Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2705
BÆJARRÁÐ
2705. fundur.
Ár 2004, mánudaginn 26. janúar kl. 17.00 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Á fund bæjarráðs kom Frosti Gíslason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og kynnti gatnagerðartillögur vegna ársins 2004.
Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir 25 m.kr. í gatnagerðaráætlun 2004, gerð verður nánari sundurliðun á fundi bæjarstjórnar nk. fimmtudag.
2. mál.
Fyrir lá lokafrumvarp að fjárhagsáætlun fyrir árið 2004, helstu niðurstöðutölur úr samstæðureikningi: (í þús. kr.)
Skatttekjur 1.478.733
Aðrar tekjur 616.171
----------------------------------------------------
samtals tekjur 2.094.904
Rekstrargjöld 2.136.902
----------------------------------------------------
Rekstrarniðurstaða 41.998
Úr sjóðsstreymisyfirliti:
Veltufé frá rekstri 111.498
Niðurstöðutölur málaflokka í aðalsjóði:
00 Skatttekjur (1.180.200)
02 Félagsþjónusta 104.135
03 Heilbrigðismál 2.730
04 Fræðslu- og uppeldismál 647.998
05 Menningarmál 55.484
06 Æskulýðs- og íþróttamál 157.322
07 Bunamál og almannavarnir 16.826
08 Hreinlætismál 19.550
09 Skipulags- og byggingarmál 26.826
10 Umferðar- og samgöngumál 11.575
11 Umhverfismál 25.616
13 Atvinnumál 11.035
21 Sameiginlegur kostnaður 88.833
28 Fjármagnsliðir (64.186)
Niðurstöður: (76.356)
Haldinn var sérstakur kynningarfundur á drögum af fjárhagsáætlunni fyrir bæjarstjórnarmenn og varamenn í Safnahúsinu sunnudaginn 26. janúar sl.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Vestmannaeyja og stofnana hans fyrir árið 2004 til síðari umræðu bæjarstjórnar 29. janúar nk.
Arnar Sigurmundsson óskaði bókað að hann hafi sent bæjarstjóra bréf í dag þar sem hann óskaði eftir frekari skýringum á nokkrum atriðum á fjárhagsáætluninni fyrir næsta bæjarstjórnarfund.
3. mál.
Að ósk Bergs Ágústssonar var rætt um lánasamsetningu bæjarins.
Málið verður rætt frekar á næsta fundi bæjarráðs.
4. mál.
Fyrir lá svohljóðandi tillaga:
“Vestmannaeyjabær samþykkir að veita verkefnisstjórn sem fer með undirbúning vegna byggingar menningarhúss fullt og óskorað stöðuumboð til að koma fram fyrir hönd bæjarins vegna undirbúnings og eftirlits með verkefninu.
Í umboðinu felst að verkefnisstjórnin hefur heimild til að samþykkja ráðstafanir og taka ákvarðanir er varða öll fjárútlát vegna verkefnisins fyrir allt að 5 m.kr. í hvert skipti, í þeim kostnaðarhlutföllum sem samkomulagið við ríkið gerir ráð fyrir, þó þannig að stjórnin haldi fjárútlátum innan þeirra takmarka sem fjárhagsáætlun bæjarins kveður á um. Þær ráðstafnir og ákvarðanir er falla hér undir, sem og fundargerðir verkefnisstjórnarinnar, skulu lagðar fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til kynningar. Feli ráðstafanir eða ákvarðanir verkefnisstjórnarinnar það í sér að þær varði hærri fjárhæðir en 5 m.kr. ber að vísa þeim til ákvörðunar bæjarráðs og bæjarstjórnar Vestmannaeyja.”
Greinargerð:
Samkvæmt samkomulagi ríkisins og Vestmannaeyjabæjar er hlutverk verkefnisstjórnarinnar að vinna í samráði við samningsaðila og félagasamtök að greinargerð um fyrirhugaða nýtingu hússins. Á grundvelli þessarar samþykktu greinargerðar á verkefnistjórnin að gera áætlun um
- rýmisþörf,
- framkvæmdaáætlun (þ.m.t. tímaáætlun),
- kostnaðaráætlun,
- fjármögnunaráætlun er taki mið af fjárframlögum.
Að því loknu á verkefnisstjórnin að hafa umsjón með gerð útboðskilmála fyrir bygginguna á grundvelli þessara áætlana, sem og að vinna að samþykkt milli samningsaðila um tilhögun á starfsemi og nýtingu í húsinu.
Ljóst er af verksviði stjórnarinnar að henni er ætlað afgerandi hlutverk við undirbúningsvinnu og áætlanagerð við byggingu menningarhússins. Að þeim sökum og hliðsjón af hversu umfangsmikið verkefnið er verður að telja ráðlagt að veita stjórninni heimild til að samþykkja ráðstafanir eða til að fylgja eftir ákvörðunum, að fjárhæð allt að 5. m.kr. í hvert skipti til að mæta ýmsum kostnaði sem hlýst við umsjón og eftirlit við verkefnið, sérstaklega þar sem fyrir liggur að að framundan bíður mikil vinna við að klára undirbúning þess eigi þau tímamörk að nást sem kveðið er á um í samkomulaginu, þ.e. að framkvæmdir við byggingu hússins geti hafist fyrir 1. júní næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
5. mál.
Að beiðni Arnars Sigurmundssonar var rætt um heimsókn þingmanna Suðurkjördæmis til Eyja 20. janúar sl. og fundi þeirra með bæjarstjórn ofl. aðilum. Einkum var fjallað um fjárlagaerindi bæjarins og stöðu mála varðandi undirbúning að byggingu þurrkvíar í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð samþykkir að boða forráðamenn Skipalyftunnar á fund bæjarráðs vegna málefna þurrkvíar og önnur samskipti.
6. mál.
Fyrir lá umsókn um leyfi til áfengisveitinga, frá Steindóri Árnasyni, f.h. Félagsheimilis Akógesmanna.
Bæjarráð samþykkið erindið.
7. mál.
Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. janúar sl., vegna hlutar Vestmannaeyjabæjar í vöxtum af sameiginlegum innlánsreikningi sveitarfélaga vegna staðgreiðslu.
8. mál.
Fyrir lá 2. liður, 14. máls fundargerðar bæjarráðs frá 19. janúar sl., þar sem afgreiðslu styrkumsóknar var frestað. Fyrir liggja umbeðnar upplýsingar frá styrkbeiðanda.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu nefndarinnar gagnvart verkefninu “Listahátíð ungs fólks”.
9. mál.
Fyrir lá 10. mál. fundargerðar bæjarráðs frá 19. janúar sl., vegna samnings um hönnun, gerð útboðsgagna o.fl. vegna Hraunbúða.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
10. mál.
Fyrir lá svar Frosta Gíslasonar, vegna 13. máls. fundargerðar bæjarráðs frá 12. janúar sl., þar sem bréfsritara var falið að gera áætlun um kostnað við göngustíg/brú undir Löngu.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að vinna að nánari útfærslu og kostnaðaráætlun fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2005.
11. mál.
Fyrir lá erindi frá Skáksambandi Íslands, dags. 20. janúar sl., þar sem farið er fram á styrk vegna þátttöku sambandsins í norðurlandamóti í skólaskák.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
12. mál.
Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 20. janúar sl., vegna útreikninga á 400 m.kr. aukaframlagi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2003.
13. mál.
Fyrir lá bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 21. janúar sl., vegna yfirlits yfir skuldabréf.
14. mál.
Fyrir lá bréf frá Ægisdyrum, dags. 25. janúar sl., vegna fundar með Hagfræðistofnun HÍ.
Bæjarráð samþykkið erindið og felur bæjarstjóra að sitja fundinn fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar.
15. mál.
Fyrir lá bréf frá Sigmari Gíslasyni, dags. 25. janúar sl., vegna beiðni um styrk við gerð kvikmyndar um Benóný Friðriksson.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu menningarmálanefndar, enda rúmist það innan fjárhagsáætlunar málaflokksins.
16. mál.
Fyrir lá bréf frá Golfklúbbi Vestmannaeyja, dags. 14. janúar sl., vegna beiðni um styrk við verkefnið “Skólagolf”.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
17. mál.
Fyrir lá erindi frá Landhelgisgæslunni, dags. 26. janúar sl., vegna aðstöðu fyrir eldneytisdælu á flugvellinum í Vestmannaeyjum.
Með hliðsjón af mikilvægi þess að til staðar sé nauðsynleg þjónusta vegna eldsneytis fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar á Vestmannaeyjaflugvelli, felur bæjarráð framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að finna viðunandi lausn á erindinu.
18. mál.
Fyrir lá bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, dags. 23. janúar sl., vegna setningar samþykkta og gjaldskrár á vegum sveitarfélaga.
19. mál.
Fyrir lá bréf frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga, dags. 22. janúar sl., vegna óskar um samstarf um vinnslu tillagna um sameiningarkosti.
20. mál.
Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs, dags. 21. janúar sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina, enda eru niðurstöður nefndarinnar í samræmi við fjárhagsáætlun sem lögð hefur verið fram til síðari umræðu.
21. mál.
Fyrir lá fundargerð skólamálaráðs, dags. 22. janúar sl.
Bæjarráð samþykkir fundagerðina og samþykkir jafnframt að styrkja erindið um Listahátíð ungs fólks um 40 þús. kr. sem tekið verði af málaflokki 21.
22. mál.
Fyrir lá fundargerð stýrihóps um skólamál, dags. 23. janúar sl.
Bæjarráð samþykkir að fresta 3 máli, en samþykkir fundargerðina að öðru leyti.
23. mál.
Fyrir lágu tvær fundargerðir verkefnisstjórnar um byggingu menningarhúss í Vestmannaeyjum.
a) Fundargerð frá 8. október 2003.
b) Fundargerð frá 23. janúar 2004.
Fundi slitið kl. 20.00.
Bergur Ágústsson (sign.)
Andrés Sigmundsson (sign.)
Stefán Jónasson (sign.)
Arnar Sigurmundsson (sign.)