Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2721

03.05.2004

BÆJARRÁÐ

2721. fundur.

Ár 2004, mánudaginn 3. maí kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá samkomulag við eigendur Eystra Þórlaugargerðis vegna lóðarmarka, dags. 28. apríl sl.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag.

2. mál.

Svohljóðandi tillaga barst frá Arnari Sigurmundssyni:

“Bæjarráð samþykkir að fela fræðslu- og menningarsviði bæjarins í samstarfi við markaðsfulltrúa Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja að undirbúa dagskrá vegna árlegs goslokaafmælis laugardaginn 3. júlí 2004. Tillagan er flutt í framhaldi af samþykkt lokafundar 30 ára goslokanefndar 13. október sl. og miðar að því að festa enn frekar goslokahátíð sem árvissan atburð og efla um leið markaðssetningu á Vestmannaeyjum.”

Greinargerð:

Eyjamenn hafa minnst gosloka á Heimaey 3. júlí 1973 á margvíslegan hátt á undanförnum árum. Sérstaklega var mikið í lagt þegar haldið var upp á 20 ára, 25 ára síðast en ekki síst 30 ára goslokaafmæli á síðasta ári. Þessi tillaga miðar að því að festa goslokahátíðina enn frekar í sessi. Leitað verði samstarfs eins og undanfarin ár við Sparisjóð Vestmannaeyja, vegna Sparisjóðsdagsins, og fyrirtækja í ferða- og veitingastarfsemi auk þeirra sem jafnan standa fyrir hversskonar menningarviðburðum í Vestmannaeyjum. Goslokahátíðin hefur með sérkennum sínum markað sín spor og hafa margir komið þar að verki. Fjölmargir hafa lagt leið sína til Eyja af þessu tilefni og er hátíðin markviss leið við markaðssetningu á Vestmannaeyjum. Verkefnið er ákjósanlegt samstarfsverkefni fræðslu- og menningarsviðs bæjarins og nýráðins markaðsfulltrúa Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni jafnframt til Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja.

Meirihluti bæjarráðs þakkar fyrir góða tillögu vegna goslokahátíðar og að vísa henni til framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs, sem nú þegar hefur hafið undirbúning að goslokahátíð sem haldin verður eins og jafnan áður þann 3. júlí. Nú þegar hefur verið ákveðið að halda í það form sem skapast hefur um hátíðina og búið er að ræða við nokkra aðila sem leikið hafa í króm.

Sömuleiðis er verið að vinna að þætti fyrir ungmenni bæjarins og ýmsum uppákomum s.s. við Stafkirkju og á Skansi, auk fyrirhugaðrar göngu á Heimaklett o.fl. Grunnhugmyndir hafa nú þegar verið reifaðar við markaðsfulltrúa Nýsköpunarstofu. Þessa vinnu hefur framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs leitt, enda var gert ráð fyrir þessari hátíð á fjárhagsáætlun yfirstandandi árs.

3. mál.

Fyrir lá fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. apríl sl.

4. mál.

Fyrir lá fundargerð stjórnar Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja frá 28. apríl sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

5. mál.

Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs frá 28. apríl sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina og tekur jafnframt undir þakkir til Starfsmannafélags Hraunbúða og Kiwanisklúbbsins Helgafells vegna veglegra gjafa til Hraunbúða.

6. mál.

Fyrir lá fundargerð landnytjanefndar frá 30. apríl sl.

Bæjarráð samþykkir að vísa 1. máli til skipulags- og byggingarnefndar, en frestar 2. máli og felur bæjarstjóra að leita með formlegum hætti eftir umsögnum hagsmunaaðila um bann við vetrarbeit hrossa. Bæjarráð samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

Fundi slitið kl. 18.26.

Bergur Ágústsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)


Jafnlaunavottun Learncove