Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2710
BÆJARRÁÐ
2710. fundur.
Ár 2004, mánudaginn 1. mars kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Bæjarráð óskar meistaraflokki kvenna ÍBV til hamingju með bikarmeistaratitil um helgina.
2. mál.
Fyrir lágu gögn vegna samkomulags um búfjáreftirlitsmann.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi verksamning vegna starfa búfjáreftirlitsmanns.
3. mál.
Arnar Sigurmundsson lagði fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
“Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkir með vísan til gildandi ráðgjafasamnings Vestmannaeyjabæjar og Kaupþings dags. 17. febr. 2000 að fela KB-banka hf. að gera útttekt á þróun og núverandi stöðu svokallaðs dollaraláns sem Vestmannaeyjabær og stofnanir tóku 29. maí 2000 og notað var m.a. til framkvæmda við nýja íþróttahúsið og endurfjármögnunar eldri lána. Jafnframt verði gerður samanburður við erlend lán samsett úr gengisvísitölu krónunnar og verðtryggð innlend lán tekin á sama tíma og með sama lánstíma.”
Greinargerð:
Að undanförnu hefur verið mikil umfjöllun um töku svokallaðs dollaraláns Vestmannaeyjabæjar hjá Kaupþingi. Með tillögu þessari er óskað er eftir að KB-banki geri samanburð á þróun og stöðu lánsins sem var upphaflega að fjárhæð 12 millj. USD eða jafnvirði 800 millj. kr. Tekið verði með í útreikninginn áhrif gjaldmiðla- vaxtaskiptasamnings að fjárhæð USD 7 millj. frá mars 2001, en samningurinn var með afturvirkni í gengi til 1. júní 2000 og bar fasta vexti frá sama tíma.
Í öðru lagi verði reiknuð út þróun og staða láns að sömu heildarupphæð USD 12 millj. sem tekið hefði verið samkvæmt myntkörfu/ gengisvísitölu íslensku krónunnar. Í báðum tilvikum verði reiknað með föstum vöxtum og breytilegum vöxtum frá þeim tíma er lánið var tekið.
Í þriðja lagi verði reiknuð út þróun og staða ef tekið hefði verið 800 millj. kr. innlent lán á sama tíma, verðtryggt með 5,5% og 6% föstum vöxtum.
Reikna skal með lántökukostnaði, vöktun og tilfærslum gjaldmiðla samkv. samningi.
Óskað er eftir að fram komi heildarupphæð afborgana, vextir, gengismunur og uppgreiðsluverð allra lánanna miðað við 1. mars 2004.
Tillögumaður gerir sér grein fyrir því að útilokað er að segja til um framtíðarþróun þessara möguleika, vegna óvissu um þróun vaxta, gengis og verðbólgu. Aftur á móti er hægt að reikna út stöðu þeirra í dag eftir tæplega 4 ára lánstíma, miðað við uppgreiðsluverð.´
Vestmannaeyjabær hefur um langt árabil verið góður viðskiptamaður fjármálafyrirtækja og notið viðskiptakjara í samræmi við það. Nauðsynlegt er fyrir traust og trúnað bæjarfélagsins að fá niðurstöðu í ofangreint mál sem allra fyrst. Því er óskað eftir að KB-banki flýti sínum útreikningum svo hægt verði leggja niðurstöðuna fyrir bæjarráð og bæjarstjórn sem allra fyrst.
Meirihluti bæjarráðs hafnar tillögunni þar sem bæjarstjóri er með málið nú þegar til áframhaldandi skoðunar, honum er falið að leita til óháðs sérfræðings að þessu tilefni.
Svohljóðandi bókun barst frá meirihluta bæjarráðs:
"Enn og aftur er Arnar Sigurmundsson, bæjarráðsmaður minnihluta Sjálfstæðisflokksins, á villigötum í þessu máli, eins og hann hefur verið frá upphafi þessarar umræðu. Kjarni þessa máls er að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum drógu það í 10 mánuði að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að verja bæinn eins og hægt var gagnvart þeirri fjármálaáhættu, sem flókin afleiðuviðskipti eru, eftir að umrætt "dollaralán" var tekið. Það þjónar því ekki neinum tilgangi að kaupa frekari ráðgjafaþjónustu af KB-banka í því skyni að láta reikna út hver kostnaður bæjarfélagsins hefði orðið ef umrætt dollaralán (12M USD) hefði ekki verið tekið, það tekið í annarri mynt, eða aðrar gengisviðmiðanir hefðu gilt um lántökuna en samið var um. Samþykkt þessarar tillögu myndi því aðeins hafa í för með sér frekari útgjöld fyrir Vestmannaeyjabæ. Er nóg komið í þeim efnum að mati meirihluta bæjarráðs. KB-banki hefur þegar sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og fyrirliggjandi eru útreikningar hans á tjóni Vestmannaeyjabæjar vegna vanrækslu fyrrverandi meirihluta á því að grípa til nauðsynlegra varnaraðgerða uppá 77-78 milljónir króna. Það mun því ekki leysa nokkurn vanda að draga fram upplýsingar um hvort hagkvæmt hefði verið að taka annarskonar lán en gert var á sínum tíma."
Arnar Sigurmundsson óskar bókað:
“Útreikningar og samanburður KB-banka er innifalinn í ráðgjafasamningi Vestmannaeyjabæjar og bankans og kallar því ekki á sérstök útgjöld. Ég lýsi furðu minni á ákvörðun meirihluta bæjarráðs, þeirra Andrésar Sigmundssonar og Stefáns Jónassonar, sérstaklega í ljósi stórra yfirlýsinga formanns bæjarráðs í fjölmiðlum. Við eigum að vera óhrædd að fá þennan samanburð á lánskjörum og taka síðan ákvörðun um samsetningu lána Vestmannaeyjabæjar og stofnana. Hlutverk bæjarráðs er að hafa yfirumsjón með fjármálum bæjarfélagsins og er eðlilegt og sjálfsagt að bæjarstjóri vinni áfram að þessum málum eins fyrri samþykktir bæjarráðs kveða á um og starfslýsing hans gerir ráð fyrir. “
4. mál.
Fyrir lá bréf frá Lögmönnum Vestmannaeyja f.h. íbúa, dags. 27. febrúar sl., þar sem fagnað er ákvörðun bæjarstjórnar um að deiliskipuleggja svæðið við Bessahraun.
5. mál.
Fyrir lá svar framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs vegna 3. máls bæjarráðs frá 17. febrúar sl. og 4. máls bæjarráðs frá 23. febrúar sl.
Bæjarráð vísar starfslýsingu til íþrótta- og æskalýðsráðs.
6. mál.
Fyrir lá bréf frá Ríkiskaupum, dags. 18. febrúar sl., vegna fyrirhugaðs rammasamningaútboðs á árinu 2004.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita umboð vegna aðildar bæjarins að rammasamningi Ríkiskaupa.
7. mál.
Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. febrúar sl., vegna staðgreiðsluuppgjörs ársins 2003.
8. mál.
Fyrir lágu tvö bréf frá Alþingi:
- Bréf dags. 24. febrúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um siglingavernd.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til hafnarstjórnar.
- Bréf dags. 25. febrúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp um breytingu á lögreglulögum.
Bæjarráð tekur undir breytingu á lögunum þar sem hún snertir m.a. löggæslukostnað á Þjóðhátíð Vestmannaeyja og skorar á þingmenn Suðurkjördæmis að styðja lagabreytinguna.
9. mál.
Samningamál.
10. mál.
Næstu fundir bæjarstjórnar.
11. mál.
Fyrir lá fundargerð landnytjanefndar, dags. 27. febrúar 2004.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina, en leggur áherslu á að nýráðinn búfjáreftirlitsmaður komi fljótlega til Eyja.
Fundi slitið kl. 19.15
Bergur Ágústsson (sign.)
Andrés Sigmundsson (sign.)
Stefán Jónasson (sign.)
Arnar Sigurmundsson (sign.)