Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2716

29.03.2004

BÆJARRÁÐ

2716. fundur.

Ár 2004, mánudaginn 29. mars kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lágu ársreikningar Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2003. Á fundinn mættu Hafsteinn Gunnarsson, endurskoðandi bæjarins og Magnús Þorsteinsson, aðalbókari bæjarins og gerðu grein fyrir helstu niðurstöðum úr samstæðureikningi bæjarins.

Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til skoðunarmanna bæjarins og til fyrri umræðu bæjarstjórnar.

2. mál.

Á fund bæjarráðs kom Sigurjón Haraldsson, nýráðinn forstöðumaður Nýsköpunarstofu og rædd voru málefni stofunnar og aðkomu hennar að atvinnulífi Eyjanna.

3. mál.

Arnar Sigurmundsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

a) Bæjarráð samþykkir að atvinnumál í Vestmannaeyjum verði tekin til sérstakrar

umræðu á fundi bæjarstjórnar 1. apríl nk.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til bæjarstjórnar.

b) Þá samþykkir bæjarráð að fela stjórn og starfsfólki Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja það verkefni að leggja mat á möguleika byggðarlagsins að fá til sín opinbera þjónustu í auknum mæli og tryggja um leið þá þjónustu á vegum hins opinbera sem fyrir er í Vestmannaeyjum. Bæjarráð ítrekar það sjónarmið að þrátt fyrir gríðarlegt mikilvægi útgerðar og fiskvinnslu og þjónustu við sjávarútveg fyrir Vestmannaeyjar, verður á sama tíma að leggja ríka áherslu á eflingu hverskonar þjónustustarfa. Sú barátta verður í senn sókn í ný störf í síbreytilegu umhverfi og vörn fyrir þá fjölþættu starfsemi sem fyrir er í Vestmannaeyjum. Landfræðileg lega og stærð og mikilvægi byggðarlagsins gera þá kröfu til stjórnvalda að þess verði gætt að þjónusta jafnt í samgöngum, heilbrigðis- og menntamálum verði fyllilega sambærileg hér eins og hún gerist best hér á landi.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til Nýsköpunarstofu.

4. mál.

Arnar Sigurmundsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

Á síðasta fundi bæjarstjórnar lagðí ég fram tillögu um mikilvægi starfsemi Hitaveitu Suðurnesja hf. fyrir Vestmannaeyjar og að ekki verði dregið úr starfsemi fyrirtækisins og stjórnunarþætti í Eyjum þrátt fyrir tilflutning veitustjórans í annað mikilvægt starf starf innan fyrirtækisins.

Tillagan var einróma samþykkt og fól bæjarstjórn fulltrúa Vestmannaeyjabæjar í stjórn Hitaveitunnar framgang málsins.

Nú hefur það gerst að fulltrúi bæjarins, Lúðvík Bergvinsson, alþm.og bæjarfulltrúi vék úr sjö manna stjórn fyrirtækisins á aðalfundi þess sl. föstudag með samkomulagi við aðra minni hluthafa. Því er spurt, a) Er búið að koma þessari samþykkt bæjarstjórnar á framfæri við stjórn Hitaveitunnar? b) Var bæjaryfirvöldum kunnugt um að áformað væri að fulltrúi bæjarins hyrfi út stjórn í varastjórn? c) Hver verða áhrif Vestmannaeyjabæjar sem fimmta stærsta hluthafa og 7% eignarhlut í félaginu eftir þessar breytingar?.

Svar óskast á fundi bæjarstjórnar 1. apríl nk.

Bæjarstjóri gerði gein fyrir stöðu ofangreindra mála gagnvart Hitaveitu Suðurnesja.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 23. mars sl., þar sem óskað er eftir umsögn bæjarins vegna endurnýjunar á greiðasöluleyfi Skýlisins.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 24. mars sl., þar sem óskað er eftir umsögn bæjarins vegna endurnýjunar á leyfi til sölu gistingar að Illugagötu 7, gistiheimili Árnýjar.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 24. mars sl., þar sem óskað er eftir umsögn bæjarins vegna endurnýjunar á leyfi til sölu gistingar að Herjólfsgötu 4, gistiheimilið Hamar.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.

8. mál.

Fyrir lágu þrjú bréf frá Alþingi:

a) bréf dags 26. mars sl., þar sem farið er fram á umsögn bæjarins vegna frumvarps til breytinga á raforkulögum.

b) bréf dags 26. mars sl., þar sem farið er fram á umsögn bæjarins vegna frumvarps til laga um stofnun Landsnets hf.

c) bréf dags 26. mars sl., þar sem farið er fram á umsögn bæjarins vegna frumvarps til laga um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

9. mál.

Fyrir lá bréf frá umhverfisráðuneytinu, dags. 24. mars sl., vegna dags umhverfisins 25. apríl nk.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar.

10. mál.

Fyrir lá fundargerð húsnæðisnefndar frá 22. mars 2004.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

Fundi slitið kl. 19.30.

Bergur Ágústsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)


Jafnlaunavottun Learncove