Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2704
BÆJARRÁÐ
2704. fundur.
Ár 2004, mánudaginn 19. janúar kl. 16.30 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Lúðvík Bergvinsson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.
Fyrir var tekið:
- mál.
Rætt var um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2004.
Bæjarráð fjallaði um helstu lykiltölur fjárhagsáætlunar ársins 2004, síðari umræða verður tekin á næsta bæjarráðsfundi.
- mál.
Svohljóðandi tillaga barst frá Lúðvík Bergvinssyni og Andrési Sigmundssyni:
“Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkir að fela bæjarstjóra að athuga grundvöll þess að haldin verði ráðstefna um stöðu landsbyggðarinnar.”
Greinargerð:
“Það dylst engum sem fylgst hefur með byggðaþróun á Íslandi að landsbyggðin hefur átt í vök að verjast. Atvinnumál, samgöngumál, menntamál og aðgangur að fjármagni eru oft nefndir sem mikilvægir þættir í þeirri fólksfækkun sem landsbyggðin hefur mátt þola. Mikilvægt er að skapa umræðugrundvöll um veikleika og styrkleika landsbyggðarinnar og hvernig hún getur sótt fram á eigin forsendum.
Eitt af megin markmiðum ráðstefnunnar yrði að fjalla um framtíðarsýn landsbyggðarinnar í breyttu umhverfi. Hlutverk fjármálastofnana gagnvart landsbyggðinni og þeim atvinnutækifærum sem þar eru til staðar og mögulegum aðgerðum stjórnvalda til að byggja undir jákvæða samfélagsþróun í hinum dreifðu byggðum landsins.”
Arnar Sigurmundsson óskar bókað:
“Er samþykkur innihaldi tillögunnar ásamt greinargerð sem henni fylgdi og legg áherslu á að vandað verði til alls undirbúnings að hálfu bæjarfélagsins sem standa mun fyrir ráðstefnunni í góðu samstarfi við fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni.“
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
- mál.
Bæjarráð óskar handknattleiksdeild ÍBV kvenna til hamingju með góðan árangur í Evrópukeppninni um helgina.
- mál.
Að ósk Bergs Ágústssonar, voru málefni Byggðastofnunar rædd.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að rita stofnununni erindi í samræmi við umræður á fundinum.
- mál.
Fyrir lá erindi frá Forgjöf líknarfélagi, dags. 14. janúar sl., þar sem farið er fram á fjárstyrk vegna verkefnisins “Ég er húsið mitt”.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
- mál.
Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 13. janúar sl., þar sem farið er fram á umsögn bæjarins vegna endurnýjunar á skemmtanaleyfi fyrir veitingarstaðinn Prófastinn, Heiðarvegi 1.
Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.
- mál.
Fyrir lá bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 14. janúar 2004, þar sem farið er fram á umsögn bæjarins um stefnumótun í menningarmálum á Suðurlandi og samstarfssamnings sveitarfélaga á Suðurlandi um menningarmál.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar menningarmálanefndar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
- mál.
Fyrir lá erindi frá Hnefaleikafélagi Vestmannaeyja, þar sem farið er fram á stuðning við kaup á búnaði til iðkunar á ólympískum hnefaleikum.
Með vísan til þess að Vestmannaeyjabær hefur nú þegar séð félaginu fyrir aðstöðu til æfinga, getur bæjarráð ekki orðið við erindinu.
- mál.
Fyrir lá bréf frá UMFÍ, dags. 12. janúar sl., vegna tillagna sem samþykktar voru á 43. sambandsþingi samtakanna.
- mál.
Fyrir lá samningur um hönnun, gerð útboðsgagna o.fl. vegna utanhúss framkvæmda að Hraunbúðum, dags. 14. janúar sl.
- mál.
Samningamál.
- mál.
Fyrir lá fundargerð hafnarstjórnar, dags. 14. janúar sl.
- mál.
Fyrir lá fundargerð húsnæðisnefndar, dags. 14. janúar sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
- mál.
Fyrir lá fundargerð menningarmálanefndar, dags. 15. janúar sl.
Bæjarráð frestar 2. máli og óskar eftir kostnaðaráætlun og greinargerð vegna beggja umsóknanna, en samþykkir fundagerðina að öðru leyti.
- mál.
Fyrir lá fundargerð íþrótta- og æskulýðsráðs, dag. 14. janúar sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
- mál.
Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs, dags. 14. janúar sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
- mál.
Fyrir lá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, frá 16. janúar sl.
- mál.
Fyrir lá fundargerð landnytjanefndar, frá 15. janúar sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.20.
Andrés Sigmundsson (sign.)
Lúðvík Bergvinsson (sign.)
Arnar Sigurmundsson (sign.)
Bergur Elías Ágústsson (sign.)