Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2713

19.03.2004

BÆJARRÁÐ

2713. fundur.

Ár 2004, föstudaginn 19. mars kl. 17.00 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Í framhaldi af umræðum um samgöngur á sjó við Vestmannaeyjar í bæjarstjórn og bæjarráði, samanber tillögu og afgreiðslu 4. máls frá 15. mars sl., fór bæjarráð yfir samgöngumál og samskipti bæjaryfirvalda við Samskip hf. og Vegagerðina.

Bæjarráð samþykkir að taka upp formlegar viðræður við þessa aðila á grundvelli umræðna á fundinum og felur bæjarstjóra að koma á fundum með þeim.

Fundi slitið kl. 18.00.

Bergur Ágústsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)


Jafnlaunavottun Learncove