Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2719

19.04.2004

BÆJARRÁÐ

2719. fundur.

Ár 2004, mánudaginn 19. apríl kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Elsa Valgeirsdóttir og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Í samræmi við 1. mál fundargerðar bæjarráðs nr. 2718, frá 13. apríl sl., lágu fyrir breytingar á fjárhagsáætlun Vestmannaeyjarbæjar og stofnana fyrir árið 2004, sem felst í að lántökur Vestmannaeyjabæjar hækka um 25,6 milljónir króna frá því sem samþykkt var í fjárhagsáætlun ársins 2004.

Bæjarráð samþykkir að vísa breytingunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2. mál.

Fyrir lá skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands vegna mats á þjóðhaglegri hagkvæmni Vestmannaeyjaganga.

Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að botnrannsóknir vegna gangagerðar milli lands og Eyja fari fram í sumar og treystir því að stjórnvöld sjái til þess að svo verði.

3. mál.

Fyrir lá erindi frá Knattspyrnusambandi Íslands, dags. 7. apríl sl., vegna átaks við byggingu sparkvalla.

Bæjarráð samþykkir að sækja um þrjá knattspyrnuvelli í samræmi við átak KSÍ.

4. mál.

Fyrir lágu starfsreglur fyrir Vinnuskóla Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi starfsreglur fyrir sitt leyti.

5. mál.

Fyrir lá erindi frá Halldóru K. Björnsdóttur, vegna framkvæmda við Kleifarhraun.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar.

6. mál.

Fyrir lá 9. mál fundargerðar bæjarráðs nr. 2711, frá 8. mars sl. vegna sögukorts Suðurlands.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu með fjárframlagi að upphæð kr. 200 þús. sem skiptist að jöfnu milli áranna 2004 og 2005.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá Héraðsnefnd Árnesinga, dags 30. mars sl., vegna búfjáreftirlits.

Bæjarráð samþykkir að tilnefnt verði í nefndina á næsta bæjarstjórnarfundi.

8. mál.

Fyrir lá bréf frá Hitaveitu Suðurnesja, dags. 19. apríl sl., vegna lagfæringar á sæstreng 1 frá Skansi að aðveitustöð Skildingavegi.

Bæjarráð samþykkir erindð fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs framgang málsins fyrir hönd bæjarins. Enda hefur framkvæmdin engan kostnað í för með sér fyrir Vestmannaeyjabæ.

9. mál.

Fyrir lá bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 7. apríl sl., vegna landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar.

10. mál.

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 6. apríl sl., þar sem farið er fram á umsögn vegna gistiskálans að Kirkjuvegi 28, Vestmannaeyjum.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.

11. mál.

Fyrir lá erindi frá Lions samtökunum vegna landsöfununar til styrktar langveikum börnum.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

12. mál.

Fyrir lá fundargerð 712. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. mars sl.

13. mál.

Fyrir lágu þrjú erindi frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga:

a) Fundargerð 375. stjórnarfundar SASS frá 2. apríl sl.

b) Bréf dags. 6. apríl sl, vegna tillögu um stofnkostnaðarþátttöku sveitarfélaga á Suðurlandi í Íþróttamiðstöð Íslands.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu, enda myndi það leiða til rúmlega 2 m.kr. útgjalda fyrir bæjarfélagið, þar af tæplega 800 þús. fyrsta árið. Bæjarráð telur það ekki hlutverk SASS að taka þátt í verkefnum að þessu tagi.

c) Greinargerð vegna sameiningar sveitarfélaga á Suðurlandi.

14. mál.

Fyrir lá fundargerð landnytjanefndar frá 16. apríl sl.

Bæjarráð samþykkir fundagerðina.

15. mál.

Fyrir lá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. apríl sl.

16. mál.

Fyrir lá fundargerð starfskjaranefndar frá 14. apríl sl.

Bæjarráð samþykkir fundagerðina.

Fundi slitið kl. 18.38.

Bergur Ágústsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)


Jafnlaunavottun Learncove