmundsson og Stefán Ó. Jónasson óska bókað:
“Ástæðan fyrir tillögu okkar er afar einföld og skýr. Bás bæjarins á sýningunni Vor í Eyjum hefur ekki verið nýttur sem skildi mörg undanfarin ár. Á því verður nú breyting og þess vegna er tillagan flutt.”
5. mál.
Fyrir lágu drög að samkomulagi við Hitaveitu Suðurnesja hf., vegna umsýslu Vestmannaeyjabæjar á vatnsgjaldi.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag.
6. mál.
Fyrir lá erindi frá ÍBV-íþróttafélagi vegna ferðafyrirkomulags Herjólfs fyrir og eftir næstkomandi verslunarmannahelgi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með bæjarráði og Vegagerðinni, þar sem tillaga þessi verður m.a. lögð fram.
7. mál.
Fyrir lá tölvupóstur frá Benjamín Axel Árnasyni, dags. 14. maí sl., vegna útgáfu á tímaritinu “Fótboltasumarið 2004”.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
8. mál.
Fyrir lá viðaukasamningur við ÍBV-íþróttafélag, dags. 13. janúar sl., vegna rekstur íþróttavalla bæjarins.
Bæjaráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
9. mál.
Fyrir lá fundarboð vegna aðalfundar Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari með atkvæði Vestmannaeyjabæjar á komandi aðalfundi Visku.
10. mál.
Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 4. maí sl., vegna jafnréttisáætlunar.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til jafnréttisnefndar.
11. mál.
Fyrir lá bréf frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, dags. 5. maí sl., vegna ályktana sem samþykktar voru á 67. íþróttaþingi ÍSÍ sem haldið var þann 24. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til íþrótta- og æskulýðsráðs.
12. mál.
Fyrir lá erindi frá Söngkvartettinum, þar sem óskað er eftir styrk til tónleikahalds í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
13. mál.
Fyrir lágu upplýsingar vegna 13. máls bæjarráðs frá 10. maí sl., þar sem bæjarráð frestaði afgreiðslu um beiðni til aukafjárveitingar til að merkja stofnanir bæjarins.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2005.
14. mál.
Fyrir lá bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 7. maí sl., vegna kynningar á skýrslu um viðbúnað og viðbrögð vegna Víkartinds.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar.
15. mál.
Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 13. maí sl., þar sem óskað er eftir umsögn vegna endurnýjunar vegna leyfis fyrir Lanterna.
Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.
16. mál.
Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 11. maí sl., vegna afgreiðslu ársreikninga sveitarfélaga.
17. mál.
Ákvörðun um næstu bæjarstjórnarfundi.
Bæjarráð samþykkir að fresta ákvörðun til næsta bæjarráðsfundar.
18. mál.
Samningamál.
19. mál.
Fyrir lágu upplýsingar frá Bergi Ágústssyni vegna fyrirspurnar í 8. máli síðasta bæjarráðs frá 10. maí sl.
20. mál.
Fyrir lá fundargerð stjórnar Nýsköpunarstofu frá 12. maí sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
21. mál.
Fyrir lá fundargerð íþrótta- og æskulýðsráðs frá 10. maí sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina, en tekur fram að í 8. máli gerir bæjarráð það að skilyrði að sótt sé um öll tilskilin leyfi.
22. mál.
Fyrir lá fundargerð landnytjanefndar frá 13. maí sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
23. mál.
Fyrir lá fundargerð umhverfisnefndar frá 13. maí sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
24. mál.
Fyrir lá fundargerð skólamálaráðs frá 12. maí sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
25. mál.
Fyrir lá fundargerð hafnarstjórnar frá 13. maí sl.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.35.
Bergur Ágústsson (sign.)
Andrés Sigmundsson (sign.)
Stefán Jónasson (sign.)
Elliði Vignisson (sign.)