Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2709
BÆJARRÁÐ
2709. fundur.
Ár 2004, þriðjudaginn 24. febrúar kl. 15.25 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.
Fyrir var tekið:
- mál.
Undirbúningsnefnd að stofnun Nýsköpunarstofu í Vestmannaeyjum gerði bæjarráði grein fyrir störfum sínum.
Á fundi bæjarstjórnar 29. janúar sl., voru samþykktir félagsins staðfestar og ákveðið að auglýsa starf forstöðumanns Nýsköpunarstofu og starf markaðsfulltrúa laust til umsóknar.
Eftirfarandi aðilar sóttu um stöðu forstöðumanns Nýsköpunarstofu.
Baldvin Elíasson,
Egill Arnar Arngrímsson,
Eygló Harðardóttir,
Héðinn Þorsteinsson,
Jón Egill Unndórsson,
Ómar R. Baine,
Sigurður Friðrik Karlsson,
Sigurjón Haraldsson,
Sverrir Haraldsson,
Þröstur Bjarnhéðinsson Johnsen.
Eftirfarandi aðilar sóttu um stöðu markaðsfulltrúa í 67% starfshlutfall.
Auróra Guðrún Friðriksdóttir,
Halldór Örn Engilbertsson,
Jónatan Karlsson,
Kristín Jóhannsdóttir,
Þórður Einarsson,
Þröstur Bjarnhéðinsson Johnsen.
Undirbúningsnefndin mælti með að Sigurjón Haraldsson verði ráðinn sem forstöðumaður Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja og að Kristín Jóhannsdóttir verði ráðin í starf markaðsfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir niðurstöður undirbúningsnefndarinnar og felur bæjarstjóra að ganga frá ráðningarsamningum og starfslýsingum við ofangreinda aðila. Jafnframt er bæjarstjóra falið að finna hentugt húsnæði fyrir starfsemina og gera samninga þar um.
Bæjarráð samþykkir að Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja sf., verði rekin undir B - hluta samstæðu Vestmannaeyjabæjar.
Kosið verður í stjórn Nýsköpunarstofu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Fundi slitið kl. 15.45.
Bergur Ágústsson (sign.)
Andrés Sigmundsson (sign.)
Stefán Jónasson (sign.)
Arnar Sigurmundsson (sign.)