Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2711

08.03.2004

BÆJARRÁÐ

2711. fundur.

Ár 2004, mánudaginn 8. mars kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Lúðvík Bergvinsson, Selma Ragnarsdóttir og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjórum að semja almennar innkaupareglur fyrir Vestmannaeyjabæ. Til þess að ná betri heildarsýn yfir þessi innkaup er bæjarstjóra jafnframt falið að taka saman viðskiptamannalista vegna kaupa bæjarins á þjónustu og vörum fyrir meira en 500 þús. kr. og skal listinn ná til áranna 2000 – 2003 og skal hann flokkaður eftir starfsgreinum og einstökum viðskiptamönnum. Slík samantekt skal í framhaldinu gerð árlega og kynnt bæjarráði. Markmið reglnanna og fyrrnefndrar samantektar skal vera það að bærinn geri eins hagkvæm innkaup og kostur er sem og að gegnsæi aukist frá því sem verið hefur. Bjóða skal innkaup út þar sem þess er kostur, en sé þess ekki kostur skal leitast við það að dreifa innkaupum milli seljenda ef verð eru sambærileg. Gert er ráð fyrir því að tillögur og viðskiptamannalisti verði lagðar fram í bæjarráði ekki síðar en mánuði frá samþykkt þessarar tillögu.

Bæjaráð samþykkir tillöguna.

2. mál.

Bæjarráð lýsir sérstakri ánægju með undirtektir fjölmiðla í bænum vegna upplýsingaröflunar í tengslum við kaup á auglýsingum fyrir Vestmannaeyjabæ og stofnanir hans. Lægsta verðhugmynd sem barst og var frá vikublaðinu Vaktinni felur í sér um það bil 30 % verðlækkun á auglýsingakostnaði frá því sem nú er. Í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga leggur bæjarráð til að bæjarstjóra verði falið að ganga til samninga við vikublaðið Vaktina um auglýsingar bæjarins til 1. mars 2005.

Bæjarráð telur mikilvægt að þau markmið sem lagt var af stað með náist, þ.e. að auglýsingar bæjarins nái til sem flestra bæjarbúa og séu um leið hagkvæmar fyrir Vestmannaeyjabæ og stofnanir hans. Bæjarráð telur á grundvelli þeirra upplýsinga sem skilað var til bæjarins að þessum markmiðum verði best náð fram með því að semja við vikublaðið Vaktina. Vegna þess að ekki er um marktækan verðmun að ræða verður að líta til hins meginmarkmiðs bæjarins sem er hvernig dreifingu og aðgengi bæjarbúa er að blöðunum, ljóst er að töluverður munur er á þessum þætti þeirra blaða sem skiluðu inn upplýsingum. Er það mat bæjarráðs að vikublaðið Vaktin uppfylli þennan þátt betur en önnur blöð í Vestmannaeyjum og ber þá sérstaklega að líta til þess að Vaktinni er dreift frítt í öll hús í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð samþykkir tillöguna, en Selma Ragnarsdóttir tekur afstöðu til tillögunnar á bæjarstjórnarfundi nk. fimmtudag.

3. mál.

Fyrir lá tillaga frá bæjarstjóra um úthlutun byggðakvóta.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

4. mál.

Þriggja ára áætlun.

Bæjarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu bæjarstjórnar.

5. mál.

Aðalfundur Hitaveitu Suðurnesja.

Bæjarráð samþykkir að fela Bergi Ágústssyni, bæjarstjóra að fara með öll atkvæði Vestmannaeyjabæjar á næsta aðalfundi Hitaveitu Suðurnesja.

6. mál.

Arnar Sigurmundsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

Með hliðsjón af tillögum starfshóps í samgöngumálum sem kynntar voru 6.

mars 2003 um frekari fjölgun ferða Herjólfs og fjölþættum samskiptum

bæjaryfirvalda við Vegagerðina og rekstraraðila m/s Herjólfs samþykkir

bæjarráð að kalla eftir niðurstöðum í viðræðum við þessa aðila sem allra

fyrst. Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu sína um frekari fjölgun ferða m/s

Herjólfs og minnir að í tillögum heimamanna í starfshópnum til ráðherra var

að ferðum skipsins fjölgaði um 22 á árinu 2004. Jafnframt þarf að vinna að

því að finna heppilegt skip sem gengur þær tvær vikur í september nk. sem

áætlað er að Herjólfur verður úr áætlun vegna slipptöku og viðhalds.

Samhliða þessu þarf að finna lausn á nokkrum samskipta- og ágreiningsmálum

þessara aðila sem hafa m.a.torveldað frekari fjölgun ferða á árstíðabundnum

álagstímum skipsins.

Greinargerð:

Bæjarstjórn hefur markað þá stefnu að forgangsverkefni í samgöngumálum við

Vestmannaeyjar skuli vera fjármögnum rannsókna vísindamanna á möguleikum

þess að koma á vegtengingu milli lands og Eyja. Samhliða þessu hefur

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands unnið fyrir Ægisdyr að úttekt á

þjóðhagslegri hagkvæmni jarðganga milli lands og Eyja. Samhliða eru

erlendir sérfræðingar að vinna greiningarvinnu fyrir Vegagerðina vegna

þessa sama verkefnis. Í annan stað hefur bæjarstjórn lagt ríka áherslu á

frekari fjölgun ferða m/s Herjólfs. Í tillögum heimamanna í samgönguhóp til

samgönguráðherra fyrir nákvæmlega einu ári var lagt til að í næsta áfanga

fjölgaði skipsins um 22 á árinu 2004. Var þessi fjölgun fólgin í lengingu

haustáætlunar með 11 ferðum á viku út desember og fjölgun ferða úr átta í

níu á viku í janúar og febrúar, með því að skipið sigldi tvær ferðir á

sunnudögum. Þessar tillögum hafa ekki gengið eftir, en áður hafði ferðum

skipsins fjölgað um tæp 30% sem kom til framkvæmda 2002-2003. Þrátt fyrir að

unnið sé skipulega að framtíðarlausn á samgöngumálum við Vestmannaeyjar, þá

breytir það því ekki að við munum búa við ferjusiglingar milli

Vestmannaeyja og Þorlákshafnar amk. til ársins 2008. Bæjarstjórn hefur á

síðustu misseum verið samstíga um næstu skref í samgöngumálum. Með tillögu

þessari er fyrst og fremst verið að samstilla vinnubrögð og af þeim ástæðum

er bæjarráðsmönnum/ bæjarfulltrúum boðið að gerast meðflutningsmenn

Meirihluti óskar bókað:

Það hefur vakið sérstaka eftirtekt að undanförnu að Sjálfstæðismenn skuli sífellt vekja athygli á öðrum valkostum í samgöngum en jarðgöngum, en bæjarstjórn hefur fyrir nokkru sameinast um það að leggja megináherslu á að sækja um fjármagn svo nauðsynlegar rannsóknir vegna hugsanlegar jarðgangnagerðar geti farið fram í sumar.

Nú standa yfir viðræður milli Vestmannaeyjabæjar annarsvegar og Vegagerðar og Samskipa hins vegar um ferðir Herjólfs, slipptöku og fleira sem lýtur að samskiptum þessarar aðila. Viðræður þessar eru í samræmi við tillögu meirihluta bæjarstjórnar sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar þann 18. desember sl. og samþykkt var samhljóða. Viðræðurnar eru viðkvæmar. Í ljósi þess telur meirihluti bæjarráðs það ekki þjóna hagsmunum Vestmannaeyinga að samþykkja tillögu minnihlutans því samþykkt hennar gæti skaðað viðræðurnar. Því leggur meirihluti bæjarráðs til að henni verði vísað frá að svo stöddu. Það vekur talsverða undrun að vanur samningamaður eins og Arnar Sigurmundsson skuli leggja fram slíka tillögu meðan viðkvæmar viðræður standa yfir.

Bæjarráð vísar tillögunni frá að svo stöddu.

7. mál.

Fyrir lá erindi frá Halldóri Snorrasyni, um sölu á málverki eftir Gunnlaug Blöndal.

Bæjarráð þakkar fyrir að vera gefin kostur á málverkinu en getur ekki orðið við erindinu.

8. mál.

Fyrir lá bréf frá Árnýju Heiðarsdóttur, ódags., þar sem farið er fram á styrk vegna áætlaðar ferðar á heimsmeistaramót og norðurlandamót öldunga í frjálsum íþróttum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við umsækjanda og koma með tillögu um afgreiðslu.

9. mál.

Fyrir lá bréf frá fyrirtækinu Rannsóknir og ráðgjöf, dags. 25. febrúar sl., vegna beiðni um styrk vegna útgáfu sögukorts Suðurlands.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða nánar við bréfsritara og koma með tillögu um afgreiðslu.

10. mál.

Fyrir lágu tvö bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga;

  1. Bréf dags 26. febrúar sl., vegna könnunar á þróun og nýmælum í stjórnun íslenskra sveitarfélaga.
  2. Bréf dags. 27. febrúar sl., vegna ráðstefnu um staðardagskrá 21.

Bæjarráð samþykkir að vísa bréfinu til umhverfisnefndar.

11. mál.

Fyrir lá bréf frá Fjölís, dags. 25. febrúar sl., vegna samnings um fjöldföldun verndaðra verka.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna málið frekar og koma með tillögu um afgreiðslu.

12. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi dýraverndarfélaga Íslands, dags. 2. mars.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til landnytjanefndar.

13. mál.

Fyrir lá bréf frá Alþingi, dags. 1. mars sl., þar sem óskað er eftir umsögn bæjarins vegna frumvarps um vatnsveitur sveitarfélaga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna málið frekar og koma með tillögu um afgreiðslu.

14. mál.

Samningamál.

15. mál.

Næstu fundir bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir að næstu fundir bæjarstjórnar verði settir á 1. apríl, 29. apríl og 27. maí nk.

16. mál.

Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs frá 3. mars sl.

Bæjarráð samþykkir fundagerðina.

17. mál.

Fyrir lá fundargerð íþrótta- og æskulýðsráðs frá 4. mars sl.

Bæjarráð samþykkir fundagerðina, en vegna 9. máls samþykkir bæjarráð að gera ráð fyrir kostnaði vegna sláttuvélar við endurskoðunar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004. Vegna 18. máls samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga.

18. mál.

Fyrir lá fundargerð menningarmálanefndar frá 3. mars sl.

Bæjarráð samþykkir fundagerðina. Vegna 8. máls a-liðar getur bæjarráð ekki orðið við erindinu.

19. mál.

Fyrir lá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. mars sl.

Fundi slitið kl. 19.10.

Bergur Ágústsson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Selma Ragnarsdóttir (sign.)


Jafnlaunavottun Learncove