Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2718
BÆJARRÁÐ
2718. fundur.
Ár 2004, þriðjudaginn 13. apríl kl. 11.00 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Borist hafa fimm tilboð vegna lánaútboðs Vestmannaeyjabæjar, bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita nauðsynleg skjöl vegna útgáfunnar og sölu skuldabréfanna við MP-fjárfestingabanka, skv. neðangreindum hætti sem er í samræmi við tilboð MP-fjárfestingabanka.
Bæjarráð samþykkir að stofna rafrænan skráðan skuldabréfaflokk að fjárhæð 400 millj. króna til 20 ára. Höfuðstóll skuldarinnar skal endurgreiddur með jöfnum ársfjórðungslegum afborgunum. Skuldabréfaflokkurinn ber 4,50% fasta verðtryggða vexti sem greiddir eru á sömu dögum og afborganir. Heimilt er með samþykki bæjarráðs og bæjarstjórnar að auka við útgáfu skuldabréfa í flokknum í allt að 15 ár.
Bæjarráð samþykkir heimild til að að gefa út og selja skuldabréf að fjárhæð allt að 400 milljónir króna á innlendum markaði úr ofangreindum skuldabréfaflokki. Tilgangur útgáfunnar er að fjármagna framkvæmdir fyrir bæjarsjóð og stofnanir hans skv. fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2004 ásamt endurfjármögnun eldri lána
Arnar Sigurmundsson óskar bókað:
Samþykki ofangreinda lántöku að fjárhæð 400 milljónir króna, enda rúmast hún innan heimilda í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir 2004.
Fundi slitið kl. 11.47.
Bergur Ágústsson (sign.)
Andrés Sigmundsson (sign.)
Stefán Jónasson (sign.)
Arnar Sigurmundsson (sign.)