Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2706

09.02.2004

BÆJARRÁÐ

2706. fundur.

Ár 2004, mánudaginn 9. febrúar kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Í framhaldi af fundi bæjarstjórnar 29. janúar sl. þar sem fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana 2004 var til síðari umræðu, fór bæjarráð yfir nokkra liði sem tóku þar breytingum. Gatnagerðaráætlun að fjárhæð 25 m.kr. færist á undan umferðar- og samgöngumálum og breytast niðurstöðutölur A-hluta sem þessu nemur. Viðhald húseigna í hluta kr. 25. m.kr. var samþykkt sem breytingartillaga og taka niðurstöðutölur breytingum sem þessu nemur. Þá var einnig gengið frá undirgögnum einstakra málaflokka, jafnt í rekstrarútgjöldum og eignfærðum fjárfestingum í samræmi við fjárhagsáætlun 2004.

Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2004 hjá A- og B- hluta breytist í samræmi og í stað rekstrarhalla kr. 41.998.000 verður rekstrarhalli kr. 91.998.000, taka þeir liðir sem þetta snertir sambærilegum breytingum.

“Arnar Sigurmundsson óskar bókað. Ofangreindar breytingar eru í samræmi við umræður á fundi bæjarstjórnar 29. janúar sl. Eftir stendur að rekstur bæjarfélagsins A-hluti er kominn í 100% af sameiginlegum tekjum. Þrátt fyrir erfiðan rekstur margra sveitarfélaga hér á landi þá tekur hér steininn úr og verður að bregðast við þessu með aukinni aðhaldssemi í rekstri bæjarfélagsins”

2. mál.

Fimmtudaginn 5. febrúar sl., átti bæjarráð fund með fulltrúum með Skipalyftunnar hf., vegna samskipta fyrirtækisins og bæjarins.

3. mál.

Bæjarráð óskar Fimleikafélaginu Rán til hamningju með glæsilegan árangur á Íslandsmeistaramótinu í fimleikum sem fram fór um síðustu helgi.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 27. janúar sl., vegna skila á fjárhagsáætlun 2004 á rafrænu formi.

5. mál.

Fyrir lá skýrsla frá vinnuhópi Íþrótta- og ólympíusambands Íslands um íþróttaiðkun án endurgjalds.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til íþrótta- og æskulýðsráðs.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá Leið ehf., vegna könnunar á afstöðu til veggjalda o.fl.

7. mál.

Fyrir lá umburðarbréf frá menntamálaráðuneytinu, dags. 22. janúar sl., vegna “Evrópuárs menntunar með iðkun íþrótta”.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til íþrótta- og æskulýðsráðs.

8. mál.

Fyrir lá afrit af bréfi Teiknistofu PZ til heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytsins, dags. 23. janúar sl., vegna Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja.

9. mál.

Fyrir lá fundargerð 61. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, frá 21. janúar sl.

10. mál.

Fyrir lá erindi frá íbúum Áshamars 49–55, dags. 5. febrúar sl., vegna afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar á byggingarleyfi vegna Bessahrauns 13.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

11. mál.

Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 29. janúar sl., vegna úthlutunar úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í tengslum við nýbúafræðslu.

12. mál.

Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 3. febrúar sl., vegna áætlunar um úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2004.

13. mál.

Fyrir lá beiðni um styrk vegna útgáfu hljómdisksins “Af hans kross” sem ætlunin er að gefa til Dvalarheimilisins Hraunbúða.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

14. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi dýraverndunarfélaga Íslands, dags. 4. febrúar sl.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til landnytjanefndar.

15. mál.

Fyrir lágu niðurstöður úr könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga á greiðslum til sveitarstjórnarmanna, sveitar/bæjarstjóra og nefndarmanna.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til þóknunarnefndar.

16. mál.

Fyrir lá bréf frá Háskóla Íslands, dags. 29. janúar sl., vegna mótframlags bæjarsins til nemendaverkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar málefninu til málaflokks 21.

17. mál.

Fyrir lá bréf frá Ásthildi Haraldsdóttur, dags. 2. febrúar 2004, um stuðning við Tónlistardaga Vestmannaeyja og Masterclass 2004.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu menningarmálanefndar.

18. mál.

Fyrir lá bréf frá Fasteignamati ríksins, dags. 3. febrúar sl., vegna vefaðgangs að Landskrá fasteigna.

19. mál.

Fyrir lágu þrjú erindi frá handknattleiksdeild kvenna ÍBV:

a) Tölvupóstur dags. 28. janúar sl., vegna beiðni um styrk í tengslum við Evrópukeppni.

b) Tölvupóstur dags. 4. febrúar sl., vegna beiðni um styrk í tengslum við Evrópukeppni.

c) Bréf ódags., vegna beiðni um styrk í tengslum við Evrópukeppni.

Bæjarráð samþykkir að eiga fund með forráðamönnum ÍBV-íþróttafélaga til ræða fjárhagsleg samskipti þessara aðila.

20. mál.

Samningamál.

21. mál.

Fyrir lágu yfirlit um setu bæjarstjórnar- og bæjarráðsmanna.

22. mál.

Fyrir lá bréf frá Alþingi, dags. 5. febrúar sl., vegna þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun 2004-2008, en gert er ráð fyrir að Vestmannaeyjar séu hluti af henni.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til Náttúrustofu Suðurlands og umhverfisnefndar.

23. mál.

Fyrir lágu tvær fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar:

a) Fundargerð dags. 21. janúar sl.

Bæjarráð samþykkir að vísa fundargerðinni aftur til skipulags- og byggingarnefndar með vísan til 10. máls hér að ofan.

b) Fundargerð dags. 3. febrúar sl.

24. mál.

Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs, dags. 4. febrúar sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

Fundi slitið kl. 19.35

Bergur Ágústsson (sign.), Andrés Sigmundsson (sign.), Stefán Jónasson (sign.),

Arnar Sigurmundsson (sign.).


Jafnlaunavottun Learncove