Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2712

15.03.2004

BÆJARRÁÐ

2712. fundur.

Ár 2004, mánudaginn 15. mars kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Bæjarráð óskar meistaraflokki ÍBV kvenna í handknattleik til hamingju með glæsilegan árangur, en eftir leiki helgarinnar er liðið komið í 4 liða úrslit í áskorendakeppni Evrópska handknattleikssambandsins.

2. mál.

Bæjarstjóri fór yfir hugmyndir um hugsanlega nálgun Vestmannaeyjabæjar að fasteignafélagi, sem sérhæfir sig í kaupum og útleigu á opinberum fasteignum.

3. mál.

Fyrir lá viðauki við leigusamning um fasteignina Faxastíg 6, Vestmannaeyjum, dags. 9. mars 2004.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

4. mál.

Arnar Sigurmundsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

“Með vísan til umræðna á síðasta fundi bæjarstjórnar samþykkir bæjarráð að

fela viðræðunefnd um bættar samgöngur við Vestmannaeyjar að hefja á ný

formlegar viðræður við Vegagerðina og Samskip-Landflutninga, rekstraraðila m/s

Herjólfs, um lausn á nokkrum samskipta- og ágreiningsmálum þessara aðila.

Viðræðunefndin sem skipuð er bæjarstjóra og bæjarráðsmönnum skal jafnframt

ræða við samgönguráðuneytið og Vegagerðina um frekari fjölgun á ferðum

skipsins og finna heppilegt skip sem gengur í þær tvær vikur sem áætlað er

að m/s Herjólfur verði úr áætlun vegna slipptöku og viðhalds í september nk.”

Greinargerð:

Þessi tillaga er endurflutt lítt breytt eftir umræður á fundi bæjarstjórnar sl.

fimmtudag. Öllum er ljóst að þróun samganga við Vestmannaeyjar skiptir

gríðarlegu máli fyrir búsetu- og atvinnuþróun í byggðarlaginu. Bæjarstjórn

er samstíga í forgangsverkefninu sem er fjármögnun rannsókna innlendra og

erlendra vísindamanna á jarðgöngum milli lands og Eyja. Til þess

að halda áfram og ljúka þessum rannsóknun þarf umtalsverða fjárveitingu

Alþingis. Hefur mikilvægi þess verið mjög vel kynnt af Ægisdyrum og

bæjaryfirvöldum fyrir stjórnvöldum, þingmönnum Suðurkjördæmis og öðrum

hagsmunaaðilum. Með þessari tillögu er verið að leggja áherslu á miklivægi þess að bæta samgöngur á sjó við Vestmannaeyjar, því öllum er ljóst að

ferjusiglingar milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar verða þar ráðandi þáttur

næstu 4-6 árin.

Meirihluti bæjarráðs óskar bókað:

“Í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs 8. mars og bæjarstjórnar 11. mars sl. á tillögu svipaðs efnis samþykkir bæjarráð með sama rökstuðningi og áður að vísa tillögunni frá að svo stöddu. Hinsvegar samþykkir bæjarráð, að ráðið komi sérstaklega saman ásamt bæjarstjóra og fari yfir þau atriði er Vestmannaeyjarbær leggur áherslu á til að bæta samgöngur milli lands og Eyja og hvernig megi leysa úr þeim ágreiningsmálum sem á milli aðila eru.”

Arnar Sigurmundsson óskar bókað:

“Óska formlega eftir að viðræðunefnd um bættar samgöngur milli lands og Eyja verði kölluð saman og ætti það ekki að vera vandamál þar sem nefndin er skipuð sömu mönnum og sitja í bæjarráði.”

Bæjarráð hafnar tillögunni að svo stöddu.

5. mál.

Fyrir lá fundargerð 711. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. febrúar 2004.

6. mál.

Fyrir lá fundargerð 374. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, frá 5. mars 2004.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. mars 2004, vegna beiðni um upplýsingar varðandi meðhöndlun úrgangs.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.

8. mál.

Fyrir lá bréf frá Krossgötum, dags. 4. mars 2004, vegna beiðni um styrk við samtökin.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

9. mál.

Fyrir lágu tvö bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga:

  1. Bréf dags. 8. mars 2004 vegna vaktstöðvar siglinga.

Bæjarráð lýsir ánægju með stuðning stjórnar SASS vegna atvinnumála og sérstaklega að vaktstöð siglinga verði staðsett í Vestmannaeyjum.

  1. Bréf dags. 8. mars 2004 vegna ályktunar um húsaleigubætur.

10. mál.

Fyrir lá fundargerð menningarmálanefndar frá 11. mars 2004.

Bæjarráð samþykkir fundagerðina.

Fundi slitið kl. 19.09.

Bergur Ágústsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)


Jafnlaunavottun Learncove