Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2717

05.04.2004

BÆJARRÁÐ

2717. fundur.

Ár 2004, mánudaginn 5. apríl kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Stefán Jónasson óskaði eftir umræðum um fjarveru bæjarfulltrúa á fundum bæjarstjórnar.

Stefán Jónasson óskar bókað:

Vegna umræðna á bæjarstjórnarfundi s.l. fimmtudag og ásakana fulltrúa minnihluta Sjálfstæðisflokksins um að Lúðvík Bergvinsson sem nú er í tveggja mánaðar fæðingarorlofi, væri á einhvern óeðlilegan hátt að fá greitt fé úr bæjarsjóði meðan hann er í fæðingarorlofi, vill undirritaður að það komi fram að Lúðvík þiggi engin laun eða aðrar greiðslur frá bæjarsjóði meðan hann tekur sitt lögbundna fæðingarorlof.

Arnar Sigurmundsson óskar bókað:

Fagna þessari yfirlýsingu Stefáns Jónassonar í umboði Lúðvíks Bergvinssonar. Um fjarveru bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundum eða í tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn gilda ákveðnar reglur í samræmi við bæjarmálasamþykkt. Vestmannaeyjabæjar.

2. mál.

Fyrir lá bréf sjávarútvegsráðuneytinu, dags. 31. mars sl., vegna úthlutunar á byggðakvóta.

3. mál.

Fyrir lágu svör vegna tveggja fyrirspurna frá síðasta fundi bæjarstjórnar þann 1. apríl sl.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 26. mars sl., vegna endurskoðunar á lögum um gatnagerðargjald.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá heilbrigðiseftirliti Suðurlands, dags. 30. janúar sl., sem barst Vestmannaeyjabæ 31. mars s.l. vegna tilhögunar á heilbrigðiseftirliti í Vestmannaeyjum.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 24. mars sl., vegna upplýsinga um lánsumsóknir árið 2004.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá Alþingi dags. 1. apríl sl., þar sem Vestmannaeyjabæ er veitt færi á að veita umsögn vegna frumvarpa til jarðar- og ábúðarlaga.

Bæjarráð vísar erindinu til landnytjanefndar.

8. mál.

Fyrir lá fundargerð 63. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 24. mars sl.

9. mál.

Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs frá 31. mars sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

10. mál.

Fyrir lá fundargerð Menningarmálanefndar frá 31. mars sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

11. mál.

Fyrir lá fundargerð íþrótta- og æskulýðsráðs frá 2. apríl sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

Fundi slitið kl. 18.40.

Bergur Ágústsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)


Jafnlaunavottun Learncove