Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2714
BÆJARRÁÐ
2714. fundur.
Ár 2004, mánudaginn 22. mars kl. 17.40 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fyrir lá fundarboð, dags. 15. mars sl., vegna aðalfundar Hitaveitu Suðurnesja hf. sem haldinn verður föstudaginn 26. mars nk.
2. mál.
Bæjarráð óskar öllum þeim Eyjamönnum og öðrum sem hafa unnið góð afrek um helgina til hamingju með árangurinn.
Jafnframt lýsir bæjarráð yfir ánægju sinni með vel heppnað innanhúss meistaramót í sundi sem haldið var hér í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Bæjarráð vonast eftir áframhaldi á góðu samstarfi við Sundsamband Íslands og vonast til þess að hægt verði að nýta áfram þá aðstöðu og þá miklu reynslu sem byggð hefur verið upp í Vestmannaeyjum.
3. mál.
Fyrir lá bréf frá Selmu Ragnarsdóttur bæjarfulltrúa, þar sem farið er fram á sex mánaðar leyfi frá störfum í bæjarstjórn og bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
4. mál.
Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. mars sl., vegna upplýsinga um alþjóðlega samkeppni um viðurkenningar fyrir starf samfélaga að umhverfismálum.
5. mál.
Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 16. mars sl.
6. mál.
Fyrir lá erindi frá Magnúsi Jónassyni, f.h. Jakanna, dags. 15. mars sl., um uppsetningu skautasvells í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til íþrótta- og æskulýðsráðs.
7. mál.
Fyrir lá bréf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 19. mars sl., vegna samningsumboðs slökkviliðsmanna í Vestmannaeyjum.
8. mál.
Fyrir lá bréf frá Pjaxi bókaforlagi, ódags., vegna beiðni um stuðning við útgáfu á bók með hugverkum sunnlenskra kvenna.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
9. mál.
Fyrir lá bréf frá Byrginu líknarfélagi, ódags., þar sem farið er fram á fjárstuðning við félagið.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
10. mál.
Fyrir lá fundargerð stjórnar Náttúrustofu Suðurlands frá 15. mars sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
11. mál.
Fyrir lá fundargerð jafnréttisnefndar frá 15. mars sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
12. mál.
Fyrir lá fundargerð stjórnar Nýsköpunarstofu frá 18. mars sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
13. mál.
Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs frá 17. mars sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
14. mál.
Fyrir lá fundargerð hafnarstjórnar frá 19. mars sl.
Fundi slitið kl. 18.21.
Bergur Ágústsson (sign.)
Andrés Sigmundsson (sign.)
Stefán Jónasson (sign.)
Arnar Sigurmundsson (sign.)