Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2703

12.01.2004

BÆJARRÁÐ

 

2703. fundur.                                                      

 

Ár 2004, mánudaginn 12. janúar kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

 

Mættir voru:  Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri. 

 

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

 

Fyrir var tekið:

 

  1. mál.

Að beiðni Stefáns Jónassonar, var rætt um málefni Vaktstöðvar siglinga sem fyrirhugað er að setja á stofn.

 

Bæjarráð hyggst ræða málið frekar með þingmönnum kjördæmisins 20. janúar nk.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá Hótel Þórshamri, dags. 6. janúar sl., vegna framkvæmda á bílastæðum við Vestmannabraut.

 

Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að afla nánari gagna um málið og gera kostnaðaráætlun vegna hugsanlegra framkvæmda sem tengjast gagnagerðaráætlun 2004. Bæjarráð mun á síðari stigum málsins taka svo afstöðu til erindisins.

 

  1. mál.

Fyrir lágu tvö bréf frá félagsmálaráðuneytinu:

  1. Bréf dags. 5. janúar sl., vegna útreikninga á tekju- og eignamörkum við veitingu viðbótarlána og félagslegra leiguíbúða.

 

Bæjarráð samþykkir að vísa bréfinu til húsnæðis- og félagsmálanefndar.

 

  1. Bréf dags. 6. janúar sl., vegna fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjabæjar.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 7. janúar sl., vegna lánsumsókna fyrir árið 2004.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá Umferðarráði, dags. 6. janúar sl., vegna umferðaröryggisáætlunar.

 

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til byggingar- og skipulagsnefndar.

 

  1. mál.

Fyrir lá erindi frá MCI, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna náms- og starfsferðar til Burkina Faso.

 

Bæjarráð samþykkir að styðja verkefnið með 20 þús. krónum.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sparisjóða, dags. 8. janúar sl., vegna áforma um sölu sparisjóða til viðskiptabankanna.

 

Bæjarráð tekur undir efni bréfsins og lýsir yfir fullum stuðningi við mikilvægi og fjölþætta starfsemi sparisjóðanna víðs vegar um landið.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. janúar sl., vegna tímaritsins “Sveitarstjórnarmál”.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá Varasjóði húsnæðismála, dags. 6. janúar sl., vegna rekstrarframlaga til sveitarfélaga vegna rekstrarhalla félagaslegra íbúða vegna ársins 2003.

 

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að athuga möguleika bæjarins vegna sjóðsins.

 

  1. mál.

Ákvörðun um fundartíma næstu þriggja bæjarstjórnarfunda.

 

Bæjarráð samþykkir að næstu fundir bæjarstjórnar verði haldnir þann 29. janúar, 19. febrúar og 11. mars nk.

 

  1. mál.

Fyrir lá tölvupóstur vegna fundar bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar með þingmönnum Suðurkjördæmis í Höllinni, þriðjudaginn 20. janúar nk.

 

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra undirbúning fundarins í samræmi við umræður á fundinum

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá umhverfisráðuneytinu, dags. 6. janúar, vegna laga um meðhöndlun úrgangs.

 

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar.

 

  1. mál.

Vegna gerðar fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjabæjar vegna ársins 2004 endurflutti Arnar Sigurmundsson tillögu að meginhluta óbreytta sem hann lagði fram í bæjarráði 16. júní 2003 og bæjarstjórn samþykkti og vísaði til frekari úrvinnslu á fundi sínum  26. júní 2003.

 

"Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar að gera áætlun um kostnað við að koma upp göngustíg og göngubrú í Neðri-Kleifum er taki land í sandfjörunni  "Undir löngu" sunnan Heimakletts. Bæjarráð óskar eftir að kostnaðaráætlun liggi fyrir sem allra fyrst, þannig að hægt verði að taka afstöðu til hennar fyrir síðari umræðu um Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2004. Komi til framkvæmda verði verkið unnið í nánu samstarfi við hafnarstjórn Vestmannaeyja, enda staðsetning mannvirkja á athafnasvæði hafnarinnar.”

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

 

  1. mál.

Samningamál.

 

  1. mál.

Bæjarráð fjallaði um samráðsfund með framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja sem fram fór í Ráðhúsinu fimmtudaginn  8. janúar sl. 

 

  1. mál.

Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs, dags. 7. janúar sl.

 

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

 

 

 

Fleira ekki bókað.  Fundi slitið kl. 19.30 .

 

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Bergur Ágústsson (sign.)


Jafnlaunavottun Learncove